Greind er samspil á milli uppsafnaðrar reynslu þinnar og getu til að leysa vandamál á skapandi hátt. Að auki er vinnsluminnið drifkraftur hugsana þinna og gerir það að verkum að hinar tvær hliðar greindar
Styrktu greind þína með þessum verkefnum, sem hvert um sig tengist einum þætti þessara þriggja þátta greindar.
Lausnir eru neðst í greininni.
Kristölluð greind
Öll þín uppsafnaða þekking nýtist
Þegar við nýtum þekkingu okkar og fyrri reynslu erum við að nota kristallaða – eða fasta – greind.
Fram til sextugs höldum við áfram að safna upp þessari kristölluðu greind með nýrri og nýrri reynslu. Fyrir bragðið þurfum við ekki að „finna upp hjólið“ í hvert sinn sem við leysum nýjan vanda. Með hærri aldri veiklast minnið og um leið dregur úr kristallaðri greind.
Verkefni: Nefndu litinn, ekki orðið
Heilanum berast sífellt ný skynboð og greindarhugsun krefst þess að við síum aukaatriðin frá. Þú getur æft þig í þessu með því að nefna liti þessara orða. Það er erfitt vegna þess að þetta eru litaheiti í „röngum“ litum.
Fjólublátt Appelsínugult Blátt
Blátt Rautt Fjólublátt
Svart Grænt Gult
Grænt Blátt Rautt
Grænt Appelsínugult Gult
Verkefni: Finndu ranga orðið
Til að halda yfirsýn er mikilvægt að geta flokkað hugtök hratt, þannig að maður geri sér t.d. strax ljóst að Schefer og Border Collie eru hvort tveggja hundakyn. Þessa hæfni má æfa með verkefnum á borð við þetta. Líttu á orðin sex í hverri línu og bentu á orðið sem ekki á heima þarna.
Frændi – Afi – Systir – Sonur – Guðdóttir – Ömmubróðir
Syngja – Öskra – Mótmæla – Væla – Raula – Hvísla
Stafrænt – Umsnúið – Andspænis – Andstætt – Óvinveitt – Gagnstætt
Stráhattur – Biskupshúfa – Kúluhattur – Sólhlíf – Derhúfa – Vefjarhöttur
Fljótandi greind
Skapandi hugsun og nýjar lausnir
Hæfnin til að hugsa rökrétt og finna lausnir á nýjum vandamálum án þess að leita í reynslubankann, er það sem kallast fljótandi greind. Hún gerir okkur kleift að sjá samhengi og beina hugsuninni inn á nýjar brautir og kveikja þannig nýjar hugmyndir.
Fljótandi greind nær hámarki strax um tvítugt en eftir það dregur smám saman úr henni. Vísindamenn telja að hún tengist uppbyggingu heilans og breytist því ekki en hana er unnt að þjálfa.
Verkefni: Finndu rökrænt
samhengi táknanna
Hæfnin til að greina mynstur og samhengi gerir kleift að finna lausnir sem erfitt er að hugsa út. Æfðu þig á táknaþrautum eins og þessari. Hvaða tákn á að koma í stað spurningarmerkisins?
Verkefni: Af hverju slapp leigubílstjórinn við sekt?
Með æfingu í að leysa gátur fer þér fram við að hugsa rökrétt og finna lausnir vandamála hraðar. Hér geturðu velt þér upp úr upplýsingunum sem gefnar eru en lausnin finnst fyrr með því að hugsa um það sem ekki er tekið fram.
Leigubílstjóri fór öfugt um einstefnugötu um hábjartan dag. Tveir lögreglumenn sáu til hans en aðhöfðust ekkert. Hvers vegna ekki?
Vinnsluminnið
Heldur öllum boltum á lofti
Vinnsluminni er t.d. fólgið í því að muna milliniðurstöðu þegar maður reiknar flóknara reikningsdæmi í huganum eða bara að muna símanúmer meðan maður slær það inn.
Með góðu vinnsluminni geturðu nýtt betur bæði kristallaða og fljótandi greind.
Tilraunir hafa sýnt að um 20 mínútna minnisþjálfun á dag í 20 daga getur bætt útkomu á greindarprófi um 3-4 stig.
Verkefni: Mundu spilið sem þú snerir
Svonefnt „dual n-back-test“ er áhrifarík aðferð til að þjálfa vinnsluminnið. Hægt er að finna æfingar á netinu en þú getur líka bara notað spilastokk. Snúðu efsta spilinu, horfðu á það og leggðu það svo á borðið með bakhliðina upp. Haltu áfram og teldu öll spil sem reynast af sömu sort. Þú getur svo þyngt þrautina með því að telja aðeins spil af þeim sortum sem áður hafa komið fyrir tvisvar, þrisvar eða jafnvel fjórum sinnum áður.
Lausnir
Kristölluð greind:
Röngu orðin: Guðdóttir, Mótmæla, Stafrænt, Sólhlíf.
Fljótandi greind:
Form A: Öll þrjú formin koma fyrir í öllum línum og dálkum. Snúningur þeirra skiptir ekki máli.
Leigubílstjórinn var fótgangandi og braut því ekki neinar umferðarreglur.