3 ókostir við greind

Áttu erfitt með að þola há hljóð og gerirðu þér meiri áhyggjur en flestir aðrir? Þetta kann að vera til marks um að þú búir yfir einstaklega góðri greind.

BIRT: 17/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Flest okkar langar að búa yfir betri greind en aðrir og að geta sýnt fram á himinháa greindarvísitölu.

 

Enginn skyldi þó halda að greind sé endilega eftirsóknarverð.

 

Góður heili hefur nefnilega ýmislegt neikvætt í för með sér og hér er unnt að lesa sér til um nokkur þessara atriða.

1. Þú gerir þér meiri áhyggjur

Hver er tilgangur lífsins? Var ég dónaleg við samstarfskonu mína í dag? Er ég að borða nóg af grænmeti?

 

Vef gefnir einstaklingar eiga það til að velta vöngum yfir öllu mögulegu, allt frá erfiðum spurningum um lífið og tilveruna yfir í það hvort fæðan innihaldi mikið af litarefnum.

 

Rannsókn ein sem birt var árið 2015, leiddi í ljós að góður málþroski tengist aukinni tilhneigingu til að hafa áhyggjur af hinu og þessu og að velta vöngum yfir því liðna.

 

Vísindamennirnir komust jafnframt að raun um að góðri greind fylgir oft hætta á kvíða og þunglyndi.

2. Þú vanmetur getu þína

„Þeim mun meira sem þú veist, því betur veistu af því sem þú ekki veist“, segja sumir og sennilega hafa þeir rétt fyrir sér.

 

Þetta kom berlega í ljós í þekktri rannsókn frá árinu 1999, þar sem tveimur bandarískum sálfræðingum tókst að sýna fram á að illa gefnu fólki hættir til að ofmeta getu sína og öfugt.

 

Þessi áhrif hafa seinna verið kölluð Dunning-Kruger-áhrifin.

LESTU EINNIG

Rannsóknin gekk út á það að leggja próf fyrir þátttakendur og láta þá síðan meta hversu mörg rétt svör þeir hefðu fengið.

 

Í ljós kom að þeir sem tilheyrðu þeim fjórðungi þátttakenda sem minnstri greind bjuggu yfir, ofmátu fjölda réttra svara sem samsvaraði 50%.

 

Sá fjórðungur sem bjó yfir bestu greindinni vanmat hins vegar fjölda réttra svara.

 

3. Þú ert viðkvæm(ur) fyrir hljóðum

Hávært smjatt, hávaðasamar bílvélar og smellir í lyklaborði.

 

Heimurinn felur í sér mikinn hávaða og þetta kann að vera afar hvimleitt fyrir fólk sem býr yfir góðri greind.

 

Þetta var meðal annars niðurstaða rannsóknar sem unnin var við Northwestern háskólann sem leiddi í ljós að þeir þátttakendur sem bjuggu yfir góðri greind létu hljóð trufla sig í meira mæli en aðrir og brugðust neikvætt við þeim.

 

Skýring vísindamannanna fólst meðal annars í því að þeir sem búa yfir góðri sköpunargáfu drekki heiminn í sig með öllum skynfærum og séu fyrir vikið ekki færir um að útiloka sumt, líkt og sumir aðrir geta.

BIRT: 17/02/2023

HÖFUNDUR: Nanna Vium

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Nathan Dumlao/Unsplash,© Jason Rosewell/Unsplash

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is