Lifandi Saga

Svartur viðskiptasnillingur fjármagnaði þrælaflótta

Kokkurinn Mary Ellen Pleasant lagði við eyrun þegar bandarískir auðmenn á 19. öld ræddu viðskipti við matarborðið – og varð milljónamæringur fyrir vikið. Peningarnir áttu að gera hana að „móður borgaralegra réttinda“.

BIRT: 31/10/2024

Þegar Mary Ellen Pleasant sigldi til San Francisco um miðja 19. öld hafði orðspor hennar þegar borist þangað. Borgarbúar höfðu heyrt frá vinum og kunningjum í Boston, þar sem Mary hafði unnið áður, að hún væri frábær kokkur.

 

Vegna þess tók hópur hvítra karlmanna á móti hinni tæplega fertugu blökkukonu á bryggjunni. Mary var vart komin í land þegar tilboðin helltust yfir hana. Allir vildu þeir ráða Maríu sem ráðskonu og kokk.

 

Mary vildi frekar starfa sjálfstætt og réði sig sem matráðskonu í fínustu veislum borgarinnar. Þar heyrði hún á tal viðskiptamanna um fjárfestingar og í gegn um viðskipti með gull og verðbréf varð Mary fyrsti svarti milljónamæringur Bandaríkjanna um miðja 19. öldina.

 

Hún var einnig óþreytandi í baráttunni gegn þrælahaldi og eyddi stórfé í að hjálpa svörtum þrælum til frelsis.

 

Þrælum á flótta var hjálpað

Sjálf sagðist Mary hafa fæðst frjáls í Fíladelfíu um 1814. Sem matráðskona á einkaheimilum lærði hún að hlusta á ráðleggingar viðskiptamanna um viðskipti og jafnvel áður en Mary fór til San Francisco voru eignir hennar um 15.000 dollarar – jafngildi u.þ.b. 80 milljóna króna í dag.

 

Þegar gullæðið skall á Kaliforníu árið 1848 sá Mary ný tækifæri fyrir vestan. Á milli 1850 og 1860 kom hún á fót viðskiptaveldi sem átti og rak bújarðir, gistihús, þvottahús og hóruhús í Kaliforníu.

Um áraraðir sóttu Vesturlandabúar í sýningar á „afrískum þrælakonum“ og „blóðþyrstum mannætum“. Þessar óhugnanlegu sýningar voru ekki aðeins skemmtiefni, heldur fólst í þeim réttlæting á nýlendustefnunni í bæði Afríku og Asíu.

Mary varð stórauðug af starfseminni og hún gaf milljónir dollara til reksturs „neðanjarðarlestarstöðvarinnar“ sem var net flóttaleiða sem var rekið af fólki sem barðist gegn þrælahaldi.

 

Netið náði frá suðurríkjunum til norðurríkja Bandaríkjanna, þar sem þrælahald var bannað.

 

Mary leyfði einnig þrælum á flótta að fela sig á mörgum af bóndabæjum sínum þar til hægt væri að tryggja áframhaldandi flótta þeirra norður. Eftir lok þrælahalds árið 1865 fengu margir fyrrverandi þrælar vinnu hjá Mary þar til hún lést árið 1904.

 

Fyrir baráttuna gegn þrælahaldi fékk Mary viðurnefnið „Móðir borgaralegra réttinda í Kaliforníu“.

HÖFUNDUR: Natasja Broström , Andreas Abildgaard

Hurst Photo/Nataliia K/Shutterstock/https://nha.org/research/nantucket-history/historic-nantucket-magazine/westward-the-women//Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.