Lifandi Saga

Manneskjur í apabúri slógu í gegn

Um áraraðir sóttu Vesturlandabúar í sýningar á „afrískum þrælakonum“ og „blóðþyrstum mannætum“. Þessar óhugnanlegu sýningar voru ekki aðeins skemmtiefni, heldur fólst í þeim réttlæting á nýlendustefnunni í bæði Afríku og Asíu.

BIRT: 30/09/2023

„Bíta þeir?“ spyr einn forvitinn sýningargestur félaga sinn. Þeir voru staddir í miklum áhorfendaskara þar sem allir reyndu að sjá þessi framandi nýju fyrirbæri. Í spænsku borgina Valencia var loksins mættur sýningarstjórinn Ferdinand Gravier með flokk sinn af afrískum Ashanti-blökkumönnum sem á síðustu mánuðum höfðu vakið mikla athygli á ferð þeirra í gegnum Suður-Evrópu.

 

Undir lok ársins 1897 var sýningarflokkurinn nú loks kominn til „Teatro Pizarro“, mikilsvirtu leikhúsi í borginni. Bæði íbúar og fjölmiðlar höfðu fjölmennt til þess að fá að berja með eigin augum þessar framandi verur sem tímaritin lýstu ýmist með hneykslan eða hrifningu sem „grimmúðlegum villimönnum“.

 

Garvier var einungis einn að fjölmörgum Vesturlandabúum sem sáu færi á því að hagnast ríkulega á svonefndum framandi manneskjum – m.a. á frumbyggjum frá Ástralíu, Masai-fólki frá Afríku og Singalesum frá Sri Lanka. Allt þetta fólk var flutt til Evrópu og Bandaríkjanna og sýnt í dýragörðum. Sumum þeirra hafði verið rænt en önnur neydd til að yfirgefa heimaland sitt. Nokkrir skrifuðu undir samning við evrópska „athafnamenn“ gegn loforði um góð laun og auðveldara líf.

Manneskjur á bak við lás og slá voru helsta aðdráttaraflið í dýragörðum. Fólk borgaði glatt í bragði aðgangseyri til að góna glaðhlakkalega á Inúíta, Afríkubúa og Suður-Ameríkana.

En það var sjaldnast sem slík loforð voru efnd. Tilvera manneskja sem aðdráttarafl í dýragörðum var vitanlega bæði auðmýkjandi og þrúgandi. Inúítar voru látnir troða upp í þykkum skinnklæðum sínum í svækjuhita í Chicago, sjúkdómar eins og bólusótt breiddust út milli fjölskyldna og í einni sýningu árið 1901 í Buffalo í BNA hentu starfsmenn látnu kornabarni út með ruslinu að sýningu lokinni.

 

Sumir sýningargripirnir fengu leyfi til að yfirgefa gerði sitt eftir lokun dýragarðsins en margir voru nær stöðugt á bak við lás og slá. Einhverjum var þó stundum leyft að hreyfa sig undir handleiðslu þeirra manna sem höfðu þvingað þessar „furðuskepnur“ heimshorna á milli.

Árið 1924 opnaði „Exposition Coloniale“ í Strassborg. Sýningin naut stuðnings franskra yfirvalda og sýndi ágæti nýlendustefnunnar. Áhorfendur komu þó sérstaklega til að sjá hið stóra afrísk þorp.

Manneskjur til sýnis í árþúsundir

Viðlíka sýningar sem sýndu „frumstæðar þjóðir í sínu náttúrulega umhverfi“ voru í raun bara áframhald á ákaflega vinsælum sýningum á furðuskepnum á 19. öld, þar sem m.a. sirkusstjórinn P.T Barnum auðgaðist stórum á því að sýna skeggjaðar konur, dvergvaxnar manneskjur, síamstvíbura eða aðrar furðulegar manneskjur.

 

En manneskjur höfðu verið sýningargripir löngu áður en Barnum og Garvier datt það í hug. Í fornöld í Egyptalandi og Rómarveldi var stríðsföngum frá öðrum löndum jafnan hampað á sýningum.

 

Á 16. öld voru fyrirmenn eins og Azteka-konungurinn Mocteczuma í Suður-Ameríku með sýningar á dvergum, krypplingum og albinóum, fyrir utan að eiga stóran einkadýragarð.

 

Á endurreisnartímanum byggði ítalski kardinálinn Hyppolytus de Medici upp stóran dýragarð í Vatikaninu með framandi dýrum og þjóðflokkum. Dýragarðar voru þá munaður sem tilheyrði einungis aðlinum, allt fram til frönsku byltingarinnar árið 1789. Eftir hana fékk almenningur smám saman aðgang að slíkum sýningum.

Fólk var ekki einungis sýnt í dýragörðum. Þýski nýlenduvöruinnflytjandinn Heinrich Umlauff stóð t.a.m. fyrir sýningu á manneskjum í Hamborg.

Snertið „villimanninn“

Almenning þyrsti í hvaðeina sem var framandi og óþekkt. Þetta vissi m.a. Geoffroy Saint-Hilaire, forstjóri vinsælasta dýragarðs Parísar – Jardin Zoologique d’Acclimatation – og árið 1877 leitaði hann ákaft eftir nýju aðdráttarafli.

 

Saint-Hilaire forstjóri hafði fylgst glaðhlakkalega með því hversu mikla athygli sýningar á framandi þjóðflokkum höfðu vakið í Þýskalandi.

 

Meðal annars sló þýski umboðsmaðurinn Carl Hagenbeck sannarlega í gegn þegar að hann sýndi manneskjur í dýragarði sínum.

 

Ekki leið á löngu þar til Saint-Hilaire flutti inn 14 Núbíumenn frá N-Afríku. Áður en árið var liðið hafði forstjórinn einnig sýnt sex Inúíta. Aðsóknin jókst um ríflegan þriðjung.

Það voru ekki bara Afríkubúar sem voru til sýnis. Asíubúar og inúítar voru líka vinsælir.

Alþjóðlega heimssýningin sem hafði verið haldin frá miðri 19. öld, nýtti sér einnig þetta aðdráttarafl. Sýningargestir gátu nú upplifað endursmíði á afrísku þorpi, egypskum markaði og mongólskum tjaldbúðum.

 

Einnig mátti nú sjá Afríkumenn dansa stríðsdans og Inúíta að flá sel.

 

Áhorfendum var sérlega skemmt við að kasta smámynt yfir girðingu í vatnslaug og sjá Afríkumennina stinga sér á kaf til þess eins að koma upp með skínandi myntina milli tannanna.

 

Í minjagripabúðunum voru póstkort af Inúítum, Pygmýjum og öðrum framandi þjóðflokkum rifin úr hillunum en mest um vert þótti að komast í beina snertingu:

 

Margir dýragarðar buðu gestum að fóðra eða jafnvel snerta „hina villtu“, rétt eins og þetta væru gæludýr. Í Chicago árið 1893 máttu sýningargestir teygja sig yfir girðinguna og pota í hóp Afríkumanna með prikum.

Hendur og fætur Inúítafjölskyldu Ulrikabs voru mældar og bornar saman við Evrópubúa.

„Villimenn“ mældir og vegnir

Spenntir og forvitnir mannfræðingar litu á þessar sýningar sem kjörið tækifæri til að skrásetja líkamleg smáatriði á þessum „dýrslegu mönnum“.

 

Í fararbroddi var svonefnd „líkamleg mannfræði“ sem náði nokkurri útbreiðslu þegar sænski líffærafræðingurinn Anders Retzius fann upp einfalda aðferð árið 1842 til þess að mæla höfuðkúpu manna.

 

Mælingar þessar sýndu að höfuðlag Evrópubúa var annað en hjá Inúítum og Afríkumönnum.

 

Niðurstöðurnar voru notaðar sem röksemd fyrir því að hvíti kynstofninn væri frábrugðinn og heili þeirra mun þróaðri.

Almenningur missir áhugann

Stjórnmálamenn nýttu sér vitanlega „villimennina“ til þess að réttlæta nýlendustefnu Vesturlanda:

 

Nú gátu allir séð hversu miklir barbarar og siðlausir framandi þjóðflokkar eru í raun.

 

Það voru einkum slíkar sýningar á þjóðflokkum á heimssýningunni sem þeir sóttu í til að sannfæra almenning um ágæti þess að koma upp nýlendum í Afríku.

 

Kapphlaup þetta var heiftarlegt og stóð frá því um 1870 til 1914 og endaði með því að nær gjörvöll Afríka samanstóð af nýlenduríkjum Vesturlanda.

Þegar Jardin-dýragarðurinn í París skipti öllum dýrum garðsins út fyrir manneskjur tvöfaldaðist fjöldi gesta í rúmlega milljón á ári.

Rétt eins og franski forsætisráðherrann Jules Ferry sem var eindreginn fylgismaður nýlendustefnunnar, sagði á þingi undir lok 19. aldar:

 

„Æðri kynþáttum ber skylda til að siðmennta hina óæðri“.

 

Eftir því sem Vesturlönd lögðu undir sig sífellt fleiri þjóðir í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku breyttust viðlíka sýningar.

 

Dregið var úr villumennskunni og í stað hennar var nú lögð áhersla á gagnsemi nýlendustefnunnar fyrir kúgaðar þjóðirnar. Almenningur missti áhuga á þessum endalausu sýningum á „villimönnum“ sem höfðu endanlega liðið undir lok þegar síðari heimsstyrjöldin braust út árið 1939.

 

Fjórar mismunandi hugmyndir um ,,hina villtu”

,,Frumstæð dýr”

Ulrikab-fjölskyldan endaði í dýragarði Carls Hagenbeck í Hamborg.

Inúíta-fjölskylda fékk að kenna á sjúkdómum og svipunni

Fjölskyldan var lokkuð til Þýskalands með loforðum um góð laun og auðveld störf. Raunin reyndist vera allt önnur.

 

Hinn 35 ára gamli inúíti Abraham Ulrikab og fjölskylda hans komu ásamt þremur öðrum Inúítum haustið 1880 til Hamborgar.

 

Fjölskyldan var komin alla leið frá Labrador í norðausturhluta Kanada og þar sem Abraham var skuldum hlaðinn lét hann freistast af loforðum um góð laun.

 

Starfið virtist vera afar þægilegt: Inúítarnir áttu eiginlega bara að gera það sama sem þeir voru vanir að gera heima fyrir. Róa á kajak, sinna hversdagslegu amstri og sýna selveiðar.

„Æðri kynþáttum ber skylda til að siðmennta hina óæðri“
Franski forsætisráðherrann Jules Ferry undir lok 19. aldar.

Þrátt fyrir samninginn voru Inúítarnir ekki meðhöndlaðir eins og manneskjur.

 

„Ég er aftur orðinn dapur. Tobias var hýddur með hundasvipu af herra okkar Jakobsen. Hr. Jakobsen varð reiður af því að hann sagði að Tobias gegndi sér aldrei … Eftir þessa uppákomu var Tobias mjög veikur“.

 

Lífið utan gerðis þeirra olli þeim einnig vonbrigðum. „Það er ómögulegt að fara eitthvert á daginn því mannskarinn umkringir okkur alltaf“, skrifaði Ulrikab um reynslu sína af mannfjöldanum í dýragarðinum.

 

Eftir einungis tvo mánuði helltust hörmungarnar yfir fjölskylduna.

 

Hr. Adrian Jakobsen hafði láðst að láta bólusetja Inúítana fyrir ferðina til Evrópu og þann 14. nóvember dó sá fyrsti þeirra úr bólusótt.

 

Áður en árið var liðið voru einungis fimm af átta Inúítum ennþá á lífi. Milli þess 7. og 16. janúar 1882 dóu aðrir meðlimir fjölskyldunnar í París.

 

 „Apamanneskjur“

Benga var lýst sem „The Missing Link“ eða týnda hlekknum – þróunarfræðilegu hugtaki um gapið milli apa og manna. Þannig mátti stilla honum upp sem stórfrétt sem myndi draga að aðgangseyri.

Pygmýjar á bak við rimlana

Sýningargestir voru stórhrifnir þegar Ota Benga var sýndur í dýragarði. Tíu árum síðar skaut þesssi 32 ára gamli Afríkubúi sig í hjartað með byssu.

 

Þann 8. september 1906 streymdu óvenjulega margir gestir að apabúrinu í Bronx Zoo í New York.

 

Aðdráttaraflið var svertingi frá Kongó sem nefndist Ota Benga. Þessi 23 ára gamli Afríkumaður skemmti meðal annars áhorfendum með bogfimi sinni en mesta lukku vakti þegar hann glímdi við órangútaninn Dohong.

 

Samkvæmt dagblaðinu New York Times „mótmæltu einungis fáir því að sjá manneskju í búri með öpum“ og síðar í sömu grein kom fram hjá blaðamanninum að áhorfendur hefðu haft þarna í leik Bengas við apann „kjörið tækifæri til að bera saman líkindi með þeim.

 

Höfuð þeirra eru ákaflega lík og báðir brosa þeir eins, þegar þeim er skemmt“.

Bandaríkjamenn voru tilbúnir að borga fimm sent fyrir að sjá hinar beittu tennur Bengas.

Hvesstar tennur vöktu ótta

Oddhvassar tennur styrktu Bandaríkjamenn í þeirri trú að Pygmýjar væru villtir og grimmir. Bæklingur fyrir sýninguna greindi frá því að:

 

Þeir eru grimmlyndir og stjórnast af hvötum sem fá þá til að gleðjast yfir eigin illsku“.

Sumir settu spurningarmerki við uppruna Bengas: „Er þetta manneskja?“ spurði einn kvenkyns áhorfandi

 

Prestum borgarinnar af afrískum uppruna var hins vegar hreint ekki skemmt.

 

„Það er nú þegar búið að kúga okkur nógu lengi, án þess að það þurfi að stilla okkur upp í búrum með öpum“, mótmælti hástöfum séra James H. Gordon, forstöðumaður heimilis fyrir fátæk börn.

 

Mótmælin urðu til þess að forstjóri dýragarðsins, William Hornaday, hætti sýningum á Ota Benga sem gat nú á næstu mánuðum ferðast frjáls um í garðinum. Oft fylgdi honum skari manna sem hrópuðu ókvæðisorð að honum.

 

Í desember 1926 var Ota Benga skilinn eftir í umsjá séra Gordons sem fann honum fósturheimili hjá fjölskyldu einni í Virginíu. Þar voru hvassar tennur hans lagaðar með krónum og síðar hóf hann skólanám og fékk vinnu í tóbaksverksmiðju.

 

Benga sparaði saman ferðaeyri til að komast aftur heim til Afríku en þá braust fyrri heimsstyrjöldin út og allar farþegasiglingar lögðust af. Von hans um að snúa heim var því að engu orðin.

 

Þann 20. mars 1916 braut hann krónurnar úr tönnum sínum, hlóð upp viðhafnarbálkesti, kveikti í honum og skaut sjálfan sig í gegnum hjartað.

 

„Mannætur“

Maurice Maître rændi suður-amerískum Eldlendingum og neyddi þá til Evrópu.

Rænt og neydd til að troða upp sem mannætur

Ellefu Eldlendingar voru fluttir í hlekkjum til Frakklands frá syðsta odda Suður-Ameríku og stillt upp á heimssýningunni í París árið 1889.

 

Sýningargestir fengu að sjá hvernig Eldlendingarnir báru sig að við að éta hrátt hrossakjöt sem var hent inn í búr þeirra. Kjötið átti að vísa í meint mannakjötsát þeirra.

 

Eftir heimssýninguna sýndi umboðsmaðurinn Maurice Maître ellefumenningana áfram í London. Þar veiktist ein kvennanna og lést á sjúkrahúsi þann 21. janúar 1890.

 

Hjúkrunarkonan sem var á vakt lýsti konunni þannig:

 

„Þegar hún kom inn var hún bara sveipuð gömlu teppi sem hún bar eins og kápu og batt saman með reipi um mittið. Hún var líka í gauðslitnum tágaskóm. Hún var grútskítug og fnykurinn af henni var skelfilegur“.

 

Maurice Maître stakk af til Belgíu þegar bresk dagblöð tóku að fjalla um mál þetta.

 

Hann hélt þó áfram að sýna hóp sinn af „mannætum“, þar til belgísk lögregla handtók hann og sendi þá fjóra Eldlendinga sem lifðu þessar hremmingar af, heimleiðis árið 1890.

 

„Kyntákn“

Baartman þjáðist af arfgengum sjúkdómi sem nefnist steatopygia sem veldur því að fita safnast saman á rassinum.

Suður-Afríkubúar áttu að sýna líkamann

Fyrir aðeins tvo skildinga gátu borgarar Lundúna upplifað „Venus Hottentottanna“ haustið 1810.

 

Hún hét í raun Saartjie Baartman, var 21 árs gömul og tilheyrði suður-afríska Khoikhoi-ættbálkinum.

 

Baartman var hneppt í þrælahald og flutt til Evrópu þar sem hún var sýnd, m.a. annars í Piccadilly Circus í London. Þar var aðsóknin svo mikil að lögreglan þurfti að hafa hemil á mannmergðinni.

 

Á leiksviðinu gekk hún um nakin, þar sem henni var skipað fyrir með orðum eins og „walk“ eða „sit“.

 

Þá vöktu þjóhnappar hennar sérstaklega mikla athygli og þegar vísindamenn báru þá saman við afturenda mandaríl-apa, þá var hún gerð að kynferðislegu fyrirbæri og fékk hún viðurnefnið „Venus“ vegna sköpulags síns.

Lestu meira um manneskjur í dýragörðum

Hartmut Lutz (ed.): The Diary of Abraham Ulrikab, University of Ottawa Press, 2005

Pascal Blanchard m.m. (ed.): Human Zoos – Science and Spectacle in the Age of Colonial Empires, Liverpool University Press, 2008

HÖFUNDUR: MARTIN LANDIN , BUE KINDTLER-NIELSEN

Rare Historical Photos. © Richard Herdtle/Wikimedia Commons. © -16/4260-16/Ritzau Scanpix. © AKG-images/Imageselect. © -7/59999-7/Ritzau Scanpix. © Creative Commons. © Jules Chéret. © GL Archive/Alamy/Imageselect. © Jessie Talbox Beals, St. Louis Public Library/Creative Commons. © Adolfo Kwasny/Creative Commons. © Ritzau Scanpix.

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

NÝJASTA NÝTT

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

2

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

3

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

1

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

2

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

3

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

4

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

5

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

6

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Hvað á sér stað í líkamanum þegar við finnur fyrir ofnæmisviðbrögðum sem hugsanlega gætu reynst okkur hættuleg? Er ofnæmi arfgengt?

Læknisfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is