Tækni

Svona mun gervigreind auðvelda þér lífið

Heilbrigði, öryggi, samskipti og flutningar eru bara fáein þeirra sviða þar sem gervigreind skiptir máli í lífi þínu í dag, á morgun og á næstu áratugum.

BIRT: 26/12/2022

Svona hjálpar gervigreind þér innan tíðar  – Langtímahorfur gervigreindar

Fyrir mörgum er gervigreind illskan uppmáluð í vígabottum og andlitslausum tölvukerfum sem vilja berjast gegn mannkyni í kvikmyndum og bókum.

 

Gervigreind raunveruleikans er hins vegar eingöngu gerð til að hjálpa þér; þegar þú leitar á netinu, kíkir í snjallsíma eða þarft að geyma peninga með öruggum hætti inni á bankareikningi. Og þetta er aðeins upphafið.

Þú ert þegar í daglegu sambandi við gervigreind

– Í farsímanum

Gervigreind stýrir t.d. stafræna aðstoðarbottanum, filterstillingum og upptöku myndavélarinnar og tillögu að orðanotkun í textum.

 

– Í leit á netinu

Í leit á Google stýrir gervigreindin m.a. röðun niðurstaðna, skilur og leiðréttir innsláttarvillur og finnur myndaniðurstöður út frá orðum.

 

– Í netbankanum:

Gervigreind vaktar peninga þína í bankanum, tryggir að hakkarar komist ekki inn og steli auðkennum þínum eða valdi öðrum usla.

 

– Í innkaupaferðum:

Með viðskiptamannakorti getur þú fengið klæðskerasaumuð tilboð sem grundvallast á þinni kauphegðun sem og annarra.

Hraði, nákvæmni og það að geta talað við vél eins og um raunverulega persónu sé að ræða eru þrjár af mörgum góðum ástæðum fyrir því að nota gervigreind, oft skammstafað AI úr ensku, Artificial Intelligence.

 

Gervigreind hugsar hraðar en við

Gervigreind er í grunninn samheiti fyrir tölvukerfi, eins og t.d. tauganet sem byggja nokkuð á því hvernig mannsheilinn virkar.

 

Þetta eru vélar sem taka við og vinna úr gögnum með hjálp algríma sem geta lært af sjálfum sér, háþróuðum líkindareikningi og með snjöllum umbunarkerfum til að geta hámarkað og sagt fyrir um hvaðeina, allt frá veðurspám til næsta orðs sem þú skrifar á síma þinn.

 

Með hraðari örgjörvum og betri skilningi vísindamanna og framleiðenda á gervigreind verða svokallaðar gervitaugar sífellt skilvirkari við að vinna úr gögnum. Gervigreindin finnur þannig mynstur og lausnir á vandamálum með mikilli nákvæmni og á hraða sem við getum alls ekki keppt við.

Svona hjálpar gervigreind þér innan tíðar

Bætir heilbrigði þitt

Samkvæmt SÞ skjöplast læknum af holdi og blóði í greiningum sem nemur 3,5% af fjölda tilvika og gervigreind getur hjálpað þeim að koma því hlutfalli niður í hálft prósent.

 

Ef þessi bæting er umrituð í fjölda mannslífa má samkvæmt SÞ bjarga milljónum manna með þessari getu gervigreindar til að greina sjúkdóma og segja fyrir um smitleiðir, eins og við höfum nú síðast fengið að reyna með kórónuveirunni.

 

Gervigreind getur út frá heilbrigðisgögnum um þig og fólk á þínum aldri einnig vaktað ástand þitt í sífellu og veitt viðvaranir um möguleg frávik frá mynstri sem læknar ættu að sinna.

 

Talað við allan heiminn

Ímyndaðu þér að þú getir talað reiprennandi japönsku á appi sem þýðir úr íslensku yfir á japönsku í rauntíma.

 

Þýðingar á töluðu máli eru eitt svæði þar sem reglubundnar og þjálfaðar vélar geta hjálpað þér, t.d. að kaupa inn fisk eins og innfæddur á Toyosu-markaðinum í Tókýó.

 

Nú síðast hefur Meta (áður Facebook) tilkynnt heljarinnar verkefni með þýðingu á bæði texta og tali fyrir hundruði tungumála sem þú og milljónir annarra geta nýtt sér á afar eðlilegan máta.

 

Berst gegn falsfréttum

Í ofgnótti upplýsinga frá fjölmiðlum getur verið erfitt að átta sig á hvað manneskjur eins og Pútín, Biden og aðrir þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um eða eru sagðir hafa staðhæft.

Djúpfölsuð myndskeið eins og þetta frá bandarískum forsetakosningum árið 2020 er þegar að finna á netinu og verða einungis betri og útbreiddari. Gervigreind mun í framtíðinni efla varnir gegn slíkum fölskum upplýsingum og fréttum.

ESB, SÞ og önnur stór samtök leggja mikið upp úr því að berjast gegn aragrúa af fölskum fréttum á samfélagsmiðlum með því að láta gervigreind háma í sig innihald þeirra á venjulegum tungumálum.

 

Þær upplýsingar eru síðan kannaðar og bornar saman við aðrar heimildir og innihald þeirra verður að lokum metið neðar á leitarlistum ef um er að ræða misvísandi staðreyndir.

 

Eykur öryggi þitt á netinu

Með sífellt árásargjarnari tölvuglæpum í Evrópu er nú þegar verið að nýta gervigreind til að verjast þessari óværu.

 

Sjálfvirkar viðvaranir eru aðeins einn slíkur ávinningur en annar felst í öruggara vinnuumhverfi heima fyrir með viðvörunum, ef t.d. tölva samstarfsfélaga virðist haga sér undarlega og mögulega bera tölvuvírus.

 

Þriðji kostur gervigreindarinnar felst í að greina á milli góðra og lélegra tenginga á netinu þannig að hægt sé að grípa inn í ef hættulegt bottanet er farið að búa sig undir árás á tölvu fyrirtækis þíns.

 

Snjallborgir og heimili

Í Barcelona hefur ruslafatan sjálf samband við bæjarfélagið þegar það þarf að tæma hana og í Seoul er flæði hraða og mengun umferðarinnar sífellt stýrt með hjálp skynjara og gervigreindin sér um að gera það á sem skilvirkastan máta.

 

Fleiri hversdagslegir hlutir eru komnir á netið sem að einnig er raunin með fjölmargar verslanir hér heima sem eru komnar með gervigreind í sína þjónustu.

 

Þú getur hlakkað til þess þegar heimili þitt lærir að þekkja þig og þína vana, eins og t.d. með einmitt réttu tónlistinni á morgnanna, huggulegri kvöldlýsingu og kannski með einhverjum litlum brellum frá snjallhundi þínum þegar þú snýrð heim úr vinnu.

Framtíðarhorfur gervigreindar

+ 5 ár: Villulaus þjónusta

Þegar þú leitar eftir aðstoð eða fjargviðrast í netspjalli við stærra fyrirtæki er það sjaldnast einhver manneskja sem les texta þinn, heldur róbóti sem hefur lært að skilja þig og leiðbeina þér.

 

Til lengri tíma litið vænta menn þess að dag einn verði flestir með botta í símanum sem sér um símtöl þín. Spjallbottinn veit nánast allt, getur talað öll tungumál allan daginn og er ævinlega kurteis.

 

Ef tími þinn er of dýrmætur fyrir þess háttar stúss getur stafræni aðstoðarmaður þinn Siri tekið við spjallinu þegar þú leitar að tilteknum vörum.

 

+ 10 ár: Sjálfkeyrandi flutningar

Sjálfkeyrandi bílar, drónar og skip eru enn á frumstigi en margir sérfræðingar í gervigreind vænta þess að flutningar verði sjálfkeyrandi þar sem vélar taka undir eins ákvarðanir sem eru nauðsynlegar innan um mörg önnur sjálfkeyrandi ökutæki.

Á enn lengri ökuleiðum spá menn því að við fáum bíla sem geta ekið fáeina sentimetra hver frá öðrum og passa fullkomlega saman á þjóðvegum. Þá er öllum farartækjum stýrt af sömu gervigreindinni sem tekur sífellt við nýjum gögnum frá stöðu allra bílanna í rauntíma.

 

+20 ár: Losar okkur undan líkamlegri vinnu

Margir hafa bölvað því að vélar hafi fyrir löngu síðan tekið yfir fjölmörg störf í iðnaði en eftir mörg ár mun gervigreind eiga í samkeppni um alls konar störf á vinnumarkaðinum, allt frá skyndibitakeðjum til lækna og lögmanna.

 

Það er ómögulegt að sjá skýrt 20 ár inn í framtíðina en maskínur sem læra sjálfar munu vafalítið breyta og auðvelda margvísleg störf á næstu áratugum.

 

Og því er rétt að spyrja, hefur þú velt því fyrir þér hvernig allur þessi frítími þinn í framtíðinni verður nýttur?

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MADS ELKÆR

Shutterstock,© Shutterstock / Blue Planet Studio,© Shutterstock / Suwin

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is