Tækni

Svona verður sólarorka send til jarðar 

Í áratugi hafa vísindamenn unnið að tækni til að koma sólþiljum fyrir utan gufuhvolfsins og nú hefur hópi vísindamanna hjjá Caltech mögulega tekist að stíga skref í áttina að þeirri draumsýn.

BIRT: 05/03/2024

Þótt aðeins lítill hundraðshluti af orkunotkun heimsins komi úr sólarorku, er hún engu að síður talin líkleg sem einn stærsti þátturinn í hinni grænu orkubyltingu.

 

Vísindamenn um allan heim eru því að leita lausna á stærstu vandamálunum sem þar koma við sögu.

 

Ein erfiðasta hindrunin felst í því að sólin skín bara á daginn en auk þess er fjöldi sólskinsstunda mjög breytilegur. Þess vegna hafa vísindamenn í áratugi reynt að þróa aðferðir til að senda sólþiljur út í geiminn og geta þannig nýtt sólarorkuna jafnt á nóttu sem degi allan ársins hring.

 

Nú hefur í fyrsta sinn tekist að vinna orku úti í geimnum og senda hana þráðlaust til jarðar. Frumgerð sólarorkuversins var send á braut um jörðu 3. janúar 2023.

 

Nú er orðið ljóst að ekki aðeins hefur tækið komist heilu og höldnu á áfangastað, heldur er raunverulega fært um að vinna sólarorku utan gufuhvolfsins og senda hana til jarðar sem mælanlegan straum. Til þess notar þetta litla orkuver létt, færanleg loftnet sem stýrt er af tölvuflögu.

Sjáðu hvernig vísindamenn stjórna ferð raforkunnar í geimnum:

Sólþiljunum verður komið á braut hátt ofan við gufuhvolfið og sólarorkunni umbreytt í straum sem aftur er breytt í örbylgjur sem sendar verða til jarðar.

Vísindamenn: Samrunaorkan kemur 2030

Bandarískir verkfræðingar lofa hreinni samrunaorku fyrir árið 2030. Það gæti orðið stórt skref í átt að grænni orku fyrir alla.

Þegar tæknin verður fullþróuð er ætlunin að sólþiljugarður úti í geimnum umbreyti sólarorkunni í rafstraum og síðan í örbylgjur sem sendar verða til jarðar, þar sem þeim verður á ný breytt í nýtanlegan rafstraum.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Caltech.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.