Hvað er andefni?

Orðið andefni er notað um efni, uppbyggt úr eindum með öfuga hleðslu við venjulegt efni. Venjulegt vetni er gert úr róteind með jákvæða hleðslu og rafeind með neikvæða hleðslu. Í andvetni er kjarninn neikvætt hlaðin róteind en rafeindin hefur jákvæða hleðslu.