Nýleg rannsókn: Gigtarlyf geta unnið bug á blettaskalla

Við Óskarsverðlaunaafhendinguna í ár voru ekki einungis gefnar styttur sem verðlaun. Leikarinn Will Smith gaf nefnilega kynninum Chris Rock einn á kjaftinn fyrir að gera grín að hárleysi eiginkonu leikarans kunna. Nú hafa nýjustu rannsóknir leitt í ljós að hugsanlega er unnt að nota gigtarlyf til að vinna bug á hárleysi sem stafar af sjúkdómi sem nefnist alopecia en um er að ræða sjálfsofnæmi sem veldur því að hárið hrynur af fólki.