Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Ekki er alltaf hægt að útskýra það þegar sést hefur til fljúgandi furðuhluta og sumir vísindamenn telja í raun að fljúgandi furðuhlutir fyrirfinnist úti í geimnum. Ef sú er raunin búa þessi geimför yfir tækni sem við getum vart ímyndað okkur en áhöfnin mun að öllum líkindum búa yfir eiginleikum sem svipar til okkar. Hér reyna fræðimenn að útskýra fljúgandi furðuhluti.
Heimsókn frá geimnum eða ryk á linsunni

Allt frá því að undarlegir málmhlutir féllu niður við bæinn Roswell í Nýju Mexíkó hafa komið fram ótal frásagnir um FFH, einkum í BNA. Vísindamenn hafna ekki því að geimverur fyrirfinnist en telja að trúlegri skýringar sé að finna. En hvað ef við höfum í raun fengið heimsókn utan úr geimnum?