Hve miklu betri er Webb-sjónaukinn en Hubble?

James Webb-geimsjónaukinn hefur nú tekið við af Hubble. En hvers er að vænta af þessu nýja útsýni yfir alheiminn?
Hubble-sjónaukinn er auga mannsins í geimnum

Þann 24. apríl árið 1990 sendi NASA á braut um jörðu byltingarkenndan geimsjónauka, Hubble-sjónaukann. Síðan hefur sjónaukinn skilað okkur ótal undraverðum myndum af alheimi. Í dag er Hubble-sjónaukinn ennþá okkar dygga auga úti í geimnum.