James Webb-sjónaukinn er allt að 100 sinnum næmari en forverinn Hubble og þess vegna fær um að greina ljósið frá fyrstu stjörnum og stjörnuþokum sem til urðu eða þar um bil.
Sjónaukarnir tveir eru þó ekki gerðir til að sjá sams konar ljós; Hubble-sjónaukinn greinir einkum sýnilegt ljós, sem sagt það ljós sem mannsaugað nemur en Webb-sjónaukinn greinir innrautt ljós.
Ástæðan er sú að ljósið frá fyrstu stjörnuþokunum og stjörnunum hefur teygst nokkuð á 13 milljarða ára ferð sinni til okkar. Þar með hafa bylgjulengdir ljóssins breyst og flust af tíðnisviði sýnilegs ljóss á innrauðar bylgjulengdir. Þetta hefur verið nefnt rauðhliðrun.
Eini gallinn við Webb-sjónaukann er staðsetningin á svonefndum L2-punkti í 1,5 milljón km fjarlægð frá jörðu. Það þýðir að engin leið er að senda geimfara til viðgerða.
Í geimskotinu og eftir það þurfti allt að ganga nákvæmlega samkvæmt áætlun og til allrar lukku gekk það eftir.
Sér 15 sinnum stærra svæði
Yfirborð aðalspegils Webb-sjónaukans er meira en 6 sinnum stærra en í Hubble og sér yfir 15 sinnum stærra svæði í geimnum. Aðalspegilinn þurfti að fella saman fyrir geimskot til að hann kæmist fyrir.
Webb er í algeru myrkri
Hubble-sjónaukinn snýst um jörðu í 570 km hæð en braut Webb sjónaukans er í 1,5 milljón km fjarlægð frá jörðu. Á L2 skyggir jörðin á innrautt ljós frá sólu og sjónaukinn getur skoðað geiminn í fullkomnu myrkri.
Ævafornar stjörnur birtast
Webb-sjónaukinn greinir innrautt ljós af 10-100 sinnum meira næmi en Hubble. Þess vegna er gert ráð fyrir að sjónaukinn geti greint ljós sumra af allra fyrstu stjörnum og stjörnuþokum alheimsins.
Webb sér í gegnum geimryk
Hubble-sjónaukinn greinir einkum sýnilegt ljós en Webb-sjónaukinn er alveg á innrauða sviðinu og á auðveldara með að greina stjörnur og plánetur sem dyljast á bak við ryk- og gasský. Rykið hindrar ekki innrautt ljós í sama mæli og sýnilegt ljós.
Sér 15 sinnum stærra svæði
Yfirborð aðalspegils Webb-sjónaukans er meira en 6 sinnum stærra en í Hubble og sér yfir 15 sinnum stærra svæði í geimnum. Aðalspegilinn þurfti að fella saman fyrir geimskot til að hann kæmist fyrir.
Webb er í algeru myrkri
Hubble-sjónaukinn snýst um jörðu í 570 km hæð en braut Webb sjónaukans er í 1,5 milljón km fjarlægð frá jörðu. Á L2 skyggir jörðin á innrautt ljós frá sólu og sjónaukinn getur skoðað geiminn í fullkomnu myrkri.
Ævafornar stjörnur birtast
Webb-sjónaukinn greinir innrautt ljós af 10-100 sinnum meira næmi en Hubble. Þess vegna er gert ráð fyrir að sjónaukinn geti greint ljós sumra af allra fyrstu stjörnum og stjörnuþokum alheimsins.
Webb sér í gegnum geimryk
Hubble-sjónaukinn greinir einkum sýnilegt ljós en Webb-sjónaukinn er alveg á innrauða sviðinu og á auðveldara með að greina stjörnur og plánetur sem dyljast á bak við ryk- og gasský. Rykið hindrar ekki innrautt ljós í sama mæli og sýnilegt ljós.