Húðin ljær dýrum ofurkrafta

Brynja gegn óvinum, felulitabúningur eða næmur skjöldur sem getur andað, fundið bráð og séð dýrinu fyrir vökva: húð dýranna hefur þróast í milljónir ára í það að verða annað og meira en hylki sem heldur líffærunum í skefjum. Sumum dýrategundum er beinlínis lífsnauðsynlegt að hafa hamskipti.