Náttúran

Húðin ljær dýrum ofurkrafta

Brynja gegn óvinum, felulitabúningur eða næmur skjöldur sem getur andað, fundið bráð og séð dýrinu fyrir vökva: húð dýranna hefur þróast í milljónir ára í það að verða annað og meira en hylki sem heldur líffærunum í skefjum. Sumum dýrategundum er beinlínis lífsnauðsynlegt að hafa hamskipti.

BIRT: 23/11/2022

Húðin lagar sig að umhverfinu

Flöt líkamsbygging froska tryggir að yfirborð húðarinnar verður mikið sem gagnast afar vel þegar súrefnisupptaka á sér stað gegnum húð.

 

Froskar draga andann með húðinni

Á myndinni má sjá Borneó-froskinn með flata ennið, Barbourula kalimantanensis sem hefur enga þörf fyrir lungu. Háræðar rétt undir yfirborði húðarinnar sjá fyrir upptöku súrefnis úr bæði lofti og vatni og flytja það um líkamann með blóðinu.

 

Tilgáta vísindamannanna er sú að froskurinn hafi ýmiss konar ávinning af því að lifa í köldum, straumhörðum ám. Kaldar ár innihalda t.d. meira súrefni en þær sem hlýrri eru og vitað er að kuldinn hægir á efnaskiptum froskanna. Þá eiga froskarnir jafnframt auðveldara með að halda sig á árbotninum því ekkert uppdrif verður frá lungum sem engin eru.

 

Ástralska eðlan hyrnuskratti getur slökkt þorstann með aðstoð sérlegrar lögunar húðarinnar.

 

Eðluhúð flytur vatn til munnsins

 

Hyrnuskrattinn sem er aðeins 10-15 cm löng eðla, lifir á skraufþurrum svæðum í vestur- og miðhluta Ástralíu. Þessi friðsamlega eðla lifir á skordýrum og á húðinni eru oddhvassir þyrnar sem halda rándýrum í skefjum og gagnast eðlunni til að viðhalda vökvajafnvægi.

 

Til þess að takmarkaðar vatnsbirgðirnar í líkama dýrsins gufi ekki upp getur vatn ekki komist í gegnum húðina en á hinn bóginn getur eðlan safnað vatnsdropum af röku yfirborði.

 

Húðin er gerð úr hreistri og er það allt tengt með örsmáum göngum. Rákirnar gegna hlutverki árfarvega og þar safnast fyrir vatn sem þéttist. Daggardroparnir renna svo eftir rákunum og inn í skolt dýrsins.

 

Innrauðar myndir hafa leitt í ljós að hitastigið á flekkjum gíraffans er hærra en á öðrum hlutum húðarinnar, óháð því hvort sólin skín beint á flekkina eður ei.

 

Flekkir kæla gíraffann niður

 

Flekkirnir á húð gíraffans eru ekki eingöngu skraut né felulitir. Flekkirnir gagnast gíraffanum einkar vel í heitri sólinni því þeir gegna hlutverki eins konar loftopa sem kæla dýrið niður.

 

Gíraffar hafa þróað með sér ýmsar aðferðir til að kæla sig á heitum gresjum Afríku. Gjörvöll húðin er þakin svitakirtlum og þeir eru einmitt töluvert stærri á flekkjunum en annars staðar á húðinni.

 

Undir hverjum flekk er að finna víðfeðmt æðanet. Þegar líkamshiti gíraffans hækkar, þenjast æðarnar út og senda mikið blóðmagn til flekkjanna þannig að líkamshitinn kemst út.

 

Auk þess að vera útbúið flekkjum er yfirborð húðar þessa grannvaxna, himinháa dýrs gífurlega stórt, miðað við þyngd þess. Þetta auðveldar dýrinu jafnframt að hafa hemil á líkamshitanum.

 

Húðsvikarar

Svart-hvítar rendur sebradýrsins gera lendingarbrautir dýrsins ógreinilegri en ella og fyrir vikið fljúga flugur og kleggjar rakleitt fram hjá þeim.

Sebrarendur rugla skordýr í ríminu

 

Ef hestur og sebradýr gengju í gegnum urmul af flugum, myndu langflestar þeirra setjast á hestinn. Ástæðan er sú að skordýr sjá í mjög lítilli upplausn og eiga erfiðara með að eygja hvar þau lenda þegar þau nálgast röndótta húð sebradýranna.

 

Hægt hefur verið að sjá á myndböndum að skordýrin ná ekki að hægja á sér og fljúga því annað hvort fram hjá sebradýrunum eða rekast beint á þau.

 

MYNDBAND: Flugur mistekst að lenda þegar þær nálgast sebradýrið

 

 

Auk þess að vera þakin röndum, gefur húð sebradýra einnig frá sér ilmefni sem halda skordýrum í skefjum.

 

Vísindamenn hafa reynt að gæða venjulega hesta þessum kostum sebradýrsins í því skyni að vernda þá gegn blóðsugum sem nefnast kleggjar. Í ljós kom að þegar hestar fengu á sig röndóttan feld settust töluvert færri blóðsugur á þá en hesta sem voru annað hvort brúnir eða gráir.

 

Meira að segja uppstoppaður svarri orsakar litabreytingar hjá kameljóninu þannig að það verður illgreinanlegt frá trjágreinum.

 

Litabreytingar blekkja rándýr

 

Smiths dvergkameljón er meistari dulargervanna og skiptir litum á millisekúndum þegar því stendur ógn af rándýri.

 

Helstu óvinir þessa kameljóns eru þyrnisvarri og afríska trjáslangan Bucephalus Capensis.

 

Fuglar eru útbúnir einkar þróaðri litasjón og sjá liti betur en við mennirnir. Fyrir bragðið reynir kameljónið að falla algerlega inn í umhverfið þegar svarrinn ógnar því.

 

Trjáslangan sér hins vegar ekki eins vel og er jafnframt með takmarkaða litasjón og því þarf kameljónið ekki að laga sig jafnvel að umhverfinu þegar slangan ógnar því.

 

Húð nálarmúsarinnar blekkir rándýrin.

 

Slöpp húð tryggir að dýr komast af

 

Viðkvæm húð hljómar ekki eins og góð vörn en engu að síður getur hún skilið á milli lífs og dauða þegar Afríkumús sem kallast nálarmús, á í hlut. Þunn og laus húð músarinnar kemur henni til bjargar þegar rándýr nálgast um of. Þegar rándýr ræðst á músina getur hún nefnilega losað sig við 60% húðarinnar af bakinu og þannig komist úr klóm rándýrsins.

 

Nálarmúsin með loðinn feld sinn líkist í rauninni ofur venjulegri mús en þar sem hún er útbúin mjög mörgum hársekkjum er minna rými fyrir bandvef og fyrir vikið er húðin einkar viðkvæm.

 

Húðin flettist auðveldlega af dýrinu því hún er 77% lausari en venjuleg músarhúð og 22 falt slappari.

 

Þó svo að húðmissirinn geri það oft að verkum að músin verði fyrir blóðtapi og áverkum þegar tennur eða klær rándýrsins ná tökum á henni, myndast ný húð leiftursnöggt með heillegum svitakirtlum og hársekkjum.

 

Dýrið grær svo hratt af sárum sínum að sárin minnka um alls 64% á einungis einum degi.

 

LESTU EINNIG

Húð til varnar og fæðuöflunar

Átök milli búrhvals og kolkrabba skilja iðulega eftir sig ummerki um sogskálar.

 

Kolkrabbaveiðar krefjast þykks skráps

 

Búrhvalir eru með þykkasta skráp sem þekkist á dýrum en hann er allt að 35 cm þykkur á baki og höfði. Við það bætist svo þykkt fitulag undir húðinni.

 

Þessi þykka húð kemur hvalnum að góðu gagni þegar hann berst við keppinauta sína eða kafar niður á 3.000 metra dýpi til að veiða risavaxna kolkrabba.

 

MYNDBAND: Magi búrhvala afhjúpar dularfulla baráttu við risakolkrabba

 

Heimild:Bertrand Loyer

Vísindamenn hafa aldrei séð bardaga milli búrhvals og kolkrabba í hafdjúpunum, en hafa fundið sannanir fyrir hvað gerist og út frá því endurgert veiðar búrhvalsins.

 

Þreifiangarnir á allt að 18 metra langri bráðinni eru þaktir hundruð sogskála sem umkringdar eru beittum tönnum sem rífa djúpa skurði í skráp hvalanna þegar kolkrabbarnir berjast fyrir lífi sínu.

 

Þó svo að hvalirnir hafi yfirleitt vinninginn í viðureign þeirra við kolkrabbana og tryggi sér væna máltíð, þá sitja þeir oft uppi með skurði á búknum eftir bardagann við kolkrabbana.

 

Samskeyti platna á líkömum hreisturdýra eru þannig úr garði gerð að þau skarast, með þeim afleiðingum að tönnum rándýranna er beint frá líkama bráðarinnar.

 

Brynjuhúð ver gegn rándýrum

 

Hreisturdýr eru þakin stórgerðu lagi af hreistri sem er þannig úr garði gert að hvert keratínlagið skarast yfir annað. Þetta er sama efnið og neglur okkar eru gerðar úr. Þegar hreisturdýri finnst sér ógnað vefur það sig upp í kúlu og notar hreistrið sem verndarhjúp.

 

Hreistrið er ekki ýkja þungt svo dýrið hleypur ekki um með níðþunga brynju. Hreistrið er engu að síður afar endingargott og lítil hætta á að það rifni, þökk sé lögun keratínsins.

 

Þegar rándýr brýst í gegnum hreistrið myndast rifur eftir endilöngu dýrinu í stað þess að komast inn í mjúkan vefinn undir.

 

Lítill þungi og góð ending hafa í seinni tíð orðið vísindamönnum hvatning í þá veru að líkja eftir húð hreisturdýrsins þegar framleiddur er verndarbúningur fyrir menn.

 

Sæsnigillinn hefur sankað að sér mikilvægum genum úr þörungum sem gera honum kleift að nýta grænukorn til að geta lifað á orku sólar.

 

Grænn sjávarsnigill lifir á sólarljósi

 

Sæsnigillinn Elysia chlorotica er það sem hann étur.

 

Þegar snigillinn er ungur er hann gegnsær á að líta en eftir því sem hann hámar í sig fleiri þörunga verður hann sífellt grænni og minnir mikið á laufblað. Að öllu jöfnu brotna grænukorn plantna og þörunga niður í meltingarfærum dýranna en sæsnigillinn hefur þróast á þann veg að hann nýtir sér til fullnustu þörungamáltíðirnar.

 

Samstarf fruma nýtir sólarljósið

Þegar þörungarnir brotna niður í þörmum snigilsins losna úr læðingi grænukorn, svo og erfðavísirinn psbO sem hljóta upptöku í frumum snigilsins. Þar hefst svo samstarf þeirra sem felst í að breyta sólargeislum í orku.

 

Græni liturinn á rætur að rekja til grænukorna þörunganna sem haldast ósködduð í sæsniglunum og orsakar ljóstillífun. Auk þess að varðveita grænukornin hefur snigillinn nælt sér í erfðavísi úr þörungum sem skipta sköpum fyrir virkni grænukornanna.

 

Erfðavísir þessi gagnast bæði plöntum og þörungum til að umbreyta sólarljósi í efnaorku og þegar sniglarnir hafa étið fylli sína af þörungum geta þeir nýtt sólarljós sem aðal fæðutegund sína.

 

Litlir svartir flekkir meðfram skolti krókódílsins gegna hlutverki einkar næmra skynjara sem nema hreyfingar frá hvaða bráð sem er.

Afar næm krókódílahúðin skynjar bráðina

Harðger hreistrug húðin á krókódílum er sérlega næm, þökk sé litlum svörtum flekkjum sem gegna hlutverki skynfæra.

Flekkirnir eru aðallega fremst á trjónunni og kringum skoltinn og fela í sér ógrynni taugaenda og snertiskynjara.

Um er að ræða alls um 9.000 skynfæri sem skynjað geta þrýsting allt niður í 78 milljónustu hluta úr Newtoni sem er tífalt næmara en við á um fingurgómana á okkur.

Þessi næmni gerir það að verkum að krókódílar geta skynjað gárur eftir einstaka vatnsdropa sem lenda á vatni eða smæstu hreyfingar bráðarinnar.

Gerð var tilraun sem fólst í því að fóðra krókódíla í svarta myrkri. Krókódílarnir héldu rakleitt í átt að fæðunni og átu hana upp til agna á 50-70 millisekúndum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Meldal

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Risaeðlubeinagrindin ,,Apex” seldist fyrir 44,6 milljónir dollara eða sem svarar 6,2 milljörðum króna.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is