Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

Litarmunur á húð okkar er þróunarfræðileg snilld, ef marka má vísindamenn sem segja að D-vítamín skipti sköpum fyrir húðlit okkar.

BIRT: 14/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Við fáum D-vítamín frá sólinni og úr feitum fiski og vítamínið gagnast okkur við að vinna bug á öllum mögulegum sjúkdómum, allt frá geðrænum kvillum yfir í krabbamein. Þá kann D-vítamín einnig að vera lykillinn að því hvers vegna litarhaft okkar mannanna getur fengið á sig breytilegan lit, allt frá dökkbrúnum lit yfir í skærbleikan, þegar sólin skín á okkur.

 

D-vítamín laðast að ljósri húð

Sólskinsvítamínið D ræður mjög miklu um ólíkt litarhaft fólks, ef marka má vísindamenn, og stjórnar því hvers vegna húðlitur er jafn misjafn og raun ber vitni.

 

Þegar húðin fær á sig sólarljós framleiðir hún D-vítamín, sem er okkur svo mikilvægt og sem líkaminn notar m.a. til að vinna bug á sýkingum. Ljós húðlitur framleiðir miklu meira D-vítamín úr sólarljósi en við á um dökka húð og fyrir bragðið er einkar ákjósanlegt að vera ljós yfirlitum fyrir þá sem lifa á þeim stöðum þar sem sólin er spör á geisla sína.

 

Á hinn bóginn veitir dökk húð betri vörn gegn skaðlegum útfjólubláum geislum og hentar því vel þeim sem búa í grennd við miðbaug og fá á sig mikið af sól og vítamínum.

 

Eskimóar fá D-vítamín úr fiski

Þegar forfeður okkar fluttu búferlum frá Afríku yfir á kaldari breiddargráður, þar sem sólin er ekki eins örlát og ella, fór húð okkar að þróast í samræmi við birtustigið. Þetta táknar að húðin varð ljósari, því lengra mót norðri sem mennirnir fóru. Náttúruval réði því svo að þeir sterkustu, þ.e. þeir sem fengu nógsamlega af D- vítamíni, lifðu af.

 

Þessi kenning felur einnig í sér skýringu á því hvers vegna sumir íbúar á norðlægum slóðum, svo sem eins og eskimóar uppi við heimskautsbaug, eru samt sem áður dökkir á hörund: Þeir fá í sig svo mikið D-vítamín úr fiski og skeldýrum að þeir hafa ekki eins mikla þörf fyrir sólargeislana og ella. Á sumrin verða þeir hins vegar fyrir mikilli útfjólublárri geislun sem endurkastast í snjó og ís, og dökk húðin veitir góða vörn gegn geisluninni.

 

Við á Norðurlöndum fáum á hinn bóginn of lítið D-vítamín. Þessu þurfum við að breyta, því D-vítamín skiptir sköpum fyrir varnir líkamans.

BIRT: 14/06/2022

HÖFUNDUR: Rikke Jeppesen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is