Heilsa

D-vítamín – hvað er það og er hægt að taka inn of mikið af D-vítamíni?

Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að D-vítamín skiptir sköpum fyrir góða heilsu. Vísindamenn uppgötvuðu t.d. fyrir skemmstu að ógerningur er að virkja ónæmiskerfið án D-vítamíns. En hvað er D-vítamín og er hægt að taka inn of mikið af því?

BIRT: 29/10/2023

D-vítamín ver líkamann

D-vítamín. Sólin getur myndað það og feitur fiskur felur það í sér. En við fáum allt, allt of lítið af því.

 

Mörg okkar skortir D-vítamín og skorturinn leiðir til vandræða.

 

Vísindamenn hafa fundið afgerandi sannanir þess að D-vítamín eigi mjög mikilvægan þátt í að virkja framvarðasveitir ónæmiskerfisins, þ.e. T-frumurnar.

Hvað er D-vítamín?

D-vítamín er óálitleg, lítil sameind sem myndast einkum í mannslíkamanum þegar sólargeislar lenda á kólesterólsameind í húðinni.


D-vítamín getur gegnt hlutverki hormóns sem hefur það helsta hlutverk að kveikja og slökkva á erfðavísum. Vísindamenn hafa borið kennsl á rösklega 2.000 erfðavísa sem D-vítamín hefur áhrif á.Sem dæmi má nefna að vítamínið örvar erfðavísinn p53 sem heldur krabbameini í skefjum.

Hvað gagn gerir D-vítamín?

Þegar ekkert bjátar á færast T-frumurnar um líkamann með blóðinu í eins konar óvirkum dvala en um leið og óvirk T-fruma þefar uppi örlítinn aðskotahlut breiðir hún út merkingarþreifara í því skyni að virkjast.

 

Vísindamennirnir hafa komist að raun um að einn fyrsti þreifarinn sem T-fruman opnar er D-vítamínviðtaki sem binst D-vítamíni og kveikir þannig á tilteknum erfðavísi sem vekur T-frumurnar.

 

Ef ekki fyrirfinnst D-vítamín í blóðinu lætur T-fruman ekki á sér kræla.

T- frumur eru hluti sértæka ónæmiskerfis okkar – þ.e. þeim hluta ónæmiskerfisins sem lærir að þekkja og ráðast á framandi örverur. Til eru ýmsar T-frumur, þar á meðal svokallaðar T-drápsfrumur sem ráðst á sýktar frumur í líkama okkar.

D-vítamín og ónæmiskerfið

D-vítamínið gegnir hlutverki eins konar rafgeymis fyrir T-frumurnar og er forsenda þess að þær geti ráðist til atlögu.

 

Þessi vitneskja hefur aukið skilninginn á því hvernig D-vítamín virkar í líkömum okkar. Fyrir var vitað að vítamínið ætti þátt í að hefta ónæmiskerfið, svo það gangi ekki berserksgang í líkamanum en slíkt gæti leitt af sér sjálfsofnæmissjúkdóma.

 

Í rannsókn einni sem gerð var fyrir skemmstu við Michigan State háskólann í Bandaríkjunum tókst að sýna fram á að D-vítamín lengir í raun ævi margra krabbameinssjúklinga.

 

Úr því að nánast er um að ræða eins konar undrasameind sem á þátt í ýmiss konar fjölbreytilegri og lífsnauðsynlegri líkamsstarfsemi, hvernig stendur þá á því að svo margir þjást af D-vítamínskorti?

 

Vísindamenn grunar að merkjanlegur D-vítamínskortur á síðustu áratugum eigi rætur að rekja til viðvarana gegn geislum sólar.

 

Of mikil sól getur haft í för með sér húðkrabbamein en margt bendir engu að síður til þess að við fáum ekki nægilega sól á líkamann, eins þversagnakennt og það kann að hljóma.

 

Hvaðan fáum við D-vítamín?

D-vítamínskortur hrjáir okkur einkum á veturna því sólin er helsti D-vítamíngjafi okkar.

 

Á sumrin nægir að eyða 20 mínútum úti í sólinni til að hlaða alveg upp D-vítamínbirgðirnar en sá tími samsvarar 250 míkrógramma skammti.

 

Ef ætlunin væri að fá sama magn D-vítamíns með öðru móti þyrftum við að innbyrða daglega eitt kg af laxi, 50 glös af mjólk eða 50 fjölvítamíntöflur, þ.e. fimmtíufaldan ráðlegan fimm míkrógramma dagskammt sem mörg yfirvöld mæla með að við neytum.

 

Þessar fæðutegundir innihalda D-vítamín:

 

 • Feitur fiskur, t.d. lax, túnfiskur og makríll

 

 • Mjólk

 

 • Ostur

 

 • Egg

Hægt er að fá D-vítamín t.d. með því að taka lýsi.

Er hægt að taka inn of mikið D-vítamíni?

Getur hugsast að hægt sé að taka inn of mikið magn D-vítamíns? Sumar rannsóknir hafa leitt í ljós að ef heilbrigður, fullorðinn einstaklingur tekur inn 1.000 míkrógrömm af D-vítamíni kann það að hafa í för með sér uppköst, höfuðverk eða óþægindi fyrir hjarta.

 

Þörf er fyrir ýtarlegri rannsóknir sem greint geta hugsanlegar aukaverkanir sem fylgja langtímanotkun og fyrir vikið eru yfirvöld varkár þegar kemur að ráðleggingum á magni.

 

Mýmargar sannanir á gagnlegum áhrifum D-vítamíns hafa orðið til þess að stöðugt fleiri vísindamenn krefjast þess að hærri ráðlagður dagskammtur sé tilgreindur fyrir vítamínið sem fæðubótarefni.

 

Carsten Geisler, prófessor og stjórnandi heilbrigðisvísindastofnunar Kaupmannahafnarháskóla álítur að fylgjast þurfi grannt með almennum D-vítamínskorti landa sinna.

 

„Enn sem komið er vitum við ekki hvert ákjósanlegasta hlutfall D-vítamíns í blóði er, þ.e. hvaða magn við höfum þörf fyrir til að vernda okkur gegn sýkingum og sjúkdómum. Þó er vitað að jafnvel heilbrigðir, fullorðnir einstaklingar hafa gott af að taka inn D-vítamín í fyrirbyggjandi tilgangi“, segir hann.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDERS ENEVOLD CHRISTENSEN

Shutterstock

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Vinsælast

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Náttúran

Greindustu hundarnir og þeir heimskustu

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Ég tók verulega á því í ræktinni í fyrradag og núna tveimur dögum síðar eru vöðvarnir stífir og aumir. Hvers vegna finn ég meira fyrir vöðvunum í dag en strax eftir æfinguna?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is