Hvernig virkar venjulegur reykskynjari?

Flestir reykskynjarar eru af svonefndri jónandi gerð. Þeir innihalda agnarsmáa geislavirka orkulind, jafnan 0,2 míkrógrömm af frumefninu americium, sem er númer 95 í lotukerfinu.   Þetta geislavirka efni sendir sífellt frá sér straum af alpha-öreindum sem losa rafeindir frá súrefni og köfnunarefni í lofti milli tveggja málmplatna.   Það veitir loftinu milli platnanna rafhleðslu.   […]