Sjást stjörnur aðeins sem deplar?

Það er aðeins í fáeinum tilvikum sem unnt er að ná raunverulegum myndum af öðrum stjörnum en sólinni. Erfiðleikarnir stafa af því hve fjarlægðin er ofboðsleg. Ef við ímyndum okkur að sólin flyttist jafnlangt burtu og sú stjarna önnur sem er næst okkur, mætti líkja stærð hennar frá okkur séð við títuprjónshaus í 30 km […]