Kuldi
Ferskt loft kælir heilann
Kuldi, t.d. ferskt loft eða rakur klútur, getur unnið bug á ógleði. Skýringin er sennilega sú að kuldi sefar hitastilli heilans, þ.e. undirstúkuna sem veldur óþægindatilfinningunni sem við þekkjum sem svitakóf.
Engifer
Plönturót dregur úr ógleði
Efnin gingerol og shogaol í engifer hafa áhrif á ógleðisvæði heilans og draga úr velgju. Efnin gera m.a. gagn gegn morgunógleði en þungaðar konur mega hins vegar aðeins neyta engifers í litlu magni því stórir skammtar geta haft skaðleg áhrif á fóstrið.
Hugleiðsla
Rólegur hugur – rólegur magi
Ógleði eykur álagið á líkamann með örari hjartslætti, spennir vöðvana og fær mann til að svitna. Hugleiðsla hefur þveröfug áhrif og rannsóknir sýna meðal annars að núvitundartækni (mindfulness) vinnur gegn morgunógleði.
Ilmmeðferð
Vínandagufa gagnast sjúklingum
Ilmmeðferð með ísóprópanóli kann að draga úr flökurleika sem gerir vart við sig eftir aðgerð. Meðferðin felst í því að setja klút með ísóprópanóli, t.d. sótthreinsiklút, upp að nefinu og anda djúpt tvisvar til þrisvar.
Lyf
Andhistamín vinna á bílveiki
Nokkur lyf vinna gegn ógleði – til dæmis geta ákveðnar tegundir andhistamína dregið úr bílveiki með því að bindast ákveðnum viðtökum í heilanum. Það er þó mikilvægt að ræða við lækni fyrir notkun og vera meðvitaður um aukaverkanir.