Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Ef steyptum gangstéttarhellum og möl væri skipt út fyrir jarðveg, gras og plöntur gæti það styrkt ónæmiskerfi barna og þarmaflóru þeirra á innan við mánuð.

BIRT: 20/01/2023

Þegar þú sækir barnið þitt á leikskólann og föt þess eru drulluskítug og neglur barnsins eru svartar af mold og sandi, ekki vera að pirra þig á kennaranum. Þú ættir frekar að þakka fyrir þig því rannsóknir sýna að það er gott fyrir ónæmisvörn barna ef þau eru í nánum tengslum við náttúruna.

 

Þessar niðurstöður komu meðal annars úr nýlegri finnskri rannsókn á 75 börnum á aldrinum 3-5 ára. Börnin sem voru fengin frá 10 mismunandi leikskólum, þurftu að dvelja í ólíku umhverfi og stóð tilraunin yfir í 28 daga.

 

Börn prófuð í mismunandi umhverfi

Þetta var fyrsta tilraunin til að rannsaka sérstaklega hvernig ónæmiskerfi barna bregst við umhverfinu sem börnin leika sér í og dvelja í.

 

Sum dagvistarheimilanna voru með venjulega lóð með steypu og möl sem börnin léku sér í. Á öðrum leikskólum var farið með börnin út í náttúruna á hverjum degi. Og útisvæðið hjá fjórum dagheimilanna hafði verið gróðursett með grasi, lyngi og bláberjum. Börnin á þessum fjórum „náttúrustofnunum“ léku sér í sínu nýja umhverfi fimm daga vikunnar og fengu einnig tækifæri til að rækta plöntur sjálf í sérstökum gróðurhúsum.

 

Fleiri T frumur framleiddar

Eftir að 28 dagar voru liðnir, báru rannsakendur börnin saman úr þessum þremur mismunandi umhverfisaðstæðum. Þeir sáu greinilegan mun á örveruflóru sem börnin höfðu bæði í þarmakerfinu og á húðinni. Mælingar sýndu einnig að þau börn sem voru í nánu sambandi við náttúruna mynduðu fleiri T-frumur og aðra mikilvæga hluti sem skipta höfuðmáli fyrir vel starfandi ónæmiskerfi.

 

„Við gátum líka séð að þarmaflóra barnanna frá grænu stofnununum líktist þarmaflóru barnanna sem fóru út í skóg á hverjum degi,“ útskýrði umhverfisfræðingurinn Marja Roslund frá Háskólanum í Helsinki í tengslum við útgáfu á niðurstöðum rannsóknarinnar fyrir nokkrum árum.

 

Kenningin um líffræðilega fjölbreytni

Sú hugmynd að umhverfi með mörgum örverum geti örvað ónæmiskerfið er þekkt sem „tilgátan um líffræðilega fjölbreytni“. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að tap á líffræðilegri fjölbreytni á borgarsvæðum sé að hluta til ábyrgt fyrir aukningu ónæmistengdra sjúkdóma sem við búum við í seinni tíð.

 

„Niðurstöður rannsóknar okkar styðja þessa tilgátu og þá forsendu að skortur á líffræðilegri fjölbreytni nútímans gæti verið því að kenna að ónæmiskerfið er ekki þjálfað á réttan hátt sem er ástæðan fyrir auknu umfangi ónæmistengdra sjúkdóma,“ skrifuðu vísindamennirnir í skýrslu sinni.

 

Aukning á gagnlegum bakteríum

Eitt af því sem finnsku vísindamennirnir sáu hjá börnum sem léku sér í mold, drullu, grasi og trjám var fjölgun gagnlegra gammaproteobaktería. Þær unnu að því að styrkja ónæmisvörn húðarinnar og auka seytingu ónæmisefna í blóði á sama tíma og hún minnkaði magn interleukin-17a-prótíns sem tengist ónæmistengdum sjúkdómum, sjálfsofnæmissjúkdómum og ofnæmi.

 

Einnig gott fyrir sjón og andlega heilsu

Enn er mörgum spurningum ósvarað en tilraunir sem þessar hjálpa til við að undirstrika hversu mikilvægt það er fyrir börn að vera úti í grænu umhverfi og það snýst ekki bara um að styrkja ónæmiskerfið.

 

Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að útivist gagnast sjón barna og geðheilsu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Jörðin

Hnattræn hlýnun veldur meiri ókyrrð í lofti

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Lifandi Saga

Áhugamenn finna ótrúlega fjársjóði

Heilsa

Heilaboðin að baki langvinnum sársauka ráðin

Náttúran

Frostið skapar listaverk í náttúrunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Lifandi Saga

Sameinuðu þjóðirnar risu upp úr ösku seinni heimstyrjaldarinnar

Lifandi Saga

Hvenær hafa fiskikvótar leitt til stríðs? 

Maðurinn

Hvernig starfar minnið?

Vinsælast

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Læknisfræði

D-vítamín ver gegn sjálfsofnæmissjúkdómum

4

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

5

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

6

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

4

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

5

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

6

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Menning

Hvers vegna hefur talan sjö svona töfrandi merkingu?

Heilsa

Er lausasölulyf þitt hrein lyfleysa? Fræðimenn efast

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Alheimurinn

Svarthol rekið á flótta

Maðurinn

Verða konur hrukkóttari en karlar?

Jörðin

Sveiflur háloftastrauma gætu drekkt Skandinavíu

Lifandi Saga

Hvenær hættum við að nota brjóstmæður? 

Lifandi Saga

Agatha Christie hverfur sporlaust

Jörðin

Eldfjöll þöktu jörðina kvikasilfri

Lifandi Saga

Fyrsta bólusetningin vakti skelfingu meðal Breta

Jörðin

Fjallgöngumenn í lífsháska: Háskaför á Everest

Lifandi Saga

Hvernig voru skildir víkinga?

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Hundurinn minn veltir sér upp úr alls kyns rusli, olíu sem hellst hefur niður, fiskúrgangi eða dýraskít. Hver er ástæðan?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.