Félagsblinda er persónuleikaröskun
Í geðlæknisfræðum flokkast bæði siðblinda og félagsblinda sem andfélagsleg persónleikaröskun.
Vísindamenn, þeirra á meðal sálfræðingar, álíta að félagsblinda eigi sér rætur í umhverfisþáttum á borð við að alast upp við líkamlegt eða andlegt ofbeldi.
Hvað er félagsblinda?
Félagsblindir eru almennt skilgreindir á grundvelli tiltekinna persónueinkenna sem bandaríski sálfræðingurinn dr. John Grohol hefur listað þannig upp:
- Fljótfærnir og óútreiknanlegir
- Eiga erfitt með að tengjast öðru fólki.
- Eru iðulega án atvinnu lengi í einu.
- Eiga ekki fjölskyldu.
- Þurfa lítið til að reiðast og fá stundum mikil skapofsaköst.
Þessi einkenni valda því að fólk getur átt erfitt með að átta sig á hinum félagsblinda. Þegar félagsblindingjar brjóta lög eða fremja jafnvel glæp, eyða þeir sjaldnast miklum tíma í að velta afleiðingunum fyrir sér.
Félagsblindir líkjast siðblindum
Sumt er líkt með félagsblindum og siðblindum og hvort tveggja fellur undir hina sameiginlegu skilgreiningu: andfélagsleg persónuleikaröskun.
Fólk í báðum hópum sýnir oft af sér fullkomið skeytingarleysi varðandi öryggi annarra og getur þannig valdið samfélaginu hættu.
Þetta þýðir hins vegar ekki að félagsblindir og siðblindir séu í öllum tilvikum ofbeldishneigðir eins og þeim er oft lýst í skáldsögum og bíómyndum.
Lestu einnig um hin skylda sjálfsdýrkanda
Próf: Ert þú félagsblindingi?
Bandarískt greiningar- og flokkunarkerfi sem kallast DSM-5, skilgreinir andfélagslega persónuleikaröskun, þar á meðal félagsblindu, þannig að viðkomandi einstaklingur hafi þrjú eða fleiri af eftirfarandi einkennum:
- Brýtur oft gegn lögum og almennt viðurkenndri félagshegðun.
- Lýgur og svíkur aðra iðulega.
- Er fljótfær og hugsar ekki lengra fram í tímann.
- Er alveg sama um öryggi annarra.
- Sýnir óábyrga hegðun og stendur ekki við fjárhagsskuldbindingar.
- Finnur ekki til eftirsjár eða sektarkenndar.