Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Þú munt líklega geta séð þessa gríðarstóru halastjörnu þjóta framhjá okkur með berum augum. Hér er það sem þú þarft að vita.

BIRT: 28/03/2024

Þann 5. október 2023 uppgötvuðu breskir stjörnufræðingar öflugt gos – úti í geimnum.

 

Risastór halastjarna sem nefnist 12P/Pons-Brook lýstist snögglega upp.

 

12P/Pons-Brook er svokölluð goshalastjarna (cryovolcanic) sem getur gosið ryki, gasi og ís þegar sólin hitar hana upp.

 

Og það er einmitt það sem gerðist en halastjarnar er þrisvar sinnum stærri en Everest-fjall og svipuð að stærð og meðalstórborg.

 

Nú gæti halastjarnan orðið sýnileg á næturhimninum á næstu vikum í fyrsta skipti í 70 ár.

 

Sést líklega best í apríl

Hin risastóra halastjarna er 30 kílómetra í þvermál og er nú á ferð um hinn kalda geim á leið inn í innsta hluta sólkerfis okkar, að sögn British Astronomical Association.

 

12P/Pons-Brook inniheldur kalda kviku – blöndu af ryki, ís og gasi sem virkar svipað og koltvíildið í gosflösku.

 

Þrýstingurinn í kvikunni eykst þegar hún hitnar af sólinni, þar til köfnunarefni og kolmónoxíð springa og spúa ísköldum leifum kviku í gegnum stórar sprungur halastjörnukjarnans.

 

Gos þetta býr til þá hala sem einkenna sýnilegar halastjörnur.

Halastjarnan er umlukið gasskýi, þekkt sem gashjúpur eða haddur, vegna ryks og gass sem losnar af halastjörnunni. Þegar halastjarnan hitnar vegna geislunar sólar eykst þrýstingurinn og myndast gríðarleg sprenging og frosnir innviðir skjótast út í geim. Þannig myndast eins konar hali sem fylgir halastjörnunni.

Hin risastóra halastjarna kemst næst sólu 21. apríl – og þegar ljós sólar mun skína sem mest á halastjörnuna mun hún sjást vel frá jörðu.

 

Við ættum jafnvel að geta séð hana með berum augum þar sem hún þýtur fram hjá hnettinum okkar.

En best er að nota sjónauka til að koma auga á halastjörnuna.

Auk þess er gott að færa sig úr þéttbýli þar sem ljósmengun er mikil.

Árið 1577 uppgötvaði danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe fyrstu halastjörnuna á næturhimni. Meira en 400 árum síðar eru stjörnufræðingar enn að afhjúpa leyndardóma þessara háhraðafornminja í geimnum.

Ekki er nákvæmlega vitað hversu sýnileg 12P/Pons-Brooks verður, en þú getur fylgst með hugmyndum stjörnufræðinga um ferðalag halastjörnunnar hér.

 

Þú getur líka fylgst með staðsetningu halastjörnunnar hér til að vera viss um að þú missir ekki af þessu brennandi himintungli.

Snýr aftur til jarðar árið 2095

Halastjarnan var síðast sýnileg með berum augum árið 1954 og sést frá jörðu á 71 árs fresti.

Þetta er mjög sérstakt þar sem flestar halastjörnur sjást ekki aftur fyrr en eftir þúsundir ára – ef þær þá snúa yfirhöfuð aftur.

Þegar halastjarnan hefur heilsað upp á okkur jarðarbúa þeytist hún í átt að ytra sólkerfinu á sporöskjulaga braut um sólina og við munum svo ekki sjá hana aftur fyrr en árið 2095.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

© Richard Miles / BAA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve lengi lifði hundurinn Laika í geimnum?

Lifandi Saga

Hvenær urðum við pólitískt réttsinnuð? 

Maðurinn

7 mýtur um hæð: „Hávöxnu fólki vegnar betur í lífinu“

Alheimurinn

Hvernig hafa geimför samband við jörðina?

Lifandi Saga

Í fríríkinu Flöskuhálsi var aðaliðja flestra smygl

Heilsa

Vísindamenn: Hægt er að lengja lífið um heilan áratug með breyttu mataræði

Alheimurinn

Pólstjarnan er leiðarvísir á næturhimni

Lifandi Saga

Hvaða harmleikur á íþróttaleikvangi kostaði flest mannslíf?

Maðurinn

Hve langt nær skaðsemi óbeinna reykinga?

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Lifandi Saga

5 ástæður þess að Gandhi var hræsnari

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.