Alheimurinn

Að baki fyrirbrigðinu: Halastjörnur eru tímahylki í geimnum

Ár 1577 uppgötvaði danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe fyrstu halastjörnuna á næturhimni. Meira en 400 árum síðar eru stjörnufræðingar enn að afhjúpa leyndardóma þessara háhraðafornminja í geimnum.

BIRT: 13/11/2022

 

Halastjörnur eru tímahylki í geimnum.

 

Eitt sinn voru þær taldar tákn um reiði guðanna. Nú eru þær mikilvægir kubbar í púsluspili sem stjörnufræðingar hafa verið að raða saman síðan á 16. öld.

 

Halastjörnurnar þjóta gegnum himingeiminn eins og háhraðafornminjar og mynda undirstöður fyrir svörin við mörgum erfiðum spurningum mannanna.

 

Halastjörnur í tölum

 

2061

verður árið þegar Halley-halastjarnan á næst leið um innri hluta sólkerfisins og verður þar með sýnileg á himni.

 

3.591

halastjörnu þekkja vísindamenn með fullri vissu. Þó er talið að til séu milljarðar halastjarna.

 

45

kíló vóg lendingarhylkið frá Stardust-geimfari NASA sem 2006 skráði sig á spjöld sögunnar með því að flytja í fyrsta sinn sýni úr halastjörnu til jarðar.

 

3.000

halastjörnur hefur geimfarið The Solar and Heliospheric Observatory uppgötvað síðan það var sent á braut um sólina 1995.

 

Um 0,07

ljósár frá sólinni telja vísindamenn að hið svonefnda Oortský sé. Þangað liggur braut flestra halastjarna í sólkerfinu.

 

1985

var árið þegar áhugamennirnir Alan Hale og Thomas Bopp komu auga á eina skærustu halastjörnu allra tíma, Hale-Bopp, í sjónaukum sínum.

 

RANNSÓKNIR

 

Þann 12. nóvember 2014 tókst í fyrsta sinn að lenda manngerðum hlut á halastjörnu.

 

Þetta var þegar ESA (European Space Agency) lenti lendingarfari geimfarsins Rosettu á halastjörnunni 67P.

 

Ferðin til halastjörnunnar var löng og Rosetta fór þrisvar fram hjá jörðu og einu sinni fram hjá Mars áður en geimfarinu var slöngvað áfram út í geiminn á braut halastjörnunnar.

 

Lendingin tókst ekki fullkomlega þar eð lendingarfarið hafnaði í skugga og varð því fljótlega straumlaust en Rosetta var á braut um halastjörnuna í tvö ár og það reyndist ómaksins virði.

 

Hin misheppnaða lending á 67P árið 2014 markaði tímamót í rannsóknasögunni.

 

Tækin um borð í Rosettu greindu m.a. frumefnin súrefni og fosfór ásamt amínósýrunni glycin sem gufa upp frá halastjörnunni.

 

Þessi efni eru helstu undirstöðuefni lífsins og styrkir þá kenningu að halastjörnur hafi sáð fræi lífsins yfir jörðina.

 

VÖRÐUR Á LEIÐINNI

 

Fyrstu halastjörnuna fann danskur stjörnufræðingur 1577. Síðan hafa þessi tímahylki geimsins þotið fram hjá sjónaukum stjörnufræðinga á miklum hraða.

 

1577: Tycho Brahe sér halastjörnu í geimnum

Danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe fylgist með halastjörnu og ályktar að hún sé fjær jörðu en tunglið. Áður héldu menn að halastjörnur mynduðust í gufuhvolfinu.

1680: Halastjarna skoðuð gegnum sjónauka

Stjörnufræðingurinn Gottfried Kirch skoðar fyrstur manna halastjörnu í sjónauka. Sú halastjarna var meðal þeirra björtustu á 17. öld.

1704: Halley sér endurkomu fyrir

Á grundvelli þyngdarlögmálsins reiknar breski stjörnufræðingurinn Edmund Halley út að björt halastjarna komi reglubundið og spáir endurkomu hennar 1758 – honum skeikaði aðeins um eitt ár.

1950: Hollendingur stingur upp á duldu halastjörnuskýi

Hollenski stjörnufræðingurinn Jan Hendrik Oort setur fram þá kenningu að halastjörnur komi úr gríðarstóru skýi sem umlyki sólkerfið.

1994: Árekstur veldur 3.000 km háu sveppaskýi

Halastjarnan Shoemaker-Levy 9 rekst á Júpíter og springur í marga hluta áður en kílómetra stór brot falla niður á þessa risastóru plánetu.

2005: NASA nær skýrustu myndinni af halastjörnu

Eftir 431 milljón kílómetra ferð fer geimfarið Deep Impact fram hjá halastjörnunni Hartley-2 í aðeins 700 km fjarlægð og tekur bestu myndir af halastjörnu hingað til.

2017: Vindillaga loftsteinn vekur undrun

Vísindamenn uppgötva vindillaga hlut á ferð gegnum sólkerfið. Fyrirbrigðið fær nafnið Oumuamua og hin furðulega lögun vekur mikla undrun.

FRAMTÍÐIN

BNA, Evrópa og Kína leita svara áfram

Eftir að geimfarið Rosetta fann grunnefni lífs í formi amínósýru á halastjörnunni 67P hefur vísindamenn dreymt að rannsaka þessa „skítugu snjóbolta“ betur í leit að fleiri ummerkjum um upphaf lífs á jörðinni.

 

Halastjörnur eru upprunnar í árdaga sólkerfisins og þess vegna vona vísindamenn að rannsóknir á þessum djúpfrystu tímahylkjum geti veitt innsýn í hvernig sólkerfið leit út fyrir milljörðum ára.

 

Nýir sjónaukar og geimför eiga að grandskoða halastjörnur

Bandaríkjamenn hyggjast rannsaka halastjörnur úr fjarlægð með nýjum sjónauka en Kínverjar og Evrópumenn ætla að senda geimför alveg upp að þeim.

 

James Webb-sjónaukinn á að varpa nýju ljósi á sögu sólkerfisins

Fljótlega eftir geimskotið 2021 hóf stærsti geimsjónauki sögunnar, James Webb, athuganir á þremur mismunandi gerðum sjónauka með innrauðu ljósi sem er mannsauganu ósýnilegt. Vísindamenn vona að þetta veiti nýja innsýn í sögu sólkerfisins.

ESA leitar að nýjum halastjörnum

Ár 2028 ætlar evrópska geimferðastofnunin ESA að senda geimfarið Comet Interceptor 1,2 milljónir kílómetra út í sólkerfið til að skoða þá nýfundnar halastjörnur. Halastjörnur eru aðeins skamma hríð í innri hluta sólkerfisins og bera því í sér vel varðveitt efni frá bernsku sólkerfisins.

Kínverjar hyggjast rannsaka skrýtna halastjörnu

Árið 2024 hyggjast Kínverjar senda geimfar til halastjörnunnar 133P sem er í loftsteinabeltinu milli Mars og Júpíters.

Halastjarnan er merkileg þar eð hún er í loftsteinabeltinu en sendir frá sér lýsandi hala úr gasi og ryki eins og halastjörnur.

LESTU EINNIG

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

5

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is