Search

Hvaðan kemur ísinn í halastjörnunum?

Það er ís í halastjörnum, en hvað verður um hann þegar þær nálgast sólina?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Halastjörnum er gjarnan lýst sem skítugum íshnullungum. Í þeim er mikið af ís ásamt ýmsum öðrum efnum.

 

Halastjörnurnar mynduðust þegar sólkerfið varð til fyrir meira en 4,5 milljörðum ára og ísinn hlýtur því að hafa verið til staðar við myndun sólkerfisins.

 

Sólin og reikistjörnurnar mynduðust upphaflega úr risastóru skýi þar sem einkum var að finna vetni og helíum, en þó einnig mikið af vatni og fleiri efnum. Þetta er þekkt eftir athuganir á efnisskýjum milli stjarna í Vetrarbrautinni.

 

Vatn er tiltölulega einfalt efnasamband og því kannski ekki undarlegt að það sé að finna í þessum skýjum. Hitt kemur meira á óvart að þar skuli líka að finna flóknar, lífrænar sameindir.

 

Þegar skýið dró sig saman, myndaði það sólina og umhverfis hana mikla skífu úr ryki og gasi. Í þessari skífu dróst efni síðan saman og myndaði reikistjörnurnar. Yst í skífunni var nægilega kalt til að vatn þéttist í ís og það var þarna úti, allra lengst frá sólinni, sem halastjörnurnar urðu til.

 

Ástæða þess að halastjörnur skuli annað veifið sjást í grennd við okkur, er sú að brautir þeirra hafa á löngum tíma svignað vegna aðdráttarafls stóru reikistjarnanna utar í sólkerfinu.

 

En þegar halastjarna sveiflast inn í innri hluta sólkerfisins, nálgast hún smám saman endadægur sitt, þar eð hluti ískjarnans bráðnar í hvert sinn sem hún kemur nálægt sólinni. Uppgufunina sjáum við í formi hins áberandi hala, sem í er vatnsgufa og ryk. Á unga aldri fékk jörðin á sig fjölmargar halastjörnur og hugsanlega hafa höfin myndast úr því vatni sem þær báru hingað.

 

Það er líka mögulegt að halastjörnurnar hafi borið hingað þær lífrænu sameindir sem lögðu grunninn að lífi á jörðinni.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is