Tækni

Þrívíddarprentaðar bakteríur hreinsa vatn

Í Sviss hafa vísindamenn þróað nýtt prentefni með lifandi bakteríum. Úr efninu má prenta lítil, lífefnahreinsiver.

BIRT: 25/09/2023

Húðfrumur og pítsudeig hafa lengi verið notuð í þrívíddarprentun. Nú er röðin komin að bakteríum. Efnasérfræðingar hjá ETH tæknistofnuninni í Zürich hafa þróað lifandi prentefni, sem þeir nefna Flink.

 

Bakteríum og næringarefnum er blandað í vatnshlaup, sem notað er til að halda öllu saman.

 

Úr efninu má prenta hvaða þrívíddarlögun sem er og í hverri útprentun geta verið allt að fjórar bakteríutegundir og eiginleikarnir því afar mismundandi.

 

Í tilraun einni sýndu vísindamennirnir fram á tvenns konar möguleg not af efninu. Þeir prentuðu lítið net með bakteríum, sem geta brotið niður fenól, efni, sem m.a. er í eiturefnum sem ógnað geta ám og vötnum.

 

Það er reyndar þekkt aðferð að nota bakteríur til að brjóta niður fenól og fleiri mengandi efnasambönd, en því fylgja líka ákveðnir veikleikar. Það er erfitt að fylgjast með því hvar í vatninu bakteríurnar halda sig og bakteríurnar þurfa næringu, sem ekki er alltaf til staðar.

 

En með þessu nýja prentefni er hægt að setja endurnýtanlegt net í vatnið og bakteríurnar fá m.a.s. matarpakka með sér í vinnuna.

 

Vísindamennirnir prentuðu líka sérhæfðan plástur með bakteríum sem framleiða græðandi sellulósa. Í stað margra plástra, sem t.d. passa illa á olnboga eða höfuð, er nú hægt að prenta plástur í nákvæmlega réttu formi.

Þrívíddarprentað mót með bakteríum hreinsar olíu úr vatni. Hægt er að nota tæknina við olíuleka.

Þannig prentast bakteríurnar

Fyrst eru valdar réttar bakteríur.

 

1. Bakteríurnar fá næringu og fjölga sér í glasi.

 

2. Vatnsgeli er bætt við og prentefnið myndað.

 

3. Þrívíddarprentarinn prentar hið rétta form.

 

Sjáðu prentunina:

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANTJE GERD POULSEN

© MANUEL SCHAFFNER/PATRICK A. RÜHS

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.