Heilsa

Tilraunir til að hægja á öldrun

Sérstakt prótín virðist gegna mikilsverðu hlutverki varðandi öldrun. Vísindamönnum hefur tekist að lengja ævi músa með því að loka fyrir þetta prótín.

BIRT: 19/02/2025

Vísindamenn gefast ekki upp í viðleitni sinni til að komast að því hvers konar líferni sé heppilegast til að ná háum aldri.

 

En nú kemur í ljós að lykillinn að háum aldri leynist kannski í líkamanum.

 

Vísindamenn við Duke-NUS-háskólann í Singapore hafa rannsakað virkni vel þekkts prótíns, interleukin-11.

 

Þegar þeir prófuðu að loka fyrir virkni prótínsins kom í ljós að þá aðgerð kynni að mega nota bæði til að lengja ævina og auka á heilbrigði.

 

Þetta skrifa vísindamennirnir að minnsta kosti í fréttatilkynningu um rannsóknina, sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature.

 

Prótín orsök öldrunar

Fyrstu rannsóknir á prótíninu leiddu í ljós að í sumum líffærum fór magn þess hækkandi með aldrinum. Af því leiðir aukin fitusöfnun í lifur og kviðarholi ásamt því sem vöðvar rýrna.

 

Hvort tveggja segja vísindamennirnir dæmigert fyrir öldrun.

 

Þessar athuganir voru gerðar á músum og að þeim loknum voru mýsnar meðhöndlaðar með efni sem virkaði hamlandi á prótínið og það reyndist draga úr þeim skaðlegu breytingum sem almennt fylgja öldrun.

 

Efnið kallast anti-interleukin-11 og vísindamennirnir segja það stöðva ákveðna virkni sem vex með hækkandi aldri. Nánar tiltekið lengdi meðferðin líftíma músa af báðum kynjum um allt að 25%.

 

Meðferð með anti-interleukin-11 breytir hvítri fitu í brúna sem er sú gerð fitu sem brýtur niður fitusameindir, viðheldur líkamshita og brennir kaloríum, segja vísindamennirnir í fréttatilkynningu.

Bandarískir og kínverskir vísindamenn hafa reiknað út að tvær tegundir tilfinninga virðast auka öldrun hraðar en reykingar.

Heilbrigð elli

 

Vísindamennirnir gátu líka greint hvernig vöðvavirkni og almennt heilsufar fór batnandi hjá þeim músum sem fengu anti-interleukin-11.

 

Hliðstæð meðferð er nú þegar einnig notuð í klínískum rannsóknum sem eiga að leiða í ljós möguleg áhrif á lungnakrabba að sögn vísindamannanna.

 

Þeir binda nú vonir við að rannsóknirnar geti bætt verulega við þekkingu manna og með tíð og tíma kannski nýst eldra fólki til að komast hjá sjúkdómum og verða heilbrigðari í ellinni – einkum í þeim samfélögum þar sem lífaldur fer nú mjög hækkandi.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© CameraCraft /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is