Listi okkar yfir 10 fáránlegustu stríð sögunnar.
10. 335 ára stríðið (1651 – 1986)
Mínus: Stríðið stóð opinberlega yfir í mörg hundruð ár, þar sem friðarsamkomulag var fyrst undirritað árið 1986.
Plús: Ekki einu einasta skoti var hleypt af í stríðinu milli Hollendinga og hinna bresku Scilly-eyja.
9. Fótboltastríðið (1969 – 1980)
Mínus: Uppsöfnuð spenna milli El Salvador og Honduras braust út í stríði eftir landsleik í fótbolta milli þjóðanna.
Plús: Vopnuð átök í þessu 11 ára langa stríði stóðu einungis í fjóra daga.
8. Stríðið við Aroostook (1838 – 1839)
Mínus: Bjánalegt stríð sem braust út milli Breta og Bandaríkjamanna vegna ágreinings um skógarhögg.
Plús: Inngrip diplómata komu í veg fyrir að skoti væri hleypt af.
7. Stríð Paraguay (1864 – 1870)
Mínus: Sagt er að stríð þessi hafi byrjað vegna þess að forseti Paraguay vildi láta reyna á hernaðarsnilli sína.
Plús: Þrátt fyrir ósigur gegn Uruguay, Argentínu og Brasilíu var Paraguay leyft að vera áfram samt land.
6. 1812 – stríðið (1812 – 1815)
Mínus: Orsök stríðsins fólst í viðskiptaþvingunum Breta, sem var þó hætt tveimur dögum áður en stríð braust út. Bandaríkjamenn fréttu það hins vegar of seint.
Plús: 3.000 .þrælar sluppu við þrældóm í stríðinu.
5. Stríðið um villuráfandi hund (1925)
Mínus: Grikki nokkur vildi sækja hund sinn yfir landmærin – og stríð braust út.
Plús: Skjótar samningaviðræður milli Grikkands og Búlgaríu stöðvuðu stríðið eftir að einungis 50 hermenn höfðu látið lífið.
4. Stríðið um eikarfötuna (1325)
Mínus: Bologna lýsti yfir stríði á hendur Modena, þar sem hermenn borgríkisins höfðu stolið eikafötu.
Plús: Eikarfatan, sem endaði með því að kosta um 2.000 mannslíf, er varðveitt.
3. Bresk –Zanzibaríska stríðið (1896)
Mínus: Heiftarleg stórskotahríð Breta eyðilagði fagra höll, kvennabúr og vita í Zanzibar.
Plús: Bardaginn um veldisstól súltansins milli Breta og frænda hins látna súltans stóð einungis í 38 mínútur.
2. Stríðið um gullna hásætið (1900)
Mínus: Stríðið byrjaði þegar breskur liðsforingi krafðist þess að setjsta í heilagt afrískt hásæti.
Plús: Ashanti – ríkið í V-Afríku hélt í raun sjálfstæði sínu þrátt fyrir ósigurinn gegn Bretum.