Menning og saga

100 ára stríðið – Hinn endanlegi ósigur riddaranna

Og nú ruddust Englendingarnir stöðugt lengra inn í raðir þeirra (Frakka) og brutu upp skörð í fremstu tvær sveitirnar á mörgum stöðum. Þeir börðu hatrammlega á báðar hendur og sýndu enga miskunn. Hestasveinar hjálpuðu sumum Frakkanna á fætur og leiddu þá út úr orrustunni, því Englendingarnir hugsuðu um það eitt að drepa og taka fanga, en veittu engum eftirför. Þegar baksveitin sem enn var á hestbaki, sá hver urðu örlög fremri sveitanna tveggja, snerist hún á hæli og flýði...

BIRT: 04/11/2014

Þannig lýsir franski riddarinn Jehan de Wawrin orrustunni við Azincourt þann 25. október 1425. Hér náði hámarki sú þróun í hernaði sem að lokum gekk af riddaramennskunni dauðri og sendi um leið öll heiðurstákn riddaratímans á vit gleymskunnar.

 

Englendingum og Frökkum hafði lostið saman þegar árið 1337 og þetta stríð varð hið lengsta sem enn hefur orðið í sögunni. Í 116 ár ríkti stríðsástand milli þessara tveggja miðaldastórvelda og meðan á því stóð urðu riddarar og aðrir stríðsmenn af aðalsættum smám saman að víkja fyrir óbreyttum almúgahermönnum.

 

Stríð snerist ekki lengur um heiður og virðingu á orrustuvellinum. Sigurinn varð aðalatriðið og ekki skipti lengur neinu máli hve margir létu lífið á vígvellinum.

 

Þegar 100 ára stríðið braust út voru Frakkar vel þekktir fyrir her sinn, sem einkum byggðist á brynvörðum riddararasveitum.

 

Þessi her var talinn nánast ósigrandi en það átti eftir að breytast. Í orrustunni við Crécy í Norður-Frakklandi árið 1346 beið franski riddaraherinn niðurlægjandi ósigur fyrir mun fámennari her Englendinga. Við fyrstu sýn virtist sem þessir 12.000 Englendingar ættu engar sigurlíkur á þrefalt fjölmennari her Frakka. En enski konungurinn Játvarður 3. hafði tekið í notkun nýtt vopn sem átti eftir að gjörbreyta aðstæðunum.

 

Enskt örvaregn tryggir sigur

 

Þegar orrustan hófst létu 7.000 enskar langbogaskyttur örvum sínum rigna yfir Frakkana sem geystust fram í áhlaup. Langbogarnir voru svo öflugir að örvarnar brutust auðveldlega í gegnum skildi, brynjur og hjálma og ollu banvænum sárum. Þetta var í fyrsta sinn sem Englendingar beittu slíkri fjöldaskothríð og á fimm mínútum rigndi meira en 30.000 örvum yfir frönsku riddarana.

 

Í samanburði við örvaregn Englendinganna voru frönsku lásbogaskytturnar nánast óvirkar, enda gat vön bogaskytta skotið þrefalt fleiri örvum á mínútu en lásbogaskytta.

 

Franska riddaraliðið lét örvaregnið ekki á sig fá og þeysti í átt að breska fótgönguliðinu til að ríða það niður. Andspænis vel þjálfuðum og vel búnum frönskum riddarasveitum hefði mátt ætla að ensku fótgönguliðarnir mættu sín lítils.

 

En Englendingar bjuggu yfir góðu varnarvopni úr járn sem kastað var fyrir fætur andstæðinganna og sneri ávallt járnbroddum upp, sama hvernig það lenti.

 

Járbroddarnir stungust upp í hófa hestanna og í iljar frönsku fótgönguliðanna þar sem þeir hlupu fram til árásar. Sjálfir biðu Englendingarnir rólegir átekta. Franska riddaraliðið reyndi hvað eftir annað árangurslaust að brjóta upp fylkingar Englendinga, en þeir stóðu fastir fyrir.

 

Án árangurs reyndu Frakkar að brjóta sér leið gegnum varnarlínur Englendinga en að lokum leystust árásirnar upp. Sú upplausn sem fylgdi í kjölfarið veitti Englendingum kjörið tækifæri til að ganga milli bols og höfuðs á frönsku riddurunum.

 

Þegar kyrrð færðist að lokum yfir orrustuvöllinn höfðu enskar langbogaskyttur og fótgöngulið borið sigurorð af hinu fræga, franska riddaraliði.

 

Milli fimm og tíu þúsund Frakkar lágu í valnum en Englendingar misstu aðeins fáein hundruð. Stolt Frakka hafði lotið í lægra haldi fyrir enskum bændum og handverksmönnum.

 

Alþýðan berst ekki fyrir heiður

 

Þessi óvænti ósigur markaði upphafið að endalokum hinnar göfugu riddaramennsku.

 

Í orrustu riðu riddarar hvor gegn öðrum og beittu vopnum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þeir áttu á hættu að særast eða vera teknir til fanga en fáir biðu bana þegar riddarar börðust innbyrðis.

 

Ástæðan var einnig sú að riddararnir voru aðalsmenn og af æðstu stigum samfélagsins. Það var því ábatasamara að taka riddara til fanga en að drepa hann. Að orrustu lokinni var jafnvel samið um gjald fyrir þá andstæðinga sem teknir höfðu verið til fanga og það gat þannig verið mikill gróðavegur að taka stríðsfanga.

 

Heiðursreglur riddaranna giltu jafnt í stríði og friði.

 

Riddaramennskan var lífsstíll og þeim bar að vernda konur, börn og fátæklinga. Þeim bar líka skylda til að þjóna konungi sínum og föðurlandi. Þeir skyldu vera guðhræddir og hraustir bæði í orðum og athöfnum og í orrustum bar þeim að berjast samkvæmt heiðursreglum og sýna andstæðingum sínum virðingu.

 

Það var þannig óhugsandi að riddari gæti ráðist að óvopnuðum andstæðingi eða aftan að einhverjum. Riddari gat jafnvel ekki lyft vopni gegn neinum sem ekki var honum samboðinn andstæðingur.

 

Tíu árum eftir hinn niðurlægjandi ósigur við Crécy mundu Frakkar enn vel eftir hinum lífshættulegu ensku langbogum, þegar herirnir tveir stóðu nú aftur andspænis hvor öðrum, að þessu sinni við Poitiers. Nú átti heil herdeild sérvalinna riddara ásamt herdeild fótgönguliða sem vopnaðir voru löngum spjótum að ráðast beint á langbogaskytturnar og gera þær óskaðlegar.

 

En þessi áætlun brást einnig. Englendingum tókst að egna franska herinn til ósamræmdra árása og í hvert sinn sem franskir hermenn komu í skotfæri dundi á þeim enskt örvaregn. Að þessu sinni voru frönsku riddararnir betur undirbúnir en hvorki hestar þeirra né spjótliðarnir voru varðir fyrir örvum Englendinganna og aftur beið franska riddararliðið niðurlægjandi ósigur.

 

En þótt orrustur væru ekki lengur háðar af aðalsmönnum á hestbaki var enn rúm fyrir riddara í hernum. Þeir voru þó ekki lengur það afl sem úrslitum réði og urðu að viðurkenna að ekki þýddi lengur að fara á hestbaki í orrustu.

 

Þess í stað urðu þeir um sinn að eins konar lúxusfótgönguliðum. Það var ekki fyrr en á 15. öld, þegar mönnum tókst að brynverja hestana sjálfa, sem riddararnir gátu aftur stigið á bak.

 

Ensku langbogarnir og aukin notkun fótgönguliðs þar sem hermennirnir komu úr röðum lægri stétta, urðu til þess að orrustur urðu mun blóðugri og miskunnarlausari en áður hafði verið. Fjöldi fallinna í orrustum óx mjög á þessum tímum af þeirri einföldu ástæðu að ekki borgaði sig að taka bændur eða handverksmenn til fanga.

 

Þeir voru hvort eð var ekki borgunarmenn fyrir neinu lausnargjaldi. Þess í stað voru menn nú brytjaðir niður án nokkurrar miskunnar. Hinir nýju hermenn úr alþýðustétt voru heldur ekki bundnir af neinum heiðursreglum riddaramennskunnar. Alþýðumenn börðust til að lifa af sjálfir, ekki til að vinna sér heiður á vígvellinum.

 

Bogaskyttur og fótgönguliðar voru yfirleitt sóttir til lágstéttanna. Þessir menn voru ódýrari í rekstri en riddarar og fjöldinn vóg upp á móti takmarkaðri bardagareynslu. Englendingar urðu fyrstir til þess af stórveldum miðalda að nýta sér þennan möguleika til að heyja stríð af fyllstu hörku.

 

Frakkar reyndu á móti að forðast að mæta Englendingum í beinum orrustum þar sem þeir áttu enga möguleika á sigri. Smám saman lærðu Frakkar þó að nota fótgönguliða en þeim lærðist aldrei að nýta sér til fullnustu hið öfluga vopn sem langboginn var á þessum tíma. Boginn einn var nefnilega ekki nóg.

 

Til að verða góð bogaskytta þurftu drengir að hefja þjálfun, strax við 6 – 7 ára aldur. Aðeins með mikilli þjálfun gátu menn nýtt að fullu kraft, langdrægni og hraða langbogans.

 

Langbogarnir ósnertanlegir

Það áttu eftir að líða næstum 50 ár þar til ensku fótgönguliðarnir og langbogaskytturnar sýndu aftur yfirburði sína í hefðbundinni orrustu gegn franska hernum.

 

Og á þessum tíma tók annað hernaðartæki smám saman að vinna sér sess. Hægt og hægt tóku fallbyssur að þróast en þegar Frakkar og Englendingar börðust við Azincourt árið 1415 komu frönsku fallbyssurnar tvær ekki að miklum notum.

 

Aðeins var skotið af þeim einu sinni og þær gerðu meiri skaða en gagn, þar eð það voru einkum franskir hermenn í framrás sem urðu fyrir kúlunum. Fyrir orrustuna sjálfa hafði enski konungurinn, Hinrik 5. farið báli og brandi um franskt land.

 

Herförin hafði bitnað harkalega á hermönnum hans og það var því þreyttur her og hrjáður af sjúkdómum sem snemma morguns þann 25. október stillti sér upp til að mæta franska hernum.

 

Herirnir tveir tóku sér stöðu á akri milli Azincourt og Tramecourt. Eins og venjulega var riddaraliðið stór hluti franska hersins en í enska hernum voru aftur á móti langbogaskyttur og fótgönguliðar.

 

Englendingar höfðu betri vígstöðu þar eð skógurinn, sem stóð beggja vegna akursins, þéttist saman þar sem þeir voru. Englendingar áttu því létt með að sækja fram en Frakkar þurftu að fara í gegnum eins konar flöskuháls til að gera árás.

 

Frakkar vissu líka af biturri reynslu eftir orrusturnar við Crécy og Poitiers að þeim stóð mikil ógn af ensku langbogaskyttunum.

 

Frakkar voru því farnir að höggva tvo fingur af enskum bogaskyttum sem þeir tóku til fanga, til að tryggja að þeir gætu aldrei framar skotið af boga móti frönskum her.

 

Sagan segir að þegar herirnir tveir stóðu andspænis hvor öðrum við Azincourt, hafi ensku bogaskytturnar haldið tveim fingrum á loft og myndað með þeim V til að Frakkar sæju að þeir væru baradagafærir.

 

Frakkar sendu tvær sveitir riddaraliðs fram vængina til árásar á ensku bogaskytturnar og til að vernda framrás aðalhersins. En ensku bogaskytturnar stóðu í traustu vari bak við oddhvassa tréstaura.

 

Ef riddarinn hafði ekki þegar fallið fyrir enskri ör, hljóp hesturinn beint á stauroddana. Bogaskytturnar urðu sem sé ekki stöðvaðar og enn einu sinni varð meginher Frakka að sækja fram gegnum örvahríðina áður en hann náði fram til enska fótgönguliðsins.

 

En það var ekki margt sem gekk Frökkum í hag þennan dag. Akurinn sem aðskildi herina tvo var orðinn að einu samfelldu leirsvaði eftir rigningu um nóttina. Skógur var til beggja hliða og bilið milli skógsvæðanna mjókkaði þeim megin sem Englendingar voru og gerði Frökkum þannig erfitt fyrir að halda her sínum í réttri línu. Bæði fótgönguliðar og riddarar yst í röðunum lentu á eftir og náðu aldrei alla leið til Englendinganna og sumir tróðust undir samlöndum sínum sem þustu fram, ákafir að komast í færi við óvinina.

 

Eftir því sem á orrustuna leið, varð leirsvaðið gljúpara og þungar brynjur Frakka drógu þá niður og þeir sukku æ dýpra í eðjuna. Sjónarvottar hafa sagt frá því hvernig fremstu raðir Frakka, sem fallið höfðu í valinn, lágu í eðjunni og mynduðu eins konar varnarmúr framan við ensku hermennina sem auðveldlega gátu slátrað hverjum þeim sem klifraði yfir. En Englendingar tóku líka marga fanga, einkum aðalsmenn, enda var hægt að fá fyrir þá gott lausnargjald.

 

Þegar Frakkar sáu hver örlög biðu þeirra frammi við víglínuna, fylltust þeir örvæntingu og flúðu. Englendingar töldu sér sigurinn vísan, en þá virtist skyndilega sem leifarnar af franska hernum væru að raða sér upp til árásar á nýjan leik.

 

Þetta varð til þess að enski konungurinn skipaði svo fyrir að allir fangar skyldu teknir af lífi. Þótt skipuninni væri ekki framfylgt umyrðalaust, hlýddi þó ein hersveit að lokum og tók af lífi þá frönsku aðalsmenn sem teknir höfðu verið til fanga.

 

Slátrun fanganna var skýrt merki þess að heiðursreglur riddaranna væru ekki lengur hátt skrifaðar – jafnvel ekki þótt aðalsmenn væru annars vegar.

 

Enski konungurinn kann þó að hafa álitið þessa ráðstöfun nauðsynlega til að koma í veg fyrir að fangarnir reyndu að flýja og sameinast löndum sínum á ný í bardaganum. En ný árás var ekki gerð. Frakkar höfðu enn einu sinni verið sigraðir.

 

 
 

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Lifandi Saga

Að sjá fangana var áfall: Hermenn grétu

Lifandi Saga

Að sjá fangana var áfall: Hermenn grétu

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Maðurinn

3 ókostir við greind

6

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

6

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvenær voru fóstureyðingar gerðar frjálsar í Bandaríkjunum?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Á sjónvarpsskjánum leysti Raymond Burr hvert sakamálið á fætur öðru – í raunveruleikanum leyndi hann hins vegar sannleikanum um sjálfan sig.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.