1. Ilet a Brouee
125.000 íbúar á km2.
Það búa ríflega 500 manns í 83 húsum á Ilet a Brouee í Karíbahafi og þar eð þessi sandeyja undan suðurströnd Haiti er aðeins 4.000 fermetrar er hún þéttbýlasta eyja heims. Eyjan er svo lág – og í þjóðbraut fellibylja – að íbúarnir þurfa oft að flýja til annarra eyja.
2. Santa Cruz del Islote
102.000 íbúar á km2.
Eyjaklasinn Archipelago de San Bernardo undan strönd Kólumbíu er níu kóralrif ásamt manngerðu eyjunni Santa Cruz del Islote. Eyjan er 200 m löng og 120 m á breidd en þar búa samt 1.250 manns.
3. Bonacca
83.000 íbúar á km2.
Bonacca er þekkt sem Feneyjar Hondúras, vegna margra díkja og er í rauninni sandhaugur ofan á kóralrifi, rétt hjá dálítið stærri eyju, Guanaja. Frumbyggjar á Bonacca kynntu kakóbaunir fyrir Kristófer Kólumbus 1502.
4. Ap Lei Chau
66.755 íbúar á km2.
Ap Lei Chau eða Aberdeeyja telst hluti Hong Kong. Þétt háhýsabyggð lyftir íbúafjöldanum á þessari 1,3 ferkílómetraeyju yfir 85.000. Lögun eyjarinnar fékk henni þetta nafn sem eiginlega þýðir Andatungueyja.
5. Migingo-eyja
65.500 íbúar á km2.
Migingo-eyja er ekki úti í sjó, heldur í Viktoríuvatni í Afríku. Hún er aðeins um 2.000 fermetrar og á landamærum Kenya og Úganda, þar sem ráðamenn koma sér ekki saman um eignarhaldið. Á eyjunni búa meira 130 fiskimenn.