Heilsa

Víðtæk rannsókn: Súkkulaði getur hugsanlega dregið úr hættunni á algengum sjúkdómi

Vísindamenn hafa skoðað upplýsingar um hartnær 200.000 einstaklinga og komist að raun um að súkkulaðiát einu sinni í viku geti haft veruleg áhrif á líðan okkar.

BIRT: 15/12/2024

Súkkulaði virðist ekki beinlínis vera líklegt til að koma í veg fyrir veikindi.

 

Þessi vinsæla fæðutegund skiptir á hinn bóginn sköpum í nýrri rannsókn sem vísindamenn við lýðheilsudeild Harvard-háskóla stóðu fyrir.

 

Niðurstöður rannsóknar þessarar sýna nefnilega að súkkulaði kann að hafa fyrirbyggjandi áhrif á einn algengasta langvinna sjúkdóminn í dag og vísindamenn upplýsa á afar nákvæman hátt hversu mikið magn af þessu stökka, sæta nautnaefni er þörf fyrir.

 

Með þessu er átt við að súkkulaði virðist geta minnkað hættuna á að þróa með sér sykursýki 2, segja vísindamennirnir.

 

Milljónir þjást af sykursýki 2

Um 850 milljón manns um allan heim þjást af sykursýki 2.

 

Sjúkdómurinn er langvinnur og getur leitt til annarra hættulegra kvilla á borð við hjarta- og nýrnasjúkdóma.

 

Eitt algengasta ráðið gegn sykursýki 2 felst í hreyfingu og heilnæmri fæðu.

 

Liður í rannsókn vísindamannanna fólst í skoðun gagna alls 192.208 einstaklinga sem svarað höfðu spurningalista um fæðuinntöku sína fjórða hvert ár.

 

Með hliðsjón af svörunum tókst vísindamönnunum að finna tengsl á milli aukinnar súkkulaðineyslu annars vegar og algengi sykursýki 2 hins vegar.

 

Súkkulaðitegund skipti ekki máli

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þeim sem neyttu meira en fimm súkkulaðiskammta á viku sem hver um sig vó 28 grömm, var 10% síður hætt við að þróa með sér sykursýki 2 en ella. Engu máli skipti hvaða tegund af súkkulaði um var að ræða.

Nýlegar rannsóknir sýna að áhættan við að borða mikið unninn mat getur verið mun meiri en flestir hafa haldið hingað til.

Þeir einstaklingar sem borðuðu fimm skammta af dökku súkkulaði á viku og ekki borðuðu ljóst súkkulaði, voru í 21% minni hættu á að þróa með sér sykursýki 2 en ella, tilgreindu vísindamennirnir í rannsókninni.

 

Dökkt súkkulaði var í rannsókninni skilgreint sem súkkulaði sem innihélt á bilinu 50 til 80 prósent af kakói.

 

Þá kom enn fremur í ljós að hættan á sykursýki 2 minnkaði um þrjú prósentustig fyrir hvern 28 gramma skammt af dökku súkkulaði sem neytt var.

 

Kann að innihalda gagnleg efni

Súkkulaði hefur að geyma tiltekin efni sem vísindamenn telja að geti haft þessi gagnlegu áhrif á sykursýki.

 

Dökkt súkkulaði er greinilega með mesta magnið af þessum vænlegu efnum, skrifa vísindamennirnir.

 

Þeir leggja engu að síður áherslu á að framkvæma þurfi fleiri rannsóknir áður en hægt verði að staðhæfa neitt um fyrirbyggjandi eiginleika súkkulaðis og hægt verði að sannreyna þessi tengsl.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu BMJ.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© PeopleImages.com - Yuri A /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.