Heilsa

Vinsælt megrunarlyf ef til vill í morgunmatnum þínum

En frá náttúrunnar hendi, er ekki lyfseðilskylt og hefur engar aukaverkanir.

BIRT: 18/08/2024

Borðar þú haframjöl á morgnana? Þá skaltu halda því áfram. Það er ekki aðeins fljótleg og ódýr leið að bættri heilsu, heldur inniheldur haframjölið sérstaka tegund trefja með mjög eftirsóknarverðan eiginleika: hún leiðir til þyngdartaps.

 

Til eru margar mismunandi gerðir af trefjum í matvælum, en eina tegundina hafa vísindamenn frá háskólanum í Arizona í Bandaríkjunum og háskólanum í Vínarborg haft undir smásjánni í tengslum við rannsóknir sem birtar hafa verið í The Journal of Nutrition.

 

Rannsókn þeirra, sem var gerð á músum, leiðir í ljós að þessi náttúrulega tegund trefja hjálpar til við að auka losun ákveðinna peptíða í þörmum eins og GLP-1 (glúkagonlíkt peptíð-1).

 

GLP-1 virkar með því að örva insúlínseytingu líkamans og gefur auk þess aukna mettunartilfinningu. Það er einmitt þessi áhrif sem næst með lyfseðilsskyldum þyngdartapslyfjum eins og semaglútíð (Ozempic, Wegovy).

 

Örvar GLP-1 líkt og lyf

Betaglúkan og semaglútíð hafa sömu örvandi áhrif á GLP-1 peptíðin, en þar sem náttúrulegt GLP-1 brotnar hratt niður í þörmum er hið tilbúna semaglútíð hannað til að endast lengur og hafa áhrif á heilann.

Hvað er GLP-1?

GLP-1 (glúkagonlíkt peptíð-1) er þarmahormón sem virkar með því að örva losun insúlíns á sama tíma og hindra losun glúkagons. Glúkagon er hormón sem, eins og insúlín, er framleitt í brisi en hefur öfug áhrif miðað við insúlín. GLP-1 seinkar einnig frásogi glúkósa úr þörmum, sem lækkar blóðsykursgildi.

 

Þegar þarmabakteríur komast í návígi við trefjar verða breytingar á umbrotsefnum. Þetta á einkum við um umbrotsefni sem kallast bútýrat, sem, auk þess að losa GLP1, er mikilvægt fyrir innra þekjufrumulag þarma.

 

„Hluti af ávinningnum að borða trefjar er tengdur losun GLP-1 og annarra peptíða, sem stjórna matarlyst og líkamsþyngd. En við teljum að það sé ekki einu áhrifin. Við teljum að bútýrat geti haft áhrif sem tengjast ekki peptíðum, til dæmis að styrkja þarmahindranir og haft áhrif á önnur líffæri eins og lifur,“ segir forsvarsmaður rannsóknarinnar, Frank Duca lektor við háskólann í Arisóna, í fréttatilkynningu sem birt er á heimasíðu háskólans.

Megrun getur tvöfaldað hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og háu kólesteróli, samkvæmt rannsókn.

Vísindamennirnir gátu einnig séð í rannsókn sinni að glúkósamagn og insúlínnæmi músanna sem höfðu fengið betaglúkan var mun betra samanborið við mýsnar sem fengu aðrar trefjategundir. Þegar vísindamennirnir skoðuðu þetta betur sáu þeir að betaglúkan hafði í för með sér jákvæða breytingu á bæði þarmaflórunni og umbrotsefnum, sem talið er að sé hluti af skýringunni á því hvers vegna trefjar leiða til þyngdartaps.

 

Vísindamennirnir vonast til að geta rannsakað betur og þróað eins konar „hönnuðatrefjar“ með aukinni getu til að auka losun líkamans á bútýrat í tengslum við meltingarferlið.

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.