Heilsa

Vísindamenn: Hér eru þrír óhreinustu líkamshlutarnir sem margir gleyma að þrífa í sturtunni

Bakteríur safnast fyrir á þremur svæðum líkamans því við gleymum þeim oftast í sturtunni.

BIRT: 01/01/2024

Þegar við þvoum líkamann losum við okkur við óhreinindi, lykt og dauðar húðfrumur sem hafa safnast fyrir á húðinni yfir daginn. 

 

Sturtan tryggir líka að örverur eins og skaðlegar bakteríur, veirur og sveppir setjist ekki á húðina. 

 

Allavega ef þú þværð þér almennilega. 

 

Nú hefur rannsókn sýnt fram á að margir hafa tilhneigingu til að gleyma þremur svæðum á líkamanum sem óæskilegar örverur geta auðveldlega komið sér fyrir. 

 

Slæmar bakteríur setjast að 

Vísindamenn frá George Washington háskólanum söfnuðu 129 DNA sýnum frá aðgengilegum svæðum á líkama þátttakenda, t.a.m. handleggjum – og eins sýnum frá svæðum sem erfiðara er að komast að – svæðum sem oft gleymast.  

 

Niðurstöðurnar sýndu að fjölbreytileiki örvera á handleggjum var mun meiri en var á bak við eyru einstaklinganna, milli tánna og í nafla.

 

Þessi þrjú svæði innihalda aðrar tegundir baktería en aðgengilegri svæði líkamans vegna þess að við vanrækjum að þvo þau.

 

„Þurrari húðsvæði, til dæmis á handleggjum og kálfum voru ríkari af mismunandi örverum en fitusvæðin fyrir aftan eyrun og rök svæði í nafla og á milli tánna,“ segir Keith Crandall, prófessor í líftölfræði og lífupplýsingafræði við George Washington háskóla og aðalhöfundur rannsóknarinnar í yfirlýsingu.

 

Auðvelt er að gleyma þessum krókum og kimum og þegar skaðlegar örverur finna góð lífsskilyrði geta þær breytt jafnvægi húðarinnar.

 

„Slíkt ójafnvægi getur leitt til húðsjúkdóma eins og exems eða unglingabóla og vondri lykt frá ákveðnum líkamshlutum,“ segir í rannsókninni.

 

Áminning fyrir næstu sturtu

Svitakirtlar eru fyrir aftan eyrun og þegar bakteríur og sviti blandast getur myndast lykt.

Þó mest af vatni og sápu úr sturtunni renni líklega yfir fætur og tær áður en það fer í niðurfallið hreinsast ekki nægilega vel á milli tánna. Húðin á milli tánna framleiðir ekki mikla olíu og eins hafa fætur okkar tilhneigingu til að svitna mikið. 

 

Naflinn er rakur og hefur margar húðfellingar sem skapar kjörið umhverfi fyrir dauðar húðfrumur svita, bakteríur og sveppi. Það ætti að vera nóg að þrífa naflann annan hvern dag, að mati vísindamanna. 

 

Enga sérstaka aðferð eða sápu þarf til að þvo þessa staði: Það mikilvægasta er bara að þú að þrífir þessi svæði.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.