Eldri siðmenningar og fornleifafræði
Áhugamaður finnur risasjóð
5 kg af gulli og 1,3 kg af silfri. Þetta er magn eðalmálma í fornum fjársjóði sem nýlega fannst í héraðinu Staffordshire á Englandi. Þetta er einn stærsti fjársjóður sem fundist hefur á Bretlandseyjum. Hér eru m.a. gullgripir með áletrunum og inngreyptum eðalsteinum, trúlega frá 7. eða 8. öld. Gripirnir eru alls fleiri en 1.500 og flestir tilheyra vopnum eða...
Stór gullsjóður fannst í ensku akurlendi
Fyrir 2.000 árum var krukka með 825 afar verðmætum gullpeningum grafin í jörðu í suðausturhluta Suffolk á Englandi. Þar hefur fjársjóðurinn legið allt þar til hann fannst nýlega með málmleitartæki. Icenar bjuggu þá á þessum slóðum, en hvort ætlunin var að fela fjársjóðinn fyrir aðsteðjandi óvinum eða hann var hugsaður sem fórnargjöf er nú ómögulegt að segja til um.
Víkingar í litklæðum
Klæði víkinga voru litríkari en talið hefur verið. Þetta segir nú sænski fornleifafræðingurinn Annika Larsson. Rannsóknir á fatnaði, m.a. frá Svíþjóð og Rússlandi, sýna að einkum karlmenn hafa verið hrifnir af sterkum litum, breiðum silkiborðum og litlum ísaumuðum speglum. Kenningin er sú að víkingarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá Austur-Evrópu og til þeirra borist efni frá silkileiðinni svonefndu, en eftir henni...
Egypskt musteri vígt kattagyðju
Egypskir fornleifafræðingar hafa grafið upp rústir musteris sem reist var til heiðurs Bereníku 2. sem var drottning 246-222 f.Kr. Musterið er í hafnarborginni Alexandríu og þar hafa vísindamennirnir fundið 600 styttur og lágmyndir. Margar myndanna sýna kattagyðjuna Bastet og það bendir til að musterið hafi verið helgað dýrkun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem í Alexandríu finnst musteri þar...
Líkum bætt í fjölnota gröf
Í Þýskalandi er nú verið leggja nýja járnbraut milli Erfurt-Halle og Leipzig – þýskum fornleifafræðingum til mikillar ánægju. Þeir fá nefnilega að rannsaka landið áður en vinnuvélunum er hleypt að. Afraksturinn er þegar kominn upp í 55.000 muni sem fundist hafa á alls 75 hekturum.Fornleifafræðingarnir hafa fundið 8 grafir frá tímum svonefndrar Aunjetitz-menningar (um 2200-1600 f.Kr.), sem fræg er fyrir...
Nýr skanni afhjúpar líf múmíunnar
„Þegar ég var í þann veginn að yfirgefa Luxor, sendi Mohammed gamli Mohasseb mér boð um að hann vildi sýna mér eitthvað. Eftir talsvert þras og leynimakk sýndi hann mér á endanum undursamlega litskreytta múmíukistu.“ Þetta skrifaði bandaríski fornleifafræðingurinn James Henry Breasted í bréfi til konu sinnar þann 25. janúar 1920. Honum tókst að prútta verðið niður í 320 pund...
Ósnortin gröf opnuð eftir 2.600 ár
Fornleifafræðingar finna grafhýsi með 30 múmíum nálægt Kaíró
Dagatal
M | Þ | M | F | F | L | S |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Valmynd
Um okkur
- Klapparstígur 25
- 101 Reykjavík
- Sími: 570-8300
- Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
- lifandi@visindi.is
Áskrift
Hægt er að ganga frá áskrift með því að smella hér.
Ef erindið er að segja upp áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is