1. Félagslega tilgátan: Grátur varar umhverfið við
Þau tár sem falla þegar við erum sorgmædd innihalda meira prótein en tárin sem stöðugt þekja og hreinsa augu okkar. Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að próteinmagnið breyti áferð táranna með þeim afleiðingum að sorgartár renni hægar niður kinnarnar og að fleiri komi fyrir vikið auga á þau og geri sér grein fyrir að við höfum þörf fyrir athygli.
2. Nýja tilgátan: Grátur er aðferð líkamans til að bæla streitu
Svokölluð tilfinningatár fela í sér verkjastillandi, róandi efni sem kallast enkefalín. Fyrir bragðið er ein viðurkenndasta kenningin sú að þróunarfræðilegur ávinningur grátsins sé að losa líkamann við streitu.
3. Sérkennilega tilgátan: Grátur stafar frá þeim tíma er við lifðum í vatni
Á sjöunda áratug 20. aldar kunngjörði enskur sjávarlíffræðingur þá tilgátu sína að maðurinn ætti rætur að rekja til apa sem lifað hefði í vatni. Þess vegna trúði fólk því árum saman að tárin væru arfleifð frá forfeðrum okkar.