Heilsa

Rannsókn: Svona er best að róa niður grátandi hvítvoðunga

Allir foreldrar kannast við andvökunætur sem tengjast ungbarnagráti. Nú væri ráð að reyna þessar einföldu aðferðir.

BIRT: 14/10/2022

Baugar undir augunum eru ekki sjaldséð sjón hjá foreldrum ungra barna sem haldið hafa fyrir foreldrunum vöku heilu og hálfu næturnar. Alls kyns ráðum er beitt í örvæntingarfullri tilraun til að svæfa smáfólkið. Nú hefur ítalskt-bandarískt rannsóknarverkefni hins vegar leitt í ljós hvaða aðferð gefur besta raun.

 

Ef marka má þessa nýlegu rannsókn sem birtist í tímaritinu Current Biology, gefur eftirfarandi aðferð besta raun þegar ætlunin er að sefa barnið:

 

Takið barnið í fangið í fimm mínútur og gangið hægt og rólega um gólf í herberginu án þess að staðnæmast né skipta skyndilega um stefnu. Gætið þess að standa ekki kyrr. Síðan skyldi setjast niður og halda áfram á barninu í fimm til átta mínútur til viðbótar. Að því loknu ætti barnið að hafa róast og þá er unnt að leggja það frá sér.

 

Ólíkar aðferðir

Vísindamenn hafa komist að raun um ákjósanlegustu aðferðina við að svæfa börn, eftir að hafa lagt stund á hinar ýmsu aðferðir við að sefa grátandi börn. Tekin voru upp myndbrot af mismunandi aðstæðum sem sýndu foreldra halda börnum þéttingsfast að sér, ganga um gólf með þau, vagga þeim varlega í kerru eða einfaldlega að leggja þau frá sér. Með hliðsjón af þessum upptökum tókst vísindamönnunum síðan að álykta hvaða aðferð gæfi bestu raunina.

 

„Ákafur ungbarnagrátur, einkum um miðja nótt, er helsta ástæða foreldrastreitu. Sú aðferð sem helst er mælt með tekur á að giska fimmtán mínútur og hún er án efa sú sem foreldrar ættu að reyna að temja sér áður en þeir fara að velta fyrir sér hvort eitthvað ami að barninu,“ segir Kumi Kuroda, læknir við Riken heilavísindadeildina í Saitama í Japan.

 

Öll kornabörnin hættu að gráta

Aðferðin var reynd á 32 kornabörnum frá fæðingu og upp í sjö mánaða aldur sem áttu móður annað hvort á Ítalíu eða í Japan. Og aðferðin bar árangur. Auk þess að notast við myndbandseftirlit útbjuggu vísindamennirnir börnin með hjartasírita sem gerði kleift að fylgjast með púlsi barnanna. Þeir komust að raun um að öll börnin hættu að gráta þegar gengið hafði veri um gólf með þau í fimm mínútur. Helmingur barnanna var aukinheldur sofnaður.

 

Um þriðjungur barnanna vaknaði engu að síður á sömu stundu og þau voru lögð niður í rúmið eða vögguna. Hjartasíritinn leiddi í ljós að hjartsláttur barnanna jókst nægilega mikið til að vekja þau á þeirri stundu sem þau misstu snertinguna við móðurina. Engu virtist skipta þótt barnið væri lagt niður ofur varlega. Það sem virtist gera gæfumuninn fólst í því að móðirin sæti kyrr með barnið í fimm til átta mínútur, eftir að hafa gengið um gólf með það, áður en hún lagði það frá sér.

 

Fyrirmyndir í atferli dýranna

Innblásturinn að aðferðunum fékkst meðal annars úr rannsóknum á köttum, músum og íkornum en afkvæmi allra þessara dýra eru með öllu hjálparvana þegar þau fæðast, líkt og við á um mennsk kornabörn. Rannsóknir hafa m.a. leitt í ljós að það að mæðurnar bera afkvæmin á líkama sínum hefur sefandi og róandi áhrif á ung afkvæmi þeirra. Slík áhrif ganga undir heitinu „burðarviðbrögð“. Þar sem mörg dýr bera ung afkvæmi sín til að forðast hætturnar sem að þeim steðja, kunna þessi viðbrögð að hafa orðið ofan á í þróunarfræðilegum skilningi sökum þess að slík hegðun leiddi af sér auknar líkur á að afkvæmið kæmist af.

 

Þó svo að sú aðferð sem mælt var með að gerði gagn í því skyni að róa barnið, hefði gefið betri raun en aðrar aðferðir, leggja vísindamennirnir áherslu á að ekki megi líta á aðferðina sem neina kraftaverkalækningu fyrir svefnvana foreldra.

 

„Kornabörn kunna að vera vakandi af ýmsum ástæðum. Sum börn þjást t.d. af magakveisu og þess ber að geta að umrædd aðferð gagnast foreldrum slíkra barna tæplega neitt. Foreldrar þeirra þurfa líkast til bara að sættast við það að fá minni svefn en áður“, segir Gianluca Esposito, prófessor í þróunarsálfræði við háskólann í Trento á Ítalíu.

LESTU EINNIG

Sine Ditlev Bihlet sem er hjúkrunarfræðingur hjá danska ungbarnaeftirlitinu og heldur úti heimasíðu um svefnvenjur barna í Danmörku, er álitin vera einn helsti sérfræðingur á sviði ungbarnasvefns en hún kveður rannsóknir á svefni kornabarna vera eilítið þversagnakenndar.

 

„Sumar aðferðir gagnast tilteknu fólki og allt aðrar koma að gagni fyrir aðra. Þessi rannsókn er tiltölulega lítil í sniðum en þó er það jákvætt að rannsóknin skuli sýna að það sé áhrifaríkt að taka barnið upp í fangið og fá það til að róast þar og sofna síðan. Mín skoðun er sú að „burðaraðferðin“, það að fá barnið til að sofna og færa það síðan úr stað, gagnist mörgum. Í raun réttri mæli ég oft með þeirri aðferð. Öðrum hentar aftur á móti best að kenna barninu að sofna þar sem því er ætlað að sofa áfram. Annars kynni barnið að vakna aftur eftir 30-45 mínútur og þá þarf að endurtaka allt ferlið,“ segir Sine Ditlev Bihlet.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Krabbinn er sannkallaður brautryðjandi þegar kemur að því að leggja undir sig ný landsvæði.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is