Lifandi Saga

5 ástæður þess að Gandhi var hræsnari

Með sín prinsipp um að beita ekki ofbeldi frelsaði Muhatma Gandhi föðurland sitt Indland undan oki Breta og var innblástur fyrir margar sjálfstæðishreyfingar. En á bak við lokaðar dyr beitti hann konur sínar ofbeldi og fyrirleit blökkumenn í Afríku.

BIRT: 16/11/2023

1. Kynlíf

Gandhi bað nokkrar konur að sofa naktar með sér í rúminu sínu svo hann gæti prófað sitt eigið bindindi.

Tók kornunga frænku með sér í rúmið

Samfarir voru einungis til þess að eignast börn og Indverjar áttu fremur að varðveita orkuna í sjálfstæðisbaráttuna. Þetta var boðskapur Gandhi til áhangenda sinna. Sjálfstæðishetjan var þó sjálf heltekin af kynlífi.

 

Hann átti í fjölmörgum nánum – en líklega ekki á jafningjagrundvelli – samböndum við konur. Meðal annars við hina fallegu dönsku Eshter Færing sem var trúboði. Hann talaði um hana sem „mitt elskaða barn“.

 

Háaldraður var Gandhi samt sem áður að deila rúmi með kornungum stúlkum, þar á meðal hinni 18 ára gömlu frænku sinni, Manu. Markmiðið var samkvæmt Gandhi að láta reyna á þolrif sín varðandi skírlífisheit hans.

 

Verstu útreiðina fékk þó eiginkona Gandhis. Ungu konurnar bjuggu hjá fjölskyldunni og ef ágreiningur spratt upp stóð Gandhi oftar með þeim en eiginkonunni sem hann taldi vera afar „smámunasama“.

2. Heimilisofbeldi

Kasturba giftist Gandhi þegar hún var 14 ára gömul. Hjónin eignuðust fjóra syni.

Friðarpostulinn misþyrmdi konu sinni

Gandhi predikaði mildi og var mótfallinn hvers konar ofbeldi en þessi prinsipp hans áttu ekki við eiginkonu hans, Kasturba. Hann viðurkennir í sjálfsævisögu sinni að hafa bæði slegið hana og reynt að henda henni út úr húsi þeirra, þegar honum mislíkaði eitthvað.

 

Ofbeldið var ekki einungis líkamlegt. Gandhi leit augljóslega niður á Kasturba sem aldrei hafði lært að lesa né skrifa; t.d. skrifar hann að hún minni hann á belju sem „með sínum takmarkaða hætti reynir að segja eitthvað vitrænt“.

 

Gandhi neitaði jafnvel veikri konu sinni einu sinni um sýklalyfjameðferð – ákvörðun sem kostaði hana lífið árið 1944. Hann rökstuddi ákvörðun sína með því að pensillín væri útlensk efnasamsetning sem Indverjar þyrftu ekki að nota.

 

Þessi regla átti þó ekki við hann sjálfan. Hann tók lyf og undirgekkst skurðaðgerð vegna botnlangabólgu sem breskur herlæknir framkvæmdi árið 1924.

3. Uppgjöf

Gandhi ritaði sitt fyrsta bréf til Hitlers í júlí 1939. Minna en tveimur mánuðum eftir að þýski herinn réðist inn í Pólland.

Vildi fórna Gyðingum og Bretum

Andstaða hans við nýlenduherra Indlands, Stóra-Bretland, blindaði Gandhi gagnvart illsku nasista. Í einu bréfi ávarpaði hann Adolf Hitler sem sinn kæra vin: „Ég vil ekki trúa því að þú sért það skrímsli sem andstæðingar þínir segja þig vera“, trúði hann Hitler fyrir í desember 1940 sem var þá við að leggja undir sig Evrópu.

 

Á sama tíma hvatti Gandhi Breta í opinberu bréfi til þess að gefast upp í nafni friðarins.

 

„Leyfið þeim að taka hina fögru ey ykkar með öllum fallegu byggingunum“, skrifaði hann meðan að breskir RAF flugmenn áttu fullt í fangi með að verja eyjuna gegn árásum Luftwaffe.

 

Gyðingar áttu líka að gefast upp að mati Gandhis eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar.

 

„Þeir hefðu átt að henda sér í hafið frá björgum. Það hefði vakið umheiminn og þýsku þjóðina og þeir buguðust engu að síður í milljóna tali“ sagði hann árið 1947.

4. Rasismi

Í stríði Breta gegn Búum í Suður-Afríku sinnti Gandhi herskyldu í bresk- indverskri sjúkraliðaherdeild.

Leit á svarta sem óæðri kynþátt

Á yngri árum sínum vann Gandhi sem lögmaður í bresku Natal-nýlendunni í Suður-Afríku (1893-1904).

 

Eins og aðrir meðlimir í indverska minnihlutanum var hann meðhöndlaður sem annars flokks borgari; t.d. máttu Indverjar ekki sitja í sama lestarvagni og Evrópubúar og þeir máttu ekki ganga á sömu gangstéttinni.

 

Gandhi barðist í 21 ár í nýlendunni fyrir borgaralegum réttindum Indverja.

 

Hins vegar kærði hann sig kollóttan um að svartir íbúar væru enn verr settir. Hann var andvígur jafnréttislögum fyrir blökkumenn sem hann kallaði „villimannslega kaffara“ en það voru niðurlægjandi ummæli hvítra manna um blökkumenn.

 

Bæði Indverjar og Bretar voru Aríar samkvæmt Gandhi sem taldi að jafnrétti Indverja og blökkumanna myndi leiða til þess að Indverjar yrðu lækkaðir niður í „auðvirðilegar hefðir og venjur svertingjanna“.

5. Kvenfyrirlitning

Nauðganir eru ennþá mikið vandamál í Indlandi. Samkvæmt ríkisstjórninni á nauðgun sér stað þar á 17. hverri mínútu.

Konum var kennt um nauðgun

Konan er jafnrétthá karlmanninum og kannski ennþá betri en hann, þar sem konur hneigjast ekki til að beita ofbeldi, sagði Gandhi.

 

Skoðun hans á konum og einkum kvenlegu kyneðli var í raunveruleikanum allt önnur. Blæðingar kvenna voru til merkis „um sál sem er heltekin af kynferðislegum löngunum“ sagði Gandhi.

 

Hann staðhæfði einnig að ábyrgð á því að forðast nauðgun hvíldi á herðum kvenna.

 

„Ég hef alltaf sagt að það sé líkamlega ómögulegt að buga konu, ef hún er mótfallin því. Það gerist aðeins þegar hún gefur eftir vegna ótta eða kann ekki skil á sínum eigin siðferðilega styrk.

 

Ef hún getur ekki staðist ágang nauðgarans vegna aflsmunar mun hreinleiki hennar veita henni styrk til að deyja áður en honum tekst að nauðga henni,“ sló þessi heilagi maður fram í sjálfsævisögu sinni.

LESTU MEIRA UM GANDHI

  • Pramod Kapoor: Gandhi: An Illustrated Biography, Black Dog & Leventhal, 2017

 

  • M. K. Gandhi: Sagan af tilraunum mínum með sannleika, Dover, 1983

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

© Shutterstock. © www.gandhiserve.org/Wikimedia Commons. © Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Hver vegna veikjumst við meira á veturna?

Lifandi Saga

Spænska borgarastríðið: Heimshornaher gegn fasismanum

Jörðin

Hversu mikinn sand flytur sandstormur?

Náttúran

Af hverju er gler gegnsætt?

Lifandi Saga

Beittu áróðri gegn kynsjúkdómum

Alheimurinn

Að lágmarki 400 plánetur í sólkerfinu

Lifandi Saga

Hvenær varð Kasakstan til?

Náttúran

Hvaða gerð geislunar er skaðlegust?

Náttúran

Hvað er svartur ís (frostrigning)?

Náttúran

Á Suðurskautslandinu myndast dularfull vök af og til – nú vita vísindamenn ástæðuna

Náttúran

Órangútanapi græðir sár

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is