Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Mahatma Gandhi var einn leiðtoganna í frelsisbaráttu Indverja. Hann boðaði mótmæli án ofbeldis til að ná fram sjálfstæði undan breskri nýlendustjórn.

BIRT: 01/03/2023

Hvenær?

1869 – 1948

Hvar?

Indland, Suður-Afríka og Stóra-Bretland 

 

Hvernig?

Mohandas Gandhi fæddist inn í indverska kaupmannsfjölskyldu og foreldrar hans gáfu honum leyfi til að nema lögfræði í Stóra-Bretlandi.

 

Síðan vann hann sem lögmaður í Suður-Afríku en þar var að finna fjölmarga Indverja. Á lestarferðalagi á leiðinni þangað varð hann vitni að því þegar rasískur ferðafélagi neitaði að deila vagni með „lituðum manni“.

 

Á næstu 20 árum tókst honum með margvíslegri baráttu að betrumbæta aðstæður Indverja í Suður-Afríku.

 

Þegar Gandhi sneri aftur til Indlands árið 1915 var hann þegar víðfrægur fyrir aðgerðir sínar. Hann hafði líka lagt jakkaföt lögmannsins á hilluna og tók að klæða sig í hefðbundinn indverskan fatnað.

 

Nú hugðist hann með aðgerðum þvinga Stóra-Bretland til að veita Indlandi sjálfstæði – án ofbeldis.

 

Frægust er barátta hans sem grundvallaðist á borgaralegri óhlýðni árið 1930, þegar Gandhi leiddi svonefnda saltgöngu.

 

Í síðari heimsstyrjöldinni hélt hann áfram að berjast fyrir frelsi Indverja og árið 1947 hlaut Indland sjálfstæði. 

„Það væri góð hugmynd“. 

Svar Gandhis við spurningu blaðamanns um hvað honum þætti um „vestræna siðmenningu“.

Hvers vegna?

Bretland hafði stýrt Indlandi frá lokum 18. aldar – fyrst í gegnum East India Company en eftir uppreisn upp úr 1850 var þetta gríðarstóra land gert að ríkisnýlendu undir stjórn Stóra-Bretlands.

 

Lítill minnihluti breskra embættismanna stýrði þessum mikla íbúafjölda með fjölmörgum herstöðvum og ströngum lögum sem drógu taum breskra athafnamanna.

 

Sem dæmi innleiddi Stóra-Bretland undir lok 19. aldar einokun á salti til að verja breska saltiðnaðinn. 

 

Það var þessi ósvinna sem Gandhi mótmælti með saltgöngunni en henni var ætlað að sýna að Indverjar gætu spjarað sig með eigin saltvinnslu.

 

Bretar stýrðu lengi Indlandi með því að deila og drottna yfir fjölmörgum mismunandi þjóðflokkum og trúarhópum.

 

Á leiðinni til bæna var Gandhi skotinn og drepinn af hindúska aðgerðasinnanum Nathuram Godse í janúar 1948. 

Hvað gerðist svo?

Gandhi var þekktur sem Mahatma – andinn mikli – eftir að indverskur verðlaunahafi í bókmenntum, Rabin Dranth Katore, veitti honum gælunafnið.

 

Áhrif hans minnkuðu undir lok sjálfstæðisbaráttunnar þegar aðrir stjórnmálamenn ruddu sér til rúms. 

– 1947

Eftir alvarlegan klofning milli hindúa og múslima er bresku nýlendunni skipt í tvö sjálfstæð ríki, Indland og Pakistan sem deila með sér landsvæðum í vestri og austri.

Þúsundir manna falla í átökum í kjölfar skiptingar landsins og mikilla fólksflutninga.

– 1948

Gandhi sem reynir að stöðva ofbeldið milli trúarhópanna án árangurs, er myrtur þann 30. janúar af hindúanum Nathuram Godse.

– 1971

Íbúar í austurhluta Pakistan telja að stjórnin í Islamabad vanræki þá og hefja frelsisbaráttu. Þúsundir láta lífið þegar öryggissveitir berjast gegn aðskilnaðarsinnum. Í stríðinu sem fylgir þessum óeirðum eru uppreisnarmennirnir studdir af Indverjum og að lokum neyðist Pakistan til að láta undan.

Nýja ríkið Bangladesh er stofnað í kjölfar stríðsins.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ÅKE STEINWALL

© John frost newspapers/imageselect & Historic Collection/Imageselect, Wikimedia

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

Tækni

Stærsta flugvél heims flytur tröllvaxinn farm

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is