Winston Churchill lifði af fjölmörg banatilræði

Winston Churchill naut almennrar viðurkenningar en varð líka skotmark margra tilræðismanna.

BIRT: 16/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Winston Churchill átti sér fjölmarga óvini og að minnsta kosti tíu sinnum var reynt að ráða hann af dögum.

 

Að sögn Walters Thompson, lífvarðar Churchills á árunum 1921-1945 var fyrsta tilraunin gerð árið 1922, þegar þrír menn frá írsku aðskilnaðarsamtökunum IRA sáust vopnaðir skammt frá Rolls-Royce bifreið Churchills. En til þeirra sást þó nógu snemma og engum skotum var hleypt af.

 

Churchill var afar óvinsæll á Írlandi þar eð hann hafði sem hermálaráðherra beitt hermönnum úr fyrri heimsstyrjöldinni – þekktum sem Black and Tans – til að berja niður frelsishreyfingu Íra af mikilli grimmd.

 

Flest tilræðin voru gerð í seinni heimsstyrjöldinni . Hið fyrsta átti sér stað þegar nasistar voru að leggja undir sig Frakkland en þá réðist Hélene de Portes greifynja að Churchill með hníf í viðræðum um áframhaldandi stríðsþátttöku Frakka.

 

De Portes var ástkona Pauls Reynauds forsætisráðherra en líka stuðningsmaður fasista og bar í brjósti djúpt hatur á Churchill.

Súkkulaðisprengjan sem átti að sjá um Churchill

1: Sprengiefni


2: Þunnt súkkulaðilag


3: Málmhulstur


4: Bryti Churchill af súkkulaðinu virkjaðist sprengjan

Sjálfir voru nasistarnir afar áhugasamir um að losna við þennan breska leiðtoga og árið 1943 komu þeir fyrir sprengju í flugvél hans í heimsókn í Egyptalandi.

 

Leyniþjónustan komst á snoðir um tilræðið og ferðaáætlun Churchills var breytt.

 

Þjóðverjar reyndu líka að koma súkkulaðistykki með sprengiefni til Churchills sem gjarna vildi hafa eitthvað sætt að bíta í meðan langir fundir í herráðinu stóðu yfir.

 

Leyniþjónustan uppgötvaði þetta tilræði og súkkulaðið komst aldrei á leiðarenda.

BIRT: 16/02/2023

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Imperial War Museum

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is