Lifandi Saga

Roosevelt var fyrsti forsetinn sem ferðaðist í flugvélum

Árið 1943 ferðaðist fyrsti Bandaríkjaforsetinn með flugvél á leið sinni á fund. Flugtímanum varði hann í að leggja kapal, dást að útsýninu og sofa í hjónarúmi.

BIRT: 03/11/2022

Í Atlantshafinu var krökkt af þýskum kafbátum þegar Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti, hugðist hitta breska forsætisráðherrann, Winston Churchill, í janúar árið 1943 í Casablanca í Norður-Afríku.

 

Fyrir bragðið valdi Roosevelt, fyrstur allra Bandaríkjaforseta, að ferðast með flugi yfir Atlantshafið.

 

Sjóflugvélin Boeing 314 Dixie Clipper frá flugfélaginu Pan Am tók á loft 11. janúar 1943 frá Miami í Flórída með flugstjórann Howard Cone við stjórnvölinn.

 

Sjóflugvél þessi var fyrsta og stærsta farþegaflugvél heims, ætluð fyrir langar vegalengdir og vélinni til fylgdar voru 35 orrustuflugvélar.

 

Þegar vélin hafði náð flughæð var borinn fram morgunverður fyrir forsetann og að honum loknum hafði forsetinn fataskipti, fór úr jakkafötunum í þægilegri ferðaföt sem samanstóðu af síðbuxum og peysu. 

Áhöfnin í fyrstu forsetaflugvélinni hafði séð til þess að hafa til reiðu afmælistertu fyrir Franklin D. Roosevelt sem fagnaði 61 árs afmæli sínu á leið heim frá ráðstefnunni í Afríku.

Eftir millilendingu í Port of Spain á Trinidad tók vélin stefnuna á Belém í norðurhluta Brasilíu. Á þessum hluta leiðarinnar drap Roosevelt tímann með því að leggja kapal og dást að víðfeðmum regnskóginum sem vélin flaug yfir.

 

Eftir millilendinguna í Belém hófst þriðji og hættulegasti spölur ferðarinnar, flugferðin yfir Atlantshafið og aragrúa af kafbátum, áleiðis til Bathurst í Gambíu í Vestur-Afríku.

 

Forsetinn svaf bróðurpart 19 tíma langrar flugferðarinnar yfir hafið, í hjónarúmi sem komið hafði verið fyrir í flugvélinni af þessu sama tilefni, til þess að hann gæti mætt vel úthvíldur á ráðstefnuna.

 

Vélin komst heilu og höldnu til Bathurst, þar sem forsetinn og fylgdarlið hans skiptu yfir í vöruflutningavél sem flaug með hópinn síðasta spölinn til Casablanca.

LESTU EINNIG

Að ráðstefnunni lokinni flaug Roosevelt sömu leið aftur til Bandaríkjanna þar sem hann lenti 31. janúar. Daginn áður hafði hann fagnað afmæli sínu uppi í háloftunum.

 

Með þessari löngu flugferð innleiddi Roosevelt tímabil hinna fljúgandi forseta.

 

Sjóflugvélin var þó engan veginn útbúin með slíkar ferðir í huga en arftaki hennar, Douglas VC-54C, herflugvél sem gekk undir gælunafninu „Sacred Cow“ (Heilaga kýr), var hins vegar innréttuð með forsetaíbúð, ráðstefnuherbergi og samskiptamiðstöð.

 

Roosevelt flaug raunar aðeins einu sinni með nýju vélinni áður en hann lést en þetta var þegar hann flaug til Sovétríkjanna til að taka þátt í Jalta-ráðstefnunni í febrúar árið 1945.

 

Síðan tók eftirmaður hans, Harry S. Truman, við „Sacred Cow“ sem í raun réttri var fyrsta raunverulega forsetaflugvél heims.

 

Heitið Air Force One var hins vegar ekki notað um vélina fyrr en árið 1962, í tíð Kennedys.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

© Everett Collection/Bridgeman Images. © The Granger Collection/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Alheimurinn

Jörðin er að tæmast af málmum: Næst fer leitin fram úti í geimnum 

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Tækni

Unnt er að breyta koltvísýringi og metangasi í hreinan orkugjafa með nýrri tímamótatækni

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is