Lifandi Saga

Hve margar flugvélar hafa horfið í Bermúda-þríhyrningnum? 

Árið 1945 heldur sveit bandarískra sprengjuflugvéla til æfinga undan ströndum Flórída, þegar stjórnstöðin missir skyndilega samband við flugvélarnar. Síðan hafa aðrar flugvélar horfið sporlaust í Bermúda-þríhyrningnum.

BIRT: 25/03/2023

Hve margar flugvélar hafa horfið í Bermúda-þríhyrningnum? 

Þann 5. desember tók Charles Taylor á loft í sprengjuflugvél sinni frá bandarískri flotastöð. Með honum í för voru fjórar aðrar flugvélar með 13 flugnemendur sem tóku einnig þátt í þessum sprengjuæfingum.

 

Eftir um tvo tíma tók flotastöðin á móti skeytasendingum sem bentu til að áttavitar flugvélanna virkuðu ekki sem skyldi og að flugsveitin stefndi í ranga átt.

 

Síðustu skilaboð frá Taylor voru móttekin skömmu fyrir sólsetur. Ekkert er vitað hvað varð um flugvélarnar. 

Helstu ráðgátur flugsins

Sagan geymir fleiri dæmi um flugvélar sem hafa horðið við dularfullar aðstæður.

1937: Drottning flugsins

Hin heimsþekkta Amelia Earhart varð fyrst kvenna til að fljúga ein yfir Atlantshafið árið 1928. Hún hvarf árið 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum hnöttinn.

1956: Atóm-flugvél hvarf í skýjunum

Þann 10. mars 1956 voru fjórar herflugvélar á leiðinni frá BNA til Marokkó þegar ein vélin hvarf í skýjunum. Sama dag tilkynnti varnarmálaráðuneyti BNA að um borð í henni hafi verið tvær ósamsettar kjarnorkusprengjur.

1962: 96 hermenn hverfa sporlaust

Þann 16. mars 1962 hvarf bandaríska fraktflugvélin Flight 739 sporlaust. Flogið var frá Guam og voru 96 hermenn innanborðs. Samkvæmt yfirvöldum kann sprenging að hafa grandað flugvélinni.

Tímaritsgrein gerði Bermúdaþríhyrninginn hættulegan

Flugsveit Taylors hvarf á svæði milli Flórída, Bermúda og Puerto Rico sem varð seinna þekkt sem Bermúda-þríhyrningurinn.

Sú hugmynd að svæði þetta væri sérlega hættulegt kom fyrst fram í tímaritsgrein árið 1950. Á næstu árum birtust fleiri greinar þar sem greint var frá öðrum flugvélum sem hurfu á þessu svæði. 

Fimm bandarískar herflugvélar voru við æfingar þegar þær hurfu sporlaust árið 1945 í Bermúda-þríhyrningnum.

Erfitt er að átta sig á fjölda horfinna flugvéla því að svæðið er ekki nákvæmlega skilgreint en talið er að færri en fimmtán flugvélar hafi farist eða horfið þar frá árinu 1945. 

 

Samkvæmt stofnuninni National Oceanic and Atmospheric Administration sem rannsakar hafið og lofthjúpinn, finnast engar sannanir þess að dularfull hvörf séu tíðari í Bermúda-þríhyrningnum en á öðrum stórum hafsvæðum þar sem flugumferð er mikil.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© NASA. © U.S. Air Force. © USAF. © National Archives and Records Administration

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is