Nú fá flugleigubílar sinn eigin flugvöll

Í Coventry á Englandi verður í fyrsta sinn unnt að þjóna flugleigubílum framtíðarinnar.

BIRT: 10/05/2021

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fólksflutningar

Lestími: 2 mínútur

 

Fjölmörg fyrirtæki eru nú að þróa rafknúin flugtæki sem ætlað er að flytja borgandi farþega hratt á milli staða í stórborgum. Nú fá þessi tæki sína fyrstu flughöfn.

 

Fyrirtækið Urban-Air Port hefur þróað hugmyndina í samstarfi við bílasmiðjurnar Hyundai og fyrsta flughöfnin á að rísa í Coventry á Englandi í nóvember 2021.

 

Myndband: Sjáðu kynningu á flughöfninni

 

 

Hugmyndin flokkast sem „sprettihugmynd“ (pop up concept) og flughöfn má koma upp á örskömmum tíma, jafnvel á nokkrum dögum, segja menn hjá Urban-Air Port.

 

Flughöfnin hefur fengið heitið Air-One og þetta verður um 40 metra breiður pallur sem unnt verður að hækka og lækka. Pallinum verður lyft þegar farþegadrónar eiga að lenda eða taka á loft en svo látinn síga þegar á að leggja dróna í stæði.

 

 

Umhverfis pallinn verður bæði aðstaða til hleðslu og viðhalds, svo og biðskýli fyrir farþega.

 

Hyggjast byggja 200 flughafnir á fimm árum

 

Flughöfnin er sett saman úr fullbúnum einingum og hana má því auðveldlega flytja. Sömuleiðis verður hægt að setja hana upp jafnt á hafnarsvæði sem ofan á háhýsum.

 

Flughöfnin getur þjónað öllum rafdrifnum flugtækjum sem lenda og hefja sig til flugs lóðrétt. Það gildir t.d. um leigudróna Hyundai-fyrirtækisins, S-A1 sem samkvæmt áætlun á að koma á markað 2023.

 

Urban-Air Port áætlar að byggja 200 flughafnir víðs vegar um heiminn á næstu fimm árum.

 

 

06.04.2021

 

 

BIRT: 10/05/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is