Lifandi Saga

Hinn gríski harmleikur Churchills 

Búið er að hrekja Þjóðverja á flótta og Grikkir fagna á götunum þegar breskur frelsisher heldur inn í Aþenu. En grískir kommúnistar njóta einnig mikilla vinsælda – og Churchill óttast að þeir muni komast til valda. Hann setur sig í samband við gríska öfgahægrimenn, hliðholla nasistum og umbreytir Aþenu í vígvöll, þar sem 80.000 breskir hermenn berjast við þá þjóð sem þeir komu til að frelsa.

BIRT: 08/10/2022

Sólin gengur til viðar yfir Grikklandi þegar gríski forsætisráðherran Georgios Papandreou nálgast Faliro-flóann, suður undan Aþenu þann 17. október 1944. Hann stendur á þilfarinu á beitiskipinu Averof og horfir kvíðinn en líka eftirvæntingarfullur til strandarinnar.

 

Eftir að hafa dvalið síðustu mánuði í útlegð í Kaíró er Papandreou nú skikkaður aftur til Aþenu en það er liður í áætlun breska forsætisráðherrans Winstons Churchills í endurreisn Grikklands eftir þriggja ára hersetu Þjóðverja.

 

Til þess að leiðbeina Papandreou og hinni nýju grísku ríkisstjórn hefur Churchill sent öflugan flota af herskipum bandamanna. En þrátt fyrir að sigurinn sé í höfn, veit Papandreou vel að friðurinn er langt undan, því í Aþenu bíður hans nær ómögulegt verkefni: Að sameina Grikki og ótal pólítíska flokka þeirra sem hafa barist hatrammlega gegn nasistum – og hver öðrum.

„Lengi lifi Churchill, Roosevelt og Stalín! Lengi lifi breskir hermenn, frelsarar okkar!“

Fagnandi Grikkir árið 1944

En Papandreou hlakkar engu að síður til að stíga á land og fagna frelsun þjóðarinnar með sigri hrósandi landsmönnum sínum. Daginn eftir ekur hann inn í Aþenu í skjóli 10.000 breskra hermanna og hersingu af skriðdrekum.

 

„Lengi lifi Churchill, Roosevelt og Stalín! Lengi lifi breskir hermenn, frelsarar okkar!“ hrópa Grikkirnir þar sem þeir safnast saman á götum og svölum bygginga til þess að fagna föruneytinu, veifandi breskum, sovéskum og grískum fánum.

 

Fólkið faðmar að sér bresku hermennina og kyssir þá á kinnar, það kastar blómum fyrir skriðdrekana og syngur og dansar á götunum. Á Symtagma-torgi fyrir framan gríska þingið tekur Papandreou til máls. „Mínir kæru landar“, heyrist í gegnum hátalara á torginu:

 

„Hvergi annars staðar í hersetinni Evrópu hefur verið jafn öflug andspyrna gegn Þjóðverjum eins og hér í Grikklandi“, segir hann og uppsker mikil fagnaðarlæti samlanda sinna.

 

Papandreou getur nú varpað öndinni dálítið léttar en sú gleði varir ekki lengi. Einungis sex vikum eftir heimkomu hans beina Bretar og grískir kommúnistar sem voru bandamenn í baráttunni gegn Þjóðverjum, vopnunum hverjir að öðrum. Götur Aþenu breytast í blóðugan vígvöll og þúsundir missa lífið.

Þann 18. október árið 1944 söfnuðust þúsundir Grikkja til að fagna frelsurum sínum og hlusta á ræðu George Papandreous forsætisráðherra.

Innbyrðis átök ógna friði

Þegar Þjóðverjar hröktust frá Grikklandi árið 1944 eftir þriggja ára hernám tók Georgios Papandreou við landi í rústum.

 

1.700 þorp höfðu verið jöfnuð við jörðu, útbreidd hungursneyð ógnaði íbúum landsins og í baráttunni við Þjóðverja höfðu ótal brýr, járnbrautarteinar og vegir verið sprengdir í tætlur.

 

En það sem olli nýútnefndum forsætisráðherra hvað mestum áhyggjum voru innbyrðis átök milli ólíkra fylkinga innan grísku andspyrnuhreyfingarinnar.

 

Hreyfingin hafði verið ein sú skilvirkasta í stríðinu og nasistar höfðu átt fullt í fangi að verja yfirráð sín í landinu.

 

En andspyrnuhreyfingin var sundurleitur flokkur sem samanstóð af öllu pólítíska litrófinu; allt frá kommúnistum til herskárra hægrisinnaðra þjóðernissinna.

 

Eftir því sem á leið á stríðið varð munurinn á milli hópanna meira skerandi. Andspyrnuhreyfingin barðist ekki einungis gegn nasistum heldur einnig innbyrðis. Og aðstæður urðu nú spennuþrungnari þegar búið var að hrekja helsta óvininn úr landi.

Þriðjungur grískra kvenna tók þátt í andspyrnuhreyfingunni.

Grískir andspyrnuliðar hröktu Ítali á brott

Síðari heimsstyrjöldin helltist yfir Grikkland þegar Ítalir réðust inn í landið í október 1940 – en hernámið tókst fyrst með aðstoð Þjóðverja í apríl 1941.

 

Ekki leið þó á löngu áður en fjölmörg hefndarverk, með stuðningi Breta, gerðu Ítölum lífið óbærilegt. Gríska andspyrnuhreyfingin var ein sú magnaðasta í stríðinu og þrátt fyrir að kommúnistar hafi farið þar fremstir laðaði hún til sín fólk með ólíkar stjórnmálaskoðanir.

 

Neðanjarðarhreyfingunni ELAS tókst sem dæmi að hrekja Ítali úr fjalllendinu í norðurhluta Grikklands í júní 1943 með einungis 250 andspyrnuliða gegn 5.500 hermönnum Ítala.

 

Í lok stríðsins hafði andspyrnuhreyfingin allt að 1,5 milljónir vopnaðra meðlima hjá þjóð sem taldi 7,5 milljón manns.

Áhyggjur Churchills

Stóra-Bretland hafði verið einn helsti bandamaður Grikkja í baráttunni við Þjóðverja. Churchill hafði ævinlega lagt mikla áherslu á að tryggja sómasamlega framtíð Grikklands, m.a. vegna þess að hann var góðvinur konungs landsins, Georgs II sem hafði neyðst til að fara í útlegð eftir innrás nasista.

 

Þrátt fyrir að Churchill kynni vel að meta dugnað grísku andspyrnuhreyfingarinnar, óttaðist hann þá fjölmörgu herskáu hópa innan hennar, því að í andspyrnuhreyfingunni naut kommúnistaflokkur Grikklands (KKE), frelsisvængurinn, EAM og skæruliðadeildin ELAS mikilla vinsælda almennings.

 

Churchill leist ekkert á þá hugmynd að vinstrisinnar myndu taka völdin í Grikklandi, enda óttaðist hann að þá myndi Grikkland færast inni á áhrifasvæði Sovétríkjanna.

 

Þegar árið 1943 hafði Churchill leitast við að veikja stöðu kommúnista með því að safna saman hópi heppilegra íhaldsmanna.

 

Hann gekk í bandalag með Georgios Grivas, leiðtoga hægrisinnaðra og herskárra manna í Orginization X sem töldu meiri ógn felast í mögulegum völdum kommúnista heldur en frá yfirráðum nasista.

 

Með stuðningi Breta safnaði Grivas saman hópi af öfgasinnuðum hægrimönnum til að berjast við vinstrisinnaða meðlimi andspyrnuhreyfingarinnar.

 

Samtímis þessu sankaði hann til sín fjölmörgum grískum liðsforingjum úr hernum sem og alræmdum öryggisherdeildum sem höfðu unnið saman með hersetuliði Þjóðverja.

 

Þrátt fyrir fjölmargar aðgerðir gegn vinstrivængnum tókst Orginization X samt ekki að ógna yfirburðum kommúnista meðan á stríðinu stóð.

Innbyrðis erjur andspyrnunnar

 

Andspyrnuhreyfingin í Grikklandi stjórnaðist af samtökum hjá bæði öfgahægrimönnum og kommúnistum. Eftir að búið var að frelsa landið urðu þeir hatrammir óvinir og vígaferlin voru skelfileg.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Björgun endar í klúðri

Þessi árangursríka andspyrna fól í sér að kommúnistar virtust líklegastir til að ná völdum eftir frelsunina.

 

Fyrir Churchill var þetta versta mögulega útkoman og því hafði hann leitað til sósíaldemókratans Papandreou sem átti að sameina ólíka hópa og leiða sundrað Grikkland að stríði loknu.

 

Papandreou var lögmaður og þekktur í Grikklandi sem reyndur pólitíkus, enda hafði hann bæði verið landstjóri og ráðherra á sínum næstum 30 ára langa ferli og hann var alveg jafn áhugasamur um að halda kommúnistum frá völdum eins og Churchill.

 

Sem forsætisráherra gerði Papandreou nákvæmlega það sem Churchill bað um. Í innblásinni sigurræðu í Aþenu leitaðist hann við að tala til Grikkja eins og þeir væru ein sameiginleg heild.

 

Í kjölfarið leysti hann upp útlagaríkisstjórnina til þess að mynda nýja samsteypustjórn með fulltrúum frá mismunandi stjórnmálaflokkum sem höfðu barist gegn nasistum í stríðinu.

„Stærsta og öflugasta mótmælaganga sem Aþena hefur séð“.

KKE um mótmælin 3. desember árið 1944

En þetta varð ekki til að lægja öldurnar – þvert á móti. Kommúnistar sem höfðu verið í fararbroddi í andspyrnunni, töldu sig ekki fá nægjanleg áhrif í nýrri ríkisstjórn og margir landar þeirra voru sammála þeim.

 

Churchill vissi að kæmi til vopnaðra átaka milli hópanna myndi vinstri vængurinn að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari.

 

Útiloka þyrfti hættuna á kommúnískri ríkisstjórn og því leitaði hann til hæstráðanda hersins í Aþenu, aðstoðarhershöfðingjans Ronald Scopie, þann 1. desember 1944. Scopie lagði fram tilskipun. Allir meðlimir KKE og annarra stofnana eins og ELAS og EAM, skyldu leggja niður vopnin í síðasta lagi 10. desember.

 

Tilskipun þessi reitti kommúnista til reiði. Þeir þóttust sviknir og neituðu að gegna þessu. Í staðinn drógu þeir sig úr samningaviðræðum, kröfðust afsagnar Papandreous og kölluðu strax eftir allsherjarverkfalli.

 

Á sama tíma skipulögðu þeir mótmælagöngu á Syntagma-torgi fyrir framan gríska þingið í Aþenu – einmitt þar sem Papandreou hafði sex vikum áður haldið sigurræðu sína fyrir fagnandi Grikki.

Í kröfugöngunni þann 3. desember voru margir borgarar skotnir og drepnir af m.a. grískum lögregluþjónum. Mánaðarlangir bardagar fylgdu í kjölfarið.

Mótmælaganga endar hörmulega

Sólin skein á heiðskírum himni þann 3. desember 1944 og aðstæður voru allar frábærar fyrir það sem kommúnistar kölluðu sjálfir „stærstu og öflugustu mótmælagöngu sem Aþena hefur séð“.

 

Papandreou og ríkisstjórn hans var skelfingu lostin. Kvöldið áður reyndu þeir að banna mótmælagönguna en þá voru þúsundir Grikkja þegar á leiðinni að Syntagma-torgi.

 

Sumir komu úr sveitunum í strætisvögnum í ferðum sem EAM hafði skipulagt. Aðrir voru fótgangandi, þar á meðal hinn 19 ára gamli Mikis Theodorakis sem á stríðstímum hafði skráð sig í KKE og ELAS og barist gegn nasistum.

 

Strax um morguninn ómuðu slagorð og mótmælasöngvar um götur Aþenu. Mikis og félagar hans sungu með og nálguðust hægt þinghúsið.

 

Mikis sem eftir frelsun Grikklands hafði grafið vopn sín niður í garði foreldranna, sá fram á friðsamlega mótmælagöngu sem átti að undirstrika þann mikla stuðning sem kommúnistarnir nutu meðal alþýðu manna, eftir hetjulega baráttu gegn Þjóðverjum.

LESTU EINNIG

Um klukkan 11 var miðborg Aþenu sneisafull af um 200.000 þátttakendum. En þegar þetta mikla mannhaf var næstum komið til þinghússins mætti því löng röð af vígvæddri lögreglu og breskum hermönnum sem hindruðu frekari göngu.

 

Þetta olli óróa í fremstu röðum hennar og þegar taugaveiklaðir lögreglumenn þurftu að hörfa undan mannfjöldanum, gátu Mikis og fremsta fólk í göngunni þrengt sér í gegnum hindranir yfirvalda. Fólkið stormaði fagnandi fram hjá lögreglunni sem stóð eins og lömuð.

 

Þá stökk skyndilega maður fram og hrópaði „Skjótið skepnurnar!“ og samstundis tók kúlum að rigna niður yfir mótmælendur. Mikis kastaði sér til jarðar meðan harmakvein og skelfingarhróp blönduðust skothríðinni og þegar hann leit upp sá hann lögreglumann sem skaut niður í mannhafið frá þaki þinghússins.

 

Fólkið flúði í allar áttir. Skotreykurinn lá eins og þoka yfir öllu og algjör ringulreið ríkti. Síðan hætti skothríðin og Mikis kom auga á fjölmörg lík sem lágu á torginu fyrir framan hann.

 

Blóð rann í stríðum staumum út um allt torgið. Hann flýtti sér til að hjálpa fólki sem reyndi að draga hina látnu og særðu í skjól og náði til einnar lögreglustöðvar.

 

Inni á stöðinni höfðu laganna verðir og breskir hermenn tekið sér stöðu með vélbyssum sem þeir beindu að Mikis. Hann stífnaði upp og sér til skelfingar sá hann hvernig fólk tók að safnast aftur saman á torginu.

 

Mótmælagangan var svo fjölmenn að þúsundir manna sem gengu aftast, höfðu enga hugmynd um hvers konar blóðbað hafði átt sér stað fyrir framan þá. Menn, konur og börn komu alls staðar að og fylltu torgið með nýjum baráttusöngvum.

 

En þá tóku lögreglan og ensku hermennirnir aftur að skjóta á fólkið. Mikis flúði frá kúlunum niður hliðargötu, þar sem hann rakst á tvo enska hermenn sem brugðust við með því að berja hann illilega.

 

Felmtri sleginn flýtti hann sér heimleiðis með eina hugsun í höfðinu: Hefnd! Hann gróf upp vopn sín í garðinum og á leiðinni aftur til Syntagma-torgsins, sá hann að margir höfðu fengið sömu hugmynd: Hvarvetna birtust vígreifir vopnaðir borgarar tilbúnir í bardaga.

 

Göturnar endurómuðu af skothríð og torgið fyrir framan þinghúsið líktist vígvelli. Dekmevriama (desemberbaráttan) var hafin.

Mikis Theodorakis lifði af desemberbaráttuna í Aþenu og borgarastríðið sem fylgdi. Nú er hann talinn vera þekktasta tónskáld Grikkja.

Ungur kommúnisti varð heimsfrægt tónskáld

Hinn 19 ára gamili Mikis Theodorakis upplifði ekki bara hina blóðugu bardaga og morðin á saklausum borgurum í stóru mótmælunum á Syntagmatorgi þann 3. desember árið 1944.

 

Sem eldheitur kommúnisti hélt Theodorakis áfram baráttu kommúnista þegar gríska borgarastríðið hófst árið 1946.

 

Hann var tekinn fastur af yfirvöldum og sendur til hinnar alræmdu fangaeyju Makronisos í Eyjahafi þar sem hann var pyntaður og meira að segja grafinn lifandi tvisvar.

 

Theodorakis lifði þó af varð seinna frægt tónskáld og samdi m.a. tónlistina við kvikmyndina ,,Grikkinn Zorba” þar sem titilagið varð að nokkurs konar einkennislagi grískt samfélags.

Gömul sár ýfðust upp

Enginn hafði gert sér í hugarlund að mótmælagangan þann 3. desember myndi enda með því að minnst 28 manns misstu lífið og meira en 200 voru alvarlega særðir.

 

Daginn eftir sáu Bretar enga aðra leið en að lýsa yfir neyðarástandi í Aþenu.

 

Aðstoðarhershöfðinginn Scopie sá til þess að yfirlýsingin væri hengd upp hvarvetna í grísku höfuðborginni sem var lömuð vegna allsherjarverkfalls kommúnista.

 

Samgöngur voru nær engar, fyrirtæki, búðir og bankar voru lokaðir og opinberar stofnanir tómar.

 

En borgin var ekki yfirgefin, því hér og þar mátti ennþá heyra skothríð bergmála í götunum. Í slagtogi við meðlimi hinna konungshollu EDES tóku hægrisinnaðir og herskáir félagar í Orginization X sér stöðu á Omonia-torgi og réðust á líkfylgd með þúsundum þátttakenda.

 

Í líkfylgdinn veifaði fólkið sundurrifnum klæðum sem voru alsett blóðblettum frá hinum látnu og á báða bóga voru vopnaðir kommúnistar frá ELAS þeim til verndar.

 

Um leið og líkfylgdin kom að Omonia-torgi tóku Organization X og EDES að skjóta af handahófi inn í mannhafið. Hinir vopnuðu ELAS-liðar skutu á móti og á fáeinum mínútum ríkti algjör ringulreið á torginu.

 

Fólkið reyndi að flýja skothríðina og leita skjóls í dyragættum og inni í verslunum. Þegar skothríðin hljóðnaði loksins höfðu 40 misst lífið og 70 voru særðir.

„Í Aþenu er okkar útgangspunktur – eins og í öllum öðrum löndum – enginn friður án sigurs“.

Winston Churchill, 1944.

Jafnframt kom í ljós að ELAS hafði á þessum degi ráðist inn í 22 lögreglustöðvar og þar höfðu fleiri látist. Öllum var ljóst að aðstæður voru við það að verða óviðráðanlegar.

 

Enginn reyndi þó að stöðva bardagana, þvert á móti sendi Churchill eftirfarandi tilkynningu til Ronald Scopie þann 5. desember:

 

„Hikið ekki við að skjóta sérhvern vopnaðan mann í Aþenu sem andmælir yfirvöldum. Það væri best að forðast blóðbað en hverfið ekki frá því sem er nauðsynlegt.“

 

Papandreou var skekinn og hótaði að segja af sér. En slíkt vildi Churchill ekki heyra. „Neyðið Papandreou til að sinna skyldu sinni“, skipaði hann öskuillur breska sendiherranum í Aþenu.

 

„Ef hann hörfar á að loka hann inni þar til að hann nær sönsum“.

Handskrifaður samningurinn lagði línurnar um hvernig Bretar skyldu hafa 90% áhrif í Grikklandi og Sovétríkin einungis 10%.

Stalín lét kommúnista sigla sinn sjó

Grískir kommúnistar væntu þess að Sovétríkin myndu veita þeim hjálp. En þegar bardagar brutust út á götum Aþenu í desember 1944 hélt Stalín að sér höndum. Grikkirnir vissu nefnilega ekkert um svonefndan prósentusamning sem Stalín hafði nokkrum mánuðum áður gert við Churchill.

 

Með samningnum ákváðu Sovétríkin og Stóra Bretland hve mikil hlutfallsleg áhrif hvort ríki skyldi hafa yfir Búlgaríu, Ungverjalandi, Rúmeníu, Júgóslavíu ásamt Grikklandi.

 

Churchill vildi fyrst og fremst hindra gríska kommúnista í að komast til valda og því gaf hann frá sér völd í Austur-Evrópu gegn því að tryggja sér framtíðarmöguleika Grikklands. Þannig hindraði hann Sovétríkin í að hjálpa fjölmörgum kommúnistum landsins.

 

Enginn – fyrir utan þá sem tóku þátt – þekkti til þessa prósentusamnings sem var fyrst opinberaður árið 1953 að skipan Churhchills sem lýsti samningnum sem „bíræfnu skýrslunni“.

Ráðist á námsmenn

Fyrir utan 70 skriðdreka, 68 brynvagna og 11.500 liðsmenn grísku ríkisstjórnarinnar réð aðstoðarhershöfðinginn Scopie yfir 4.500 hermönnum sem var skipað að berja miskunnarlaust niður þessa andspyrnu.

 

Hermennirnir sem þótti illa hallað á sig eftir að hafa frelsað Grikki undan nasistum hlýddu strax þessum skipunum.

 

Sama eftirmiðdag ruddist enskur skriðdreki fullur af hermönnum í gegnum járnhliðið að tækniháskólanum þar sem hópur nemenda undir fánum ELAS hafði víggirt sig.

 

Hermennirnir stukku út úr skriðdrekanum og héldu inn að háskólanum þar sem þeir skutu á allt og alla þrátt fyrir að nemendurnir hafi alls ekki verið vopnaðir.

 

Þetta miskunnarlausa inngrip Breta í Aþenu var harðlega gagnrýnt í Englandi. Dagblaðið The Times sagði að „Hinn óþægilegi sannleikur er sá að vopnaðir breskir hermenn sem upprunalega áttu að koma í veg fyrir blóðshellingar, eru nú á kafi í grísku borgarastríði“.

 

Verkamannaflokkurinn sem var í stjórnaraðstöðu, treysti alls ekki aðgerðum yfirvalda og boðaði til háværrar umræðu í fulltrúadeildinni þann 8. desember.

 

En Churchill haggaðist ekki. Hann var staðráðinn í að lýðræðið skyldi sigra í Grikklandi og það var einungis mögulegt ef kommúnistum væri eytt.

 

„Í Aþenu er útgangspunktur okkar – eins og alls staðar annars staðar í heiminum – enginn friður án sigurs“, sagði hann.

Skriðdrekar á götum Aþenu í baráttuni við kommúnistahópana.

Illskeyttir skæruliðar

Meðan Churchill sat undir ásökunum heima í London geisuðu bardagar fram og aftur á götum Aþenu. Hvergi gátu borgarar né hermenn verið öruggir og sérhver bygging gat skyndilega orðið skotmark.

 

Á fyrstu vikunum höfðu kommúnistar undirtökin. Í fremstu línu stóð andspyrnuher ELAS sem barðist við stjórnarhermenn, Breta og hægrisinnaða andspyrnuhópa.

 

Þeir nutu stuðnings mörg þúsund EAM-liða sem börðust sumir en aðrir njósnuðu um andstæðinginn eða fluttu vistir til nauðstaddra.

 

ELAS var skjótt skipað 12.000 þrautreyndum skæruliðum sem einungis tæpum tveimur mánuðum áður höfðu barist í fjöllunum við þýska herinn.

 

ELAS-hermennirnir voru vanir að heyja stríð án nokkurra reglna og Bretar fengu skjótt að kenna að bellibrögðum þeim sem Grikkirnir höfðu kinnroðalaust notað gegn nasistum.

 

Margir ELAS-liðar voru t.d. ekki í einkennisbúningum og leyniskyttur í borgaralegum klæðum skutu á Bretana frá húsþökum og hurfu síðan sporlaust.

 

Laglegar ungar stúlkur kölluðu glaðlega á hermenn frá svölum húsa og þegar hermennirnir nálguðust voru þeir skotnir niður af leyniskyttum sem földu sig á bakvið pils kvennanna.

 

Aðstoðarhershöfðinginn Scopie sá skjótt að baráttan gegn kommúnistunum var hreint ekki jafn einföld og Churchill hafði vænst.

 

„Undir núverandi kringumstæðum eru hermenn okkar ekki færir um að ná Aþenu. Við neyðumst til þess að sprengja íbúðarsvæði án tillits til mannfalls borgaranna“, tilkynnti hann heim til bresku ríkisstjórnarinnar.

 

Scopie ábyrgðist að miðborg Aþenu yrði áfram undir yfirráðum Breta, m.a. með því að kalla til fallhlífahermenn á mikilvæga staði. Hann setti einnig herdeild upp á Akropolis en þaðan mátti sjá yfir alla borgina og þar með liðsflutninga ELAS-liða.

 

En aðrir hlutar borgarinnar voru í höndum kommúnista og það sama átti við um hafnarbæinn Piræus og marga aðra bæi í nágrenni Aþenu.

 

Þann 12. desember tók aðstoðarhershöfðinginn Scopie við tilboði frá kommúnistum um vopnahlé. Í því sögðust þeir líta á grísku ríkisstjórnina sem meginandstæðing sinn.

 

Ef herlið hennar myndi leggja niður vopn væri ELAS tilbúið að yfirgefa Aþenu. En Churchill skipaði hershöfðingjanum:  „Mikilvægasta markmiðið er að ráða niðurlögum EAM. Að hætta bardögum skiptir minna máli“.

 

Það varð ekkert vopnahlé. Þess í stað styrkti Churchill herafla Breta í Aþenu með fleiri hermönnum, vopnum og flugvélum. Þann 16. desember taldi herlið Breta um 80.000 manns.

Breskur her berst við andspyrnuliða

Þegar svonefndir desemberbardagar brutust út tókst kommúnistum skjótt að ná stjórn yfir mestum hluta Aþenu. En Churchill vildi ekki hætta á að vinstrisinnar sigruðu – og andspænis breskum skriðdrekum, flugvélum og 80.000 hermönnum mátti andspyrnuhreyfing kommúnista sín lítils.

Kröfuganga endar í blóðbaði – uppreisn hefst.

3. desember: 200.000 manns mótmæla ríkisstjórninni þegar andspyrnuhreyfing kommúnista er krafin um að leggja niður vopn.

 

Þegar kröfugangan nær til Syntagma-torgsins fyrir framan gríska þingið skjóta grískir lögreglumenn á fólkið og breskir hermenn sömuleiðis. Minnst 28 manns láta lífið og kommúnistar undirbúa vopnaða mótspyrnu.

Árásir á jarðarfarir.

4. desember: Meðlimir þjóðernissinnuðu Orginization X hreyfingarinnar skjóta á líkfylgd kommúnista. Vopnaðir ELAS-liðar svara skothríðinni. 40 manns láta lífið og átökin magnast upp. Kommúnistar hertaka 22 lögreglustöðvar í Aþenu og tryggja sér stjórn yfir mestum hluta borgarinnar.

Bretar ráðast á háskólann.

5. desember: Breskir hermenn hafa haldið sér til hlés frá því að kröfugangan blóðuga átti sér stað. En Churchill skipar þeim að berjast á ný og breskir hermenn ráðast á nemendur við tækniháskólann.

Kommúnistar ráða yfir borginni.

12. desember: Breskir fallhlífahermenn og leyniskyttur sjá til þess að miðborg Aþenu verður í höndum Breta en kommúnistar ráða ennþá öðrum borgarhverfum þannig að Ronald Scopie verður að biðja um frekari liðsafla til að vinna þau svæði.

Breski herinn kemur á staðinn

13. – 18. desember: Churchill sendir liðsafla til Grikklands með flugvélum, skriðdrekum og hermönnum sem efla herstyrk Breta í 80.000 manns. Þessi stuðningur gerir Bretum kleift að hrekja kommúnista út úr suðvesturhluta Aþenu.

Churchill kemur til Aþenu.

26. desember: Breska þingið gagnrýnir Churchill fyrir að skerast í leikinn – og ekki síst fyrir að senda breska hermenn til Grikklands þegar baráttunni gegn Þýskalandi er ekki ennþá lokið. Churchill heldur því til Aþenu til að hraða friðarferlinu.

Friðarsamningar bregðast.

26. – 27. desember: Bretar hafa safnað saman fulltrúum allra grískra stjórnmálaflokka ásamt samtökunum EAM og ELAS til að semja um frið. En það tekst ekki. Þegar Churchill keyrir í gegnum Aþenu og sér framvindu bardaganna, er hann ekki í nokkrum vafa um að Bretar muni hafa sigur.

Kommúnistar gefast upp

3. janúar: Bretar ná smám saman stjórn á mestallri Aþenu og kommúnistar þurfa að sætta sig við ósigur. Þeir draga sig svo út úr borginni og halda til Þebu, norður af Aþenu.

Friðarsamningar undirritaðir.

12. febrúar: Friðarsamningar eru undirritaðir í Varkiza nærri Aþenu. Desemberbardagarnir hafa kostað mörg þúsund mannslíf og hoggið stór skörð í samstöðu grísku þjóðarinnar en nú standa Bretar endanlega uppi sem sigurvegarar. Kommúnistar leggja niður vopn sín eftir að hafa fengið loforð um sakaruppgjöf og fljótlegar lýðræðislegar kosningar.

Breskur her berst við andspyrnuliða

Þegar svonefndir desemberbardagar brutust út tókst kommúnistum skjótt að ná stjórn yfir mestum hluta Aþenu. En Churchill vildi ekki hætta á að vinstrisinnar sigruðu – og andspænis breskum skriðdrekum, flugvélum og 80.000 hermönnum mátti andspyrnuhreyfing kommúnista sín lítils.

Kröfuganga endar í blóðbaði – uppreisn hefst.

3. desember: 200.000 manns mótmæla ríkisstjórninni þegar andspyrnuhreyfing kommúnista er krafin um að leggja niður vopn. Þegar kröfugangan nær til Syntagma-torgsins fyrir framan gríska þingið skjóta grískir lögreglumenn á fólkið og breskir hermenn sömuleiðis. Minnst 28 manns láta lífið og kommúnistar undirbúa vopnaða mótspyrnu.

4. desember:  Árásir á jarðarfarir.

Meðlimir þjóðernissinnuðu Orginization X hreyfingarinnar skjóta á líkfylgd kommúnista. Vopnaðir ELAS-liðar svara skothríðinni.

 

40 manns láta lífið og átökin magnast upp. Kommúnistar hertaka 22 lögreglustöðvar í Aþenu og tryggja sér stjórn yfir mestum hluta borgarinnar.

Bretar ráðast á háskólann.

5. desember: Breskir hermenn hafa haldið sér til hlés frá því að kröfugangan blóðuga átti sér stað. En Churchill skipar þeim að berjast á ný og breskir hermenn ráðast á nemendur við tækniháskólann.

Kommúnistar ráða yfir borginni.

12. desember: Breskir fallhlífahermenn og leyniskyttur sjá til þess að miðborg Aþenu verður í höndum Breta en kommúnistar ráða ennþá öðrum borgarhverfum þannig að Ronald Scopie verður að biðja um frekari liðsafla til að vinna þau svæði.

Breski herinn kemur á staðinn

13. – 18. desember: Churchill sendir liðsafla til Grikklands með flugvélum, skriðdrekum og hermönnum sem efla herstyrk Breta í 80.000 manns. Þessi stuðningur gerir Bretum kleift að hrekja kommúnista út úr suðvesturhluta Aþenu.

Churchill kemur til Aþenu.

26. desember: Breska þingið gagnrýnir Churchill fyrir að skerast í leikinn – og ekki síst fyrir að senda breska hermenn til Grikklands þegar baráttunni gegn Þýskalandi er ekki ennþá lokið. Churchill heldur því til Aþenu til að hraða friðarferlinu.

Friðarsamningar bregðast.

26. – 27. desember: Bretar hafa safnað saman fulltrúum allra grískra stjórnmálaflokka ásamt samtökunum EAM og ELAS til að semja um frið. En það tekst ekki. Þegar Churchill keyrir í gegnum Aþenu og sér framvindu bardaganna, er hann ekki í nokkrum vafa um að Bretar muni hafa sigur.

Kommúnistar gefast upp

3. janúar: Bretar ná smám saman stjórn á mestallri Aþenu og kommúnistar þurfa að sætta sig við ósigur. Þeir draga sig svo út úr borginni og halda til Þebu, norður af Aþenu.

Friðarsamningar undirritaðir.

12. febrúar: Friðarsamningar eru undirritaðir í Varkiza nærri Aþenu. Desemberbardagarnir hafa kostað mörg þúsund mannslíf og hoggið stór skörð í samstöðu grísku þjóðarinnar en nú standa Bretar endanlega uppi sem sigurvegarar. Kommúnistar leggja niður vopn sín eftir að hafa fengið loforð um sakaruppgjöf og fljótlegar lýðræðislegar kosningar.

Valdajafnvægið breytist

Í þessum bardögum voru allar götur Aþenu mögulegar dauðagildrur og jafnvel þeir borgarar sem reyndu að halda sig fjarri átökum áttu fáa úrkosti.

 

Allsherjarverkfallið leiddi til rafmagnsleysis og gas og vatn barst ekki til borganna. Fyrir vikið breiddist hungur og sjúkdómar út meðal þeirra.

 

ELAS framkvæmdi daglegar rassíur á sínu yfirráðasvæði og sérhver sem leyndi hermönnum ríkisstjórnarinnar, Bretum eða meðlimum EDES og Orginization X átti á hættu að vera pyntaður og tekinn af lífi.

 

Þessar ómanneskjulegu aðferðir áttu einnig við um kommúnista í óvinahöndum. Kommúnista skorti matvæli og vopn og herlið Breta þrengdi sífellt meira að þeim.

 

Rætur ELAS lágu í áralangri andspyrnu skæruliða og veigamestu vopn þeirra voru 80 spengjuvörpur og 57 byssur sem gátu rofið brynvarin farartæki. En nú fengu kommúnistar að finna fyrir fullum þunga breska hersins og voru varnarlausir, m.a. gegn orrustuflugvélum.

 

Spitfires og Beaufighters flugvélar réðust einkum á vegi og varnarvirki og Wellington-sprengiflugvélar rústuðu byggingum kommúnista.

 

Það voru þó einkum fjölmargir Shermann-skriðdrekar sem réðu úrslitum þegar Bretar náðu völdum í Aþenu.

 

Skriðdrekarnir voru nauðsynlegir í götubardögum og þegar þeir ruddust fram á götum borgarinnar flúðu skæruliðarnir, enda gátu þeir ekki veitt þeim neina mótspyrnu.

 

Þegar nær dró jólum hafði stríðsgæfan endanlega snúið baki við kommúnistum sem misstu að meðaltali 54 menn fyrir hverja götu sem þeir reyndu að halda.

 

Slíkt mannfall gátu þeir ekki þolað og þann 20. desember var nokkuð ljóst að skæruliðaher ELAS gat ekki lengur staðist Bretum snúning.

 

En kommúnistar gáfust samt ekki upp og heima í London gátu fæstir séð skynsemina í hlutverki Breta í þessari baráttu.

 

Í miðju stríði gegn nasistum Þýskalands voru tugþúsundir hermanna sendir til Grikklands sem var ekki einu sinni hernumið lengur!

 

Pólitískur þrýstingur á Churchill jókst stöðugt og þann 25. desember 1944 varð hann að ferðast til Aþenu til þess að tryggja friðarsamninga.

Scopie aðstoðarhershöfðingi var harla ánægður með sigurinn í Aþenu.

Enginn vildi semja

Morguninn þann 26. desember 1944 kom Churchill til hafnarborgarinnar Piræus meðan stórskotahríð og vélbyssur drundu í fjarska.

 

Þetta var hættuför en þar sem forsætisráðherrann fylgdist á bryggjunni með fjórum Beaufighters hringa yfir Aþenu, steypa sér niður og skjóta eldflaugum á skotmörk, hughreystist hann.

 

Hvarvetna hitti Churchill breska hermenn sem voru öskureiðir yfir gagnrýni pressunnar heima fyrir og hann varð sannfærður um að þeir myndu ráða niðurlögum kommúnista.

 

Samningarnir fóru fram á Hotel Grande Bretagne í skini ljóss frá nokkrum olíulömpum. Fulltrúar frá grískum flokkum ásamt ELAS og EAM voru á staðnum.

 

En skjótt kom í ljós að enginn var reiðubúinn til að gera nokkrar málamiðlanir. Bretar vildu að kommúnistar legðu niður vopn og yfirgæfu Aþenu, meðan KKE, EAM og ELAS kröfðust þess að fá veigameira hlutverki að gegna í grískri ríkisstjórn.

 

Eftir tvo daga þurfti Churchill að halda heimleiðis án samnings – en var fullviss um að fullnaðarsigur væri innan seilingar.

Stórir hlutar Aþenu eyðilögðust í sprengiregni Breta

Ameríkanar fordæmdu Churchill

„Hvernig dettur Bretum þvílíkt einu sinni í hug!“ hrópaði bandaríski forsetinn Franklin D. Roosevelt ævareiður, þegar hann heyrði fregnirnar um blóðuga bardaga í Aþenu. Churchill gat ekki vænst stuðnings hans við þetta inngrip Breta í Grikklandi.

 

Þess í stað sendi utanríkisráðuneyti BNA frá sér yfirlýsingu þann 5. desember 1944, þar sem aðgerðir Breta í Aþenu voru fordæmdar.

 

Bandaríkjastjórn hafði nefnilega ekki miklar áhyggjur af framgangi vinstrimanna í landinu, því hún vissi að grískir kommúnistar nutu ekki stuðnings Stalíns og reiknaði með að Grikkir yrðu samstarfsfúsir Vesturlöndum.

 

Ameríkanar gripu aldrei beint inn í desemberbardagana en fjölmörgum sinnum vöktu þeir athygli á því að þessi átök bæri að leysa af Grikkjunum sjálfum en ekki með breskum herafla.

Bardagar kostuðu mörg þúsund lífið

Kommúnistar reyndu að halda í vonina um sigur en eftir heiftarlega árás Breta þann 3. janúar 1945 urðu þeir að sætta sig við vonlausa stöðu og héldu út úr Aþenu.

 

Þeir tóku með sér 15.000 fanga, einkum borgara sem voru hallir undir andkommúnískar hreyfingar.

 

Gíslana átti að nýta í friðarviðræðum, meðan 4.000 voru ýmist teknir af lífi eða dóu úr sulti og örmögnun áður en friðarsamningar voru undirritaðir þann 12. febrúar.

 

Í stað þess að kommúnistar legðu niður vopn tryggði samningurinn þeim lýðræðislegar kosningar, sakaruppgjöf fyrir pólitísk afbrot og tryggingu fyrir tjáningarfrelsi.

 

Tveim dögum síðar flaug Churchill aftur til Aþenu sem sigurvegari. Í þinginu heima fyrir hélt hann ræðu fyrir framan m.a. 25.000 Grikki.

 

„Það birtir af degi og myrkrið hverfur. Stórkostleg framtíð bíður lands ykkar. Ég er stoltur af breska hernum sem hefur varið þessa ódauðlegu borg gegn ofbeldi. Frelsi grískrar þjóðar, velferð og hamingja er okkur ofarlega í huga hér í Stóra-Bretlandi“, undirstrikaði Churchill.

 

Daginn eftir flaug hann til Egyptalands og skildi eftir Grikkland sem eftir 33 daga blóðuga baráttu og 17.000 látna var klofnara en nokkru sinni fyrr.

Óhugnanlegar hausaveiðar á grískum kommúnistum hófust eftir að þeir lögðu vopnin niður í janúar 1945.

Hryðjuverk breyttu friði í borgarastríð

Vonin um friðsamara samfélag kviknaði þegar desemberbardögunum lauk. En sá friður stóð stutt og varð síðan að hræðilegri martröð fyrir gríska kommúnista.

 

Varkiza-samningurinn sem opinberlega markaði lok desemberbardaganna átti að tryggja á árinu 1945 lýðræðislega enduruppbyggingu Grikklands.

 

En þessi 33 daga blóðuga barátta hafði myndað margvíslegan klofning hjá stríðshrjáðri þjóðinni og aldrei var staðið við samninginn.

 

Þvert á móti veitti gríska ríkisstjórnin kommúnistum hvorki sakaruppgjöf fyrir pólitísk afbrot, né lýðræðislegar kosningar sem Varkiza-samningurinn átti annars að tryggja.

 

Þess í stað breiddust út hryðjuverk öfgahægrimanna í öllu landinu og kommúnistar og aðrir vinstrisinnaðir fengu að kenna á miskunnarlausum árásum, morðum og handtökum. Herskáu samtökin Orginization X efldust verulega og töldu um 200.000 meðlimi árið 1946.

 

Meðal Grikkja varð það smám saman til marks um „þjóðernislegt hugarfar“, að hafa unnið með Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni, meðan andspyrnuliðar – sem og fjölskyldur þeirra – voru sagðir vera hryðjuverkamenn og óferjandi glæpamenn.

 

Einkum var það Orginization X sem stóð fyrir slíkum ofsóknum en ríkisstjórnin gerði ekkert til að stöðva illskeytt framferði þeirra. Einhver óhugnanlegasta aðgerð hreyfingarinnar fólst í eiginlegum hausaveiðum, þar sem reiðufé var greitt fyrir hvern þann sem drap ELAS-meðlim og kom með afskorið höfuð hans til samtakanna.

 

Hausaveiðar þessar voru vitanlega harðlega gagnrýndar á alþjóðlegum vettvangi um leið og myndir af sigrihrósandi öfgahægrimönnum með afskorin höfuð kommúnista í höndunum komu fram í dagsljósið.

 

Í nóvember 1945 voru um 18.000 manns fangelsaðir fyrir þátttöku í andspyrnuhreyfingunni. Margir þeirra voru sendir í fangabúðir á grískum eyjum, þar sem þeir sættu pyntingum. Aðrir 80.000 voru með handtökuskipun hangandi yfir höfði sér.

 

Árið 1946 leiddi þetta skelfilega ástand til þriggja ára borgarastríðs sem kostaði meira en 50.000 manns lífið. Álíka margir Grikkir flúðu landið.

 

Það var fyrst upp úr 1980, þegar Andreas Papandreou, sonur Georgios Papandreou, varð forsætisráðherra sem að kommúnistar hlutu opinberlega viðurkenningu fyrir hetjulegt framlag sitt í síðari heimsstyrjöldinni.

Lestu meira um desemberbaráttuna í Aþenu

  • Menelaos Charalampidis: Dekemvriana 1944, Alexandra Publications, 2014

 

  • John O. Latrides: Revolt in Athens, Princeton Legacy Library, 1972

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Apergis, Bue Kindtler-Nielsen

Getty Images, Shutterstock, Wikimedia Commons,© Mondadori Portfolio / Getty Images, Dmitri Kessel, Vints,© IWM, Keystone/Stringer, Tovaitino

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is