Af hverju er kýrin heilög á Indlandi?

Myndir frá Indlandi sýna oft pollrólegar kýr reikandi um í miðri bílaumferð í borgum landsins. En af hverju eru kýr heilagar í augum Indverja?

BIRT: 29/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Kýrin er eins konar móðurguð hindúa og í sumum indverskum ríkjum er jafnvel bannað að slátra kúm og nautum.

 

Að vísu er sérstöðu kýrinnar ekki lýst í elstu helgu textum hindúa, Vedaritunum.

 

Hugmyndin um hina helgu kú og þar af leiðandi bann við að slátra kúm spratt upp þegar guðheimur hindúatrúarinnar þróaðist.

 

Sennilega öðlaðist bannið þó meira vægi sem mótmæli gegn múslimum sem smám saman tóku yfir norðvestur Indland á áttundu öld. Þeir höfðu ekkert á móti góðri nautasteik.

 

Áður en kýrin var friðuð var hún í raun fórnardýr í trúarbrögðum hindúa. Síðan varð kýrin tákn hins góða, frjóa og kvenlega og var friðuð vegna þessara móðureiginleika.

 

Hins vegar er ekki aðeins guðrækni að baki verndun kúa, heldur einnig yfirvegaðar ákvarðanir.

 

Gríðarleg mannfjölgun

Þar sem Indverjum fjölgaði ört urðu kýrnar mun mikilvægari í landbúnaði, t.d. til að plægja akrana og að slátra vinnudýrunum voru skammtímalausnir sveltandi fólks.

 

Þó að kýrnar á Indlandi séu ekki drepnar eru margar þeirra horaðar og vanræktar þar sem þær ganga um indverskar götur og trufla umferð.

 

Indverskur bóndi slátrar ef til vill ekki gamalli kú sem ekkert gagn er af lengur en skilur hana eftir til að bjarga sér sjálfri og þarf hún að lifa á rusli sem hún finnur.

 

Á meðan getur bóndinn notið góðs af kúamykjunni, annað hvort sem áburði eða eldsneyti.

BIRT: 29/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is