Þrátt fyrir að vísindamenn hafi í meira en 2.000 ár safnað margvíslegum sönnunum um að heimapláneta okkar sé kúlulaga, þá er samt sem áður að finna heittrúaðan hóp manna sem staðhæfir að jörðin sé flöt.
Það þarf þó ekkert annað en heilbrigða skynsemi til að staðfesta lögun jarðar. Hér eru fimm slíkar sannanir:
1. SÖNNUN: Jörðin varpar hringlaga skugga á tunglið.
Fyrir meira en 2.000 árum uppgötvaði Aristóteles eina bestu sönnun þess að pláneta okkar er kúlulaga.
Hann tók eftir því að jörðin varpar hringlaga skugga á tunglið við tunglmyrkva. Í slíkum myrkva er jörðin stödd á milli sólar og tungls og því afhjúpar skugginn lögunina á okkar hnetti.
Ef jörðin væri flöt myndi hún varpa þunnum línulegum skugga á tunglið.
2. SÖNNUN: Þú getur séð lengra þess hærra sem þú klifrar upp.
Hefur þú einhvern tímann furðað þig á því hvers vegna útsýnisstaðir eru alltaf staðsettir eins hátt uppi og mögulegt er. Jafnvel þó maður sé staddur á báti þar sem tré og hús skyggja ekki á útsýnið.
Skýringin liggur í hringlaga formi jarðar
Þú getur nefnilega séð lengra ef þú klifrar upp – sveigja jarðar skapar betra sjónarhorn fyrir útsýni þitt.
3. SÖNNUN: Við erum með tímabelti.
Þegar klukkan er 10 um morguninn á Ísland og sólin stendur hæst á himni, þá er klukkan 6 um morguninn í New York – þar hefur sólin ekki enn risið upp.
Í Sydney er klukkan 9 um kvöld og þar hefur sólin fyrir löngu sest.
Við erum með tímabelti því sólin lýsir á eina hlið jarðar hverju sinni. Ef þú setur bolta fyrir framan vasaljós getur ljóskeilan einungis hitt eina hlið boltans, meðan hin gagnstæða er myrkvuð.
Hinir svonefndu „flat-earthers“ trúa því að sólin hangi fyrir ofan okkur og lýsi aðeins upp takmarkað svæði í hvert sinn. En þá ættum við að geta séð ljóskeiluna frá himni þrátt fyrir að við stæðum ekki beint undir ljósinu.
Tímabeltin sýna þannig hvernig sólin er hringlaga og jafnframt að hún snúist um eigin öxul.
4. SÖNNUN: Maður getur séð skip koma smám saman í ljós við sjóndeildarhringinn.
Ef þú hefur einhvern tímann staðið á strönd og orðið vitni að því hvernig skip koma í ljós við sjóndeildarhringinn hefurðu vafalítið tekið eftir því að skipin birtast ekki bara allt í einu við sjónarrönd.
Það myndu þau gera væri jörðin flöt.
Hins vegar er engu líkara en að þau rísi upp úr hafinu. Þetta er ein sönnun þess að þú horfir á hluta af sveigðu yfirborði – en ekki flötum disk.
5. SÖNNUN: Myndir utan úr geimi sýna hringlaga jörð.
Gervihnettir, könnunarför og geimleiðangrar hafa í meira en hálfa öld sent myndir utan úr geimi af plánetu okkar.
Allar sýna þær sveigju jarðar. Þær sem hafa verið teknar í mikilli fjarlægð sýna augljóslega kúlulagaðan hnött okkar.
Þú getur sjálfur kafað niður í myndaalbúm geimfaranna hér.