Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Jörðin er flöt. Þetta staðhæfir hópur sannfærðra manna þrátt fyrir að vísindamenn hafi í meira en 2.000 ár safnað saman sönnunum um hið gagnstæða. Hér gefur að líta fimm óumdeilanlegar staðreyndir sem sanna að jörðin er kúlulaga.

BIRT: 10/11/2024

 

Þrátt fyrir að vísindamenn hafi í meira en 2.000 ár safnað margvíslegum sönnunum um að heimapláneta okkar sé kúlulaga, þá er samt sem áður að finna heittrúaðan hóp manna sem staðhæfir að jörðin sé flöt.

 

Það þarf þó ekkert annað en heilbrigða skynsemi til að staðfesta lögun jarðar. Hér eru fimm slíkar sannanir: 

 

1. SÖNNUN: Jörðin varpar hringlaga skugga á tunglið.

 

Fyrir meira en 2.000 árum uppgötvaði Aristóteles eina bestu sönnun þess að pláneta okkar er kúlulaga. 

 

Hann tók eftir því að jörðin varpar hringlaga skugga á tunglið við tunglmyrkva. Í slíkum myrkva er jörðin stödd á milli sólar og tungls og því afhjúpar skugginn lögunina á okkar hnetti. 

 

Ef jörðin væri flöt myndi hún varpa þunnum línulegum skugga á tunglið. 

 

2. SÖNNUN: Þú getur séð lengra þess hærra sem þú klifrar upp. 

Hefur þú einhvern tímann furðað þig á því hvers vegna útsýnisstaðir eru alltaf staðsettir eins hátt uppi og mögulegt er. Jafnvel þó maður sé staddur á báti þar sem tré og hús skyggja ekki á útsýnið.

 

Skýringin liggur í hringlaga formi jarðar 

 

Þú getur nefnilega séð lengra ef þú klifrar upp – sveigja jarðar skapar betra sjónarhorn fyrir útsýni þitt. 

 

 

3. SÖNNUN: Við erum með tímabelti. 

Þegar klukkan er 10 um morguninn á Ísland og sólin stendur hæst á himni, þá er klukkan 6 um morguninn í New York – þar hefur sólin ekki enn risið upp. 

 

 

Í Sydney er klukkan 9 um kvöld og þar hefur sólin fyrir löngu sest. 

 

 

Við erum með tímabelti því sólin lýsir á eina hlið jarðar hverju sinni. Ef þú setur bolta fyrir framan vasaljós getur ljóskeilan einungis hitt eina hlið boltans, meðan hin gagnstæða er myrkvuð. 

 

 

Hinir svonefndu „flat-earthers“ trúa því að sólin hangi fyrir ofan okkur og lýsi aðeins upp takmarkað svæði í hvert sinn. En þá ættum við að geta séð ljóskeiluna frá himni þrátt fyrir að við stæðum ekki beint undir ljósinu. 

 

 

Tímabeltin sýna þannig hvernig sólin er hringlaga og jafnframt að hún snúist um eigin öxul. 

 

4. SÖNNUN: Maður getur séð skip koma smám saman í ljós við sjóndeildarhringinn. 

 

Ef þú hefur einhvern tímann staðið á strönd og orðið vitni að því hvernig skip koma í ljós við sjóndeildarhringinn hefurðu vafalítið tekið eftir því að skipin birtast ekki bara allt í einu við sjónarrönd. 

 

Það myndu þau gera væri jörðin flöt.

 

Hins vegar er engu líkara en að þau rísi upp úr hafinu. Þetta er ein sönnun þess að þú horfir á hluta af sveigðu yfirborði – en ekki flötum disk. 

 

5. SÖNNUN: Myndir utan úr geimi sýna hringlaga jörð. 

 

Gervihnettir, könnunarför og geimleiðangrar hafa í meira en hálfa öld sent myndir utan úr geimi af plánetu okkar. 

 

 

Allar sýna þær sveigju jarðar. Þær sem hafa verið teknar í mikilli fjarlægð sýna augljóslega kúlulagaðan hnött okkar. 

 

 

Þú getur sjálfur kafað niður í myndaalbúm geimfaranna hér. 

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Rikke Jeppesen

Shutterstock, NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is