Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Um 20.000 grameðlur voru samtímis uppi í Norður-Ameríku. Þetta sýnir ný rannsókn. Samt hafa aðeins fundist 30 beinagrindur.

BIRT: 11/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Þekktasta risaeðlan er vafalaust Tyrannosaurs rex, eða grameðlan. Þetta tröllvaxna rándýr lifði í Norður-Ameríku á krítarímabilinu fyrir 68-66 milljónum ára.

 

En hve margar grameðlur voru uppi á hverjum tíma? Hópur bandarískra steingervingafræðinga einsetti sér að finna svar við þessari spurningu og niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í vísindatímaritinu Science.

 

Notuðu tölvulíkön

Með því að nota tölvulíkön gátu vísindamennirnir samkeyrt gögn af mjög margvíslegum toga.

 

Þeir skoðuðu t.d. stofna rándýra sem nú á dögum eru efst í fæðukeðjunni og hvernig þessir stofnar skiptast. Með því að rannsaka beinagrindur af grameðlum reiknuðu þeir út ævilengd, kynþroskaaldur, þyngd og fjölda dýra á nábýlissvæðum.

Tyrannosaurus rex er langþekktast tyrannosauruseðlan. Hún lifði á jörðinni þar til fyrir 66 milljónum ára, þegar risaeðlurnar dóu út.

Þrjú grunnatriði um drottningu ráneðlnanna

  • Munnurinn

Grameðlan var bithörðust allra landdýra – náði þrýstingi upp á 57.000 newton.

 

  • Tennurnar

Tennur skepnunnar voru 30 sm langar – en þykkar og ekki mjög beittar.

 

  • Búsvæði

Grameðlan lifði einungis í Norður-Ameríku, en gæti hafa verið komin af eðlu sem kom frá Asíu.

Reiknuðu sig upp í milljarða

Á endanum gátu vísindamennirnir áætlað að T. rex hefði átt heimkynni á um 2,3 milljónum ferkílómetra lands og að ævilengd hverrar kynslóðar hefði verið um 19 ár.

 

Að samanlögðu sýndu þessi gögn að stofnstærðin hafi að jafnaði verið um 20.000 dýr. Steingervingafræðingar áætla að tegundin hafi verið við lýði í tvær og hálfa milljón ára. Þá hafa kynslóðirnar orðið um 127.000 og heildarfjöldi dýra á öllu tímabilinu um tveir og hálfur milljarður.

 

Hvað varð af öllum beinunum?

Nú hafa aðeins fundist leifar um 100 grameðlum og aðeins 32 beinagrindur eru heillegar. Það svarar til þess að ein beinagrind af hverjum 80 milljónum hafi varðveist.

 

Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja á hinn bóginn einn af 80 milljónum sé í rauninni nokkuð há tala þegar tekið er með í reikninginn að flestar þessar leifar fundust á litlum svæðum í Montana, þar sem unnt er að komast að þeim berglögum sem varðveittu beinin.

 

Nú standa vonir til að tölvulíkönin sem vísindamennirnir þróuðu geti komið að notum við að reikna út hve margar eðlur af öðrum tegundum hafi verið uppi – og þannig hjálpað vísindamönnum enn frekar í rannsóknum sínum.

 

Árið 2019 endurheimti Tyrannosaurus rex titilinn sem stærsta landrándýr sögunnar, eftir að annað rándýr hafði verið talið heldur stærra í meira en 20 ár. Það sem varð til þess að grameðla endurheimti titilinn var beinagrind sem fannst í Kanada árið 2013 reyndist langstærsta grameðla sem fundist hafði og heilum tveimur tonnum þyngri en keppinautarnir. Eftir ýtarlegar rannsóknir var hægt að slá þessu endanlega föstu árið 2013.

BIRT: 11/08/2022

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is