Search

Tólf ára telpa fann steingerving af risaeðlu

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Þegar Mary Anning (1799 – 1847) var aðeins tólf ára gömul fann hún beinagrind af merkilegu sjávarskrímsli – næstum 6 metra löngu kvikindi sem líktist krókódíl og lá varðveitt í setlögum austan við litla suðurenska þorpið Lyme Regis.

 

Þetta reyndist fyrsta fullkomna beinagrind af fiskeðlu – eða ictyosaurus – sem hafði fundist og kynnti heim risaeðlanna fyrir fræðimönnum.

 

Fundurinn var upphaf á einstæðum ferli ungu stúlkunnar enda var hún einhver fundvísasta manneskja á þessu sviði.

 

Mary Anning var uppi á þeim tímum þegar steingervingaleit var vinsæl meðal bæði leikra og lærðra.

 

Steingervingar gengu sölum og kaupum fyrir miklar fúlgur og vegna skarpskyggni Marys gat hún brátt séð sér farborða með söfnuninni.

 

Steingervingasafnarar kepptust við að fá hana til að finna nýja hluti í söfn sín. Einn þeirra, auðkýfingurinn Thomas Birch, gekk jafnvel svo langt að selja gjörvallt safn sitt og láta Mary hafa peningana.

 

Það gerði hann svo hún gæti einbeitt sér í leit að nýjum tegundum, og með aðstoð hennar var hann brátt kominn með afar gott safn á ný.

 

Árið 1821 skráði Mary Anning nafn sitt í sögubækur þegar hún fann fyrstu svaneðluna. Síðar fann hún einnig eitt best varðveitta eintak af flugeðlu, tvær aðrar af fiskieðlum og ótal minni dýr.

 

Hún dó úr brjóstkrabba aðeins 47 ára en áður hafði hún hlotið margvíslega upphefð. Þannig varð hún fyrsti heiðursmeðlimur í nýstofnuðu Dorset County Museum og eins má nefna að hún var innblástur þess orðtaks sem enn þann dag í dag er notað af Englendingum til að kanna færni útlendinga í ensku:

 

„The woman by the sea shore, she sells seashells by the shore.“

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is