Náttúran

Risar náttúrunnar missa stjórnina

Stærstu dýr dýraríkisins halda sig að öllu jöfnu út af fyrir sig og forðast önnur stór dýr. Sultur, reiði eða hetjudáðir geta þó þvingað þessar risavöxnu verur til að berjast upp á líf og dauða.

BIRT: 19/03/2022

Æstur fíll þeytir óvininum í loft upp.

Rani fílsins felur í sér eina 150.000 vöðva og er fær um að lyfta 500 kg. Þetta sannaði fílskýr með afkvæmi fyrir örfáum árum þegar buffali einn réðst til atlögu. Móðirin stakk buffalann á hol með vígtönnunum og þeytti honum upp í loft, líkt og tuskudúkku.

Hnúfubakur í hópslagsmálum við tígrishákarla.

Tígrishákarlar stunda yfirleitt veiðar aleinir en þegar stór bráð er veidd starfa rándýrin saman. Hákarlarnir ráðast til dæmis saman á hnúfabaka og bíta á uggana á þeim. Að lokum verða hvalirnir svo illa á sig komnir að þeir sökkva hjálparvana og drepast.

Gráðug ljón slátra bækluðum gíraffa.

Gíraffi getur deytt ljón með einu öflugu sparki. Engu að síður réðust tvö hungruð ljón á fullvaxinn gíraffa í fyrir ekki svo löngu. Hófar gíraffans voru vanskapaðir svo dýrið var viðkvæmara fyrir árásum en ella og þegar ljónin höfðu náð taki á risanum var hann dauðans matur.

Jagúarinn bítur í heilann á bráð sinni.

Bitstyrkur jagúarsins er meiri en styrkur tígrisdýra og ljóna og fyrir bragðið hefur krókódíllinn ekkert bolmagn í sterkbyggt kattardýrið, þrátt fyrir að vera helmingi stærri. Eftir stuttan bardaga rífur jagúarinn í sundur slagæðina í hálsi andstæðingsins eða mölvar höfuðkúpu hans.

Loftslagsbreytingar neyða hvítabirni á hættulegar veiðar.

Hafísinn á Hudson Bay við strendur Kanada er orðinn svo þunnur að engin leið er að stunda selaveiðar þar. Þess í stað hafa hvítabirnirnir valið sér langtum hættulegri bráð, nefnilega rostunga. Hvítabjörninn ræðst til atlögu við risavaxna bráðina, sem vegur heilt tonn, og stingur klónum í rostunginn fjarri skögultönnum hans.

Finka veidd í köngulóarvefinn.

Ástralska risaköngulóin er sannkallaður risi í heimi köngulóa með fimm sm langan búk sinn og 10 sm háa fótleggina. Vefur hennar, sem er alls metri á breidd, er svo sterklega gerður að hún getur veitt í hann fugl, sem tryggir köngulónni næga fæðu í margar vikur.

Öflugt bit verður krókódíl að fjörtjóni.

Þessi krókódíll hætti sér eilítið of nærri ungum flóðhesti og allir fimmtíu flóðhestar hjarðarinnar komu honum til varnar. Bitkraftur flóðhesta samsvarar nokkrum tonnum og dýrunum tókst fljótt að hryggbrjóta risavaxna skepnuna með þeim afleiðingum að stórslasaður krókódíllinn flaut niður eftir ánni.

Hetjudáð móðurinnar bjargaði afkvæmunum.

Þegar tígrisdýrið gerði sig líklegt til að stinga klónum í tvo litla bjarnarhúna réðst móðir þeirra til atlögu við dýrið með hvassar klærnar og sterklegar tennurnar. Síður feldur bjarndýrsins gerði tígrisdýrinu erfitt fyrir að ná góðum tökum á andstæðingnum og eftir tveggja mínútna viðureign gafst dýrið einfaldlega upp.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

Kim Maurer/Caters News/Ritzau Scanpix & Warner Bros.,KOSTA STAMOULIS/NOAA NMFS PERMIT #9321489-08,Vincent Grafhorst/Minden Pictures/Getty Images,Suzi Eszterhas/Minden Pictures/Getty Images,Paul Souders/Getty Images,Debsch,Vaclav Silha/Barcroft/Getty Images,Aditya Singh/Getty Images,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is