1. Svarthol geta myndað plánetur
Það eru ekki bara stjörnur sem mynda plánetur í kringum sig.
Plánetur geta líka myndast í þéttum rykskýjum sem umkringja sum stærstu svartholin í miðju Vetrarbrautarinnar.
Þetta sýna útreikningar japanskra vísindamanna.
Niðurstaðan er sú að til geti verið gríðarstór plánetukerfi með tugþúsundum plánetna með tífaldan massa jarðar á brautum um svarthol.
2. Svarthol of stórt fyrir fræðin
Kínverskir vísindamenn hafa fundið svarthol sem ekki ætti að geta verið til.
Þetta er svokallað stjörnumassa-svarthol sem myndast eftir dauða stórrar stjörnu.
Samkvæmt fræðunum eru slík svarthol að hámarki 25 sólmassar en hreyfingar stjörnu á braut um svartholið sýna að þyngd þess er heilir 68 sólmassar.
3. Lítil svarthol drepa stjörnur
Í kenningar okkar um sprengistjörnur vantar mikilvægt atriði, sem sé „hvellhettu“ sem kemur sprengingunni af stað.
Nú telja kanadískir vísindamenn sig mögulega hafa fundið lausn.
Ef myrkt efni þrengir sér inn í stjörnuna, getur það safnast upp í lítið svarthol í miðjunni og leyst sprenginguna úr læðingi.
4. Svarthol slengir stjörnu frá sér
Sex milljón km/klst. er hraði stjörnu sem fjölþjóðlegur hópur stjörnufræðinga hefur uppgötvað.
Fyrir fimm milljónum ára hefur hún þeyst frá hinu risastóra svartholi í miðju Vetrarbrautarinnar og hraðinn er svo mikill að þegar þar að kemur fer hún alla leið út úr Vetrarbrautinni.