Maðurinn

Neandertalsmenn urðu fórnarlömb ásta og blöndunar

Ástarlífið gæti hafa verið það sem að lokum varð til þess að útrýma Neandertalsmönnum samkvæmt nýrri rannsókn.

BIRT: 24/06/2023

Neandertalsmenn dóu út fyrir um 40.000 árum en ástæða þess er enn sveipuð talsverðum dularhjúp.

 

Margar skýringar hafa verið settar fram og byggja á allt frá sjúkdómum til loftslagsbreytinga eða eldgosa.

 

En nú sýnir ný rannsókn að skýringin gæti verið af erótískum toga og þar með alveg án ofbeldis. Þá hafa það verið lostafull samskipti milli kynþátta sem að lokum ollu því að kynkvísl Neandertalsmanna dó út.

 

Erfðarannsóknir hafa þegar sýnt að í flestu fólki utan Afríku eru um 2% erfðamassans komin frá Neandertalsmönnum.

 

Aftur á móti hafa ekki fundist nein gen frá nútímamanninum í erfðamassa þeirra 32 einstaklinga af Neandertalskynþættinum sem tekist hefur að greina. Þetta vakti forvitni vísindamannanna.

 

Þeir telja skýringuna geta verið fólgna í því að samruni þessara tveggja kynþátta hafi aðeins verið mögulegur á annan veginn.

Stærsti núlifandi köttur heims er blendingskötturinn Liger, sem er blanda af karlljóni og kvenkyns tígrisdýri.

Frjósamir menn hurfu

Í erfðamassa okkar hefur nefnilega ekki fundist DNA úr orkukornum Neandertalskvenna en þessi hluti erfðaefnisins erfist aðeins í kvenlegg.

 

Þetta gæti þýtt að Neandertalskarlar og konur af kynþætti nútímamannsins hafi getað eignast börn saman en ekki öfugt.

Nútímamenn tilheyra tegundinni Homo sapiens.

Vísindamennirnir telja því hugsanlegt að Neandertalskarlar hafi verið teknir inn í ættbálka nútímamanna en ættbálkar Neandertalsmanna hafi síður tekið til sín nútímamenn.

 

„Hafi frjósamir karlar á besta aldri verið velkomnir í samfélög nútímamanna, hafa þeir þar með horfið úr Neandertalssamfélaginu. Og slík þróun er til lengdar ekki sjálfbær fyrir smáa hópa í veiðimannasamfélagi,“ segja vísindamennirnir í niðurstöðum sínum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Shutterstock. © Shutterstock & Kennis & Kennis.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.