Neandertalsmenn dóu út fyrir um 40.000 árum en ástæða þess er enn sveipuð talsverðum dularhjúp.
Margar skýringar hafa verið settar fram og byggja á allt frá sjúkdómum til loftslagsbreytinga eða eldgosa.
En nú sýnir ný rannsókn að skýringin gæti verið af erótískum toga og þar með alveg án ofbeldis. Þá hafa það verið lostafull samskipti milli kynþátta sem að lokum ollu því að kynkvísl Neandertalsmanna dó út.
Erfðarannsóknir hafa þegar sýnt að í flestu fólki utan Afríku eru um 2% erfðamassans komin frá Neandertalsmönnum.
Aftur á móti hafa ekki fundist nein gen frá nútímamanninum í erfðamassa þeirra 32 einstaklinga af Neandertalskynþættinum sem tekist hefur að greina. Þetta vakti forvitni vísindamannanna.
Þeir telja skýringuna geta verið fólgna í því að samruni þessara tveggja kynþátta hafi aðeins verið mögulegur á annan veginn.
Stærsti núlifandi köttur heims er blendingskötturinn Liger, sem er blanda af karlljóni og kvenkyns tígrisdýri.
Frjósamir menn hurfu
Í erfðamassa okkar hefur nefnilega ekki fundist DNA úr orkukornum Neandertalskvenna en þessi hluti erfðaefnisins erfist aðeins í kvenlegg.
Þetta gæti þýtt að Neandertalskarlar og konur af kynþætti nútímamannsins hafi getað eignast börn saman en ekki öfugt.
Nútímamenn tilheyra tegundinni Homo sapiens.
Vísindamennirnir telja því hugsanlegt að Neandertalskarlar hafi verið teknir inn í ættbálka nútímamanna en ættbálkar Neandertalsmanna hafi síður tekið til sín nútímamenn.
„Hafi frjósamir karlar á besta aldri verið velkomnir í samfélög nútímamanna, hafa þeir þar með horfið úr Neandertalssamfélaginu. Og slík þróun er til lengdar ekki sjálfbær fyrir smáa hópa í veiðimannasamfélagi,“ segja vísindamennirnir í niðurstöðum sínum.