Tækni

Helstu deilumál vísindanna: Kínverskur vísindamaður breytti erfðaefni í börnum

Árið 2018 breytti kínverskur vísindamaður, fyrstur allra, erfðaefni barna. Hvar eru börn þessi núna? Hvað var gert við vísindamanninn? Við höfum fylgst með einu umdeildasta vísindaafreki aldarinnar.

BIRT: 16/01/2023

Í stuttu máli

Fyrstu erfðabreyttu börn veraldar komu í heiminn árið 2018 en um var að ræða tvíburasysturnar Lulu og Nönu. Kínverski vísindamaðurinn He Jiankui hafði átt við erfðaefni systranna með svonefndri CRISPR-tækni í því skyni að gera þær ónæmar gegn HIV-smiti. Hann opinberaði afrek sitt á ráðstefnu einni skömmu síðar og uppskar ekkert annað en áfellisdóm frá vísindamönnum um gjörvallan heim.

Það mátti heyra saumnál detta þegar He Jiankui steig fram á sviðið. Hundruð fremstu vísindamanna heims á sviði erfðafræði og frjósemi voru saman komnir á vísindaráðstefnu í Hong Kong og þeir vissu að þeirra biðu stórkostleg tíðindi.

 

Þennan dag í nóvember 2018 var He Jiankui óþekktur, ungur vísindamaður sem starfaði við Southern University of Science and Technology í Shenzhen í Kína. Næsta dag vissi gjörvallur heimurinn deili á honum.

 

Á sviðinu kynnti hann til sögunnar tímamótaafrek sem skildi allan áhorfendaskarann eftir gapandi af undrun. Frásögnin byrjaði á rólegu nótunum: He Jiankui hafði ætlað sér að aðstoða hjón sem þráðu að eignast börn.

He Jiankui hefur líkt afreki sínu við uppfinningu tæknifrjóvgunar, sem árið 2010 leiddi til Nóbelsverðlauna fyrir vísindamanninn Robert G. Edwards.

Maðurinn var með HIV-smit og hjónin ungu voru logandi hrædd um að börn þeirra kynnu að smitast af veirunni.

 

Lausn He Jiankuis á vandanum er ástæða þess að hann er nú einn umdeildasti vísindamaður heims. Honum tókst með aðstoð gervifrjóvgunar að skapa tvö fóstur og breytti síðan erfðaefni þeirra með það fyrir augum að gera þau ónæm gegn HIV-smiti.

 

Fóstrin urðu að litlum tvíburasystrum sem ganga undir dulnefnunum Lulu og Nana en systurnar fæddust einum mánuði áður en ráðstefnan átti sér stað. Með þessu móti hafði He Jiankui skapað fyrstu erfðabreyttu börnin í heiminum.

 

Allar götur síðan hefur allt gengið á afturfótunum hjá vísindamanninum unga.

 

Afrek breyttist í niðurlægingu

He Jiankui hafði séð fyrir sér að hann yrði hylltur á ráðstefnunni og að hann uppskæri fögnuð og hrifningu starfsbræðra sinna. Viðbrögðin við tilraun hans létu svo sem ekki á sér standa en voru þveröfug við það sem hann hafði búist við og hann var fordæmdur fyrir gjörðir sínar.

 

Langflestir vísindamenn líta nefnilega svo á að erfðatæknin sé engan veginn komin á þann stað að það geti talist vera ábyrgt að eiga við gen fóstra því hættan á að valda ómeðvituðum göllum í mikilvægum erfðavísum sé allt of mikil.

 

Gjörðir He Jiankuis voru fordæmdar áfram eftir að ráðstefnunni lauk. Hann var rekinn frá háskólanum og kínversk yfirvöld fangelsuðu hann. Ári síðar var hann dæmdur í þriggja ára fangavist, auk þess sem hann missti um aldur og ævi réttindin til að stunda frekari rannsóknir.

Tímalínan: Efnilegur vísindamaður á bak við lás og slá

– Júní 2017

He Jiankui býður sjö hjónum, þar sem maðurinn er HIV-jákvæður, að undirgangast tæknifrjóvgun með erfðabreytingu á fóstri til að tryggja að barnið smitist ekki af HIV-veiru.

 

– Október 2018

Fyrstu börn verkefnisins, tvíburarnir sem bera dulnefnin Lulu og Nana, fæðast. Mánuði eftir fæðingu þeirra opinberar He Jiankui tilraun sína á vísindaráðstefnu.

 

– Sumarið 2019

Þriðja erfðabreytta barnið fæðist. Þegar hér er komið sögu er búið að reka He Jiankui frá háskólanum og gjörvallur vísindaheimurinn gagnrýnir tilraunir hans.

 

– Desember 2019

Kínversk yfirvöld dæma He Jiankui til þriggja ára fangavistar og hann er látinn greiða þriggja milljón dala sekt vegna siðlausra starfa og skjalafölsunar.

 

– Apríl 2022

He Jiankui losnar úr fangelsi. Framtíð hans er óljós. Erfðabreyttu börnin eru sögð vera við góða heilsu en enginn veit hver þau eru.

He Jiankui er laus úr fangelsi núna. Framtíð hans er óskrifað blað og sömu sögu er að segja af börnunum tveimur sem hann átti þátt í að skapa.

 

Tvíburasysturnar lifa í nafnleynd einhvers staðar í Kína og er talið að þeim líði vel. Vísindamenn eru ósammála um með hvaða móti yfirvöld eigi að meðhöndla þessi einstöku börn.

 

Framtíð barnanna veldur sundrungu

Tveir kínverskir siðfræðingar hafa mælt með því við kínversk yfirvöld að sett verði á laggirnar rannsóknarstöð þar sem heilbrigði barnanna verði tryggt með því að fylgjast með hvort breytingarnar á erfðaefni þeirra geti orsakað erfðafræðilega sjúkdóma.

 

Nokkrir vísindamenn hafa hins vegar lýst yfir efasemdum um slíkar aðgerðir. Þeir óttast að börnin þyrftu þá að ganga í gegnum það sama og Louise Brown á sínum tíma en hún var fyrsta svokallaða glasabarnið, þ.e. barn sem fæddist eftir gervifrjóvgun en hún fæddist í Englandi árið 1978.

LESTU EINNIG

Louise Brown þurfti að undirgangast ógrynni prófana og tilrauna og hún hefur oft lýst erfiðri baráttu sinni fyrir að fá að lifa eðlilegu lífi.

 

Hvaða lausn kínverskum yfirvöldum hugnast að velja er enn óvíst og hugsanlega eigum við aldrei eftir að frétta neitt af því. Óháð þessu þá hafa gjörðir He Jiankuis haft afleiðingar sem teygja sig langt út fyrir hans eigið líf og líf barnanna tveggja.

 

Hvar eru mörkin?

He Jiankui hefur verið nefndur dr. Frankenstein Kína og orðspor hans hefur verið eyðilagt að eilífu. Er hann örugglega fyrsti vísindamaðurinn sem fiktað hefur við erfðaefni mannsins?

 

Svarið við þessu kann að vera jákvætt. Í mörgum löndum eru bæði löggjöfin og siðfræðin sem þessu tengjast svolítið á reiki og það gerir öðrum vísindamönnum annars staðar jafnvel kleift að feta í fótspor Kínverjans.

 

Eftir að upp komst um erfðabreytinguna hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, látið útbúa ýmsar ráðleggingar um notkun erfðatækni en löndunum er í sjálfsvald sett hvort þau vilja fylgja þeim eður ei.

LESTU EINNIG

Viðmiðunarreglur fyrir erfðabreytingar eru nauðsynlegar og þær þarf að innleiða nú þegar, segja vísindamenn. Þó svo að tækninni sé ætlað að bjarga mannslífum þá er einnig hægt að beita henni í vafasamari tilgangi.

 

He Jiankui sóttist eftir að gera stúlkubörnin ónæm gegn HIV-smiti en hann hefði að sama skapi getað breytt háralit þeirra eða gert þær hávaxnari, sterkari eða greindari. Við neyðumst til að taka afstöðu til þess hvar mörkin eigi að liggja.

 

Þegar vísindamaðurinn var spurður álits eftir að hafa hlýtt á formælingar starfsbræðra sinna sagðist hann standa fast við þá skoðun sína að hann hafi breytt rétt. Þegar svo fréttamenn frá fréttastofunni Associated Press spurðu hvað hann myndi gera ef í ljós kæmi að inngrip hans hefði skaðað börnin sagði hann:

 

„Þá myndi ég finna fyrir sama sársauka og þau. Þetta var á mína ábyrgð“.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: KARIN DITLEVSEN

Shutterstock, © Anthony Kwan/Bloomberg/Getty Images

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is