Baktería skiptir um erfðamassa

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Læknisfræði

Lengra verður vart komist í genagræðslu en að koma lífveru til að breyta sér úr einni tegund í aðra. En þetta hefur nú verið gert og gæti orðið upphafið að eins konar “gervilífverum” sem væru nýsmíðaðar alveg frá grunni.

 

Við hefðbundna genagræðslu er skipt um aðeins eitt eða kannski örfá gen, en að þessu sinni gengu vísindamennirnir mun lengra. Þeir hreinsuðu allt gengamengið úr bakteríunni Mycoplasma mycoides og settu síðan bakteríur af skyldri tegund, Mycoplasma capricolum í næringarríka upplausn með þessu framandi genamengi í tilraunaskál. Það tók aðeins fjóra daga að fá fram hina tegundina, M. mycoides, í tilraunaskálinni.

 

Tilrauninin var gerð á einkarekinni stofnun, J. Craig Venter-stofnuninni, í Bandaríkjunum, en þar hafa menn lengi unnið að því að skapa “gervilíf”.

 

Meðal annars eru hér gerðar tilraunir með að fjarlægja eins mörg gen úr Mycoplasma-bakteríum og unnt er, þannig að þær haldist þó á lífi og geti enn fjölgað sér. Þetta minnsta hugsanlega genamengi mætti þá afrita vélrænt og bæta svo við genum sem t.d. gerðu bakteríunni fært að framleiða lífrænt eldsneyti eða brjóta niður mengunarefni.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is